XD - sérhagsmunir á kostnað almannahags

Merkilegt að hann nefni ekki þann kost að innheimta eðlilega þóknun fyrir nýtingu auðlinda þjóðarinnar - þar var til staðar vel ríflega þessi fjárhæð áður en að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að gefa það eftir til örfárra fjölskyldna í gegnum hagsmunabandalagið þeirra LÍÚ. 

Það er þó gott að fá þetta svona grímulaust í andlitið - Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir vörn fárra á kostnað almennings.


mbl.is Vantar 8.600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svigrúmið ætlaða og umrædda - hvort viljum við styðja við velferðarkerfið eða auðmennina?

Þessi hugleiðing félaga míns á fésbókinni varð mér í dag tilefni til hugleiðingar:

"smá pólitík...mér finnst ótrúlega áhugavert að sjá ýmsar þær hugmyndir sem hafa komið fram í núverandi kosningabaráttu, mörg framboðanna og þá helst þau nýju hafa komið með virkilega áhugaverðar hugmyndir til lausnar ýmsum vanda hér, hugmyndir sem verður að taka alvarlega og til raunverulegrar íhugunar...annað sem mér hefur einnig fundist virkilega áhugavert og í raun líka alvarlegt að ekki sé búið að taka á er það svigrúm til ýmissa leiðréttinga sem m.a. forsvarsmenn Samfylkingar og VG segja að sé til staðar en hafa ekki nýtt sér í sinni stjórnartíð....það er mjög alvarlegt mál að nota ekki það svigrúm sem til er þegar ástand margra er jafn erfitt og það er í raun...þessar yfirlýsingar segja okkur einnig að forsvarsmenn núverandi ríkisstjórnar hafa ýtrekað verið að ljúga að okkur á kjörtímabilinu."

 Margir frambjóðendur hafa undanfarið rætt fjálglega um peningana sem að á að nota til hinna ýmsu aðgerða. "Svigrúmið" sem að nýta eigi til að lækka skuldir tímabundið (vegna þess að verðbólgan mun hækka við aðgerðina og hækka aftur lánin á skömmum tíma).

Staðreyndin er hins vegar sú að þetta svigrúm er ekki til og verður ekki til nema að fjölmargir hlutir gangi upp fyrst. Mér finnst það hins vegar vera í besta falli siðleysi og á mörkum óheiðarleika að vera að lofa þessum fjármunum á þessu stigi.

Ég svaraði félaga mínum: 

"Svirúmið er ekki til, heldur er mögulegt að það sé hægt að skapa það með uppkaupum á kröfum á afskriftum.
Á meðan að það er ekki í hendi vill Samfylkingin ekki lofa neinu út á það - mér finnst það heiðarleg nálgun.
Set stórt spurningamerki við það að v
era að lofa einhverju inn í hagkerfið án þess að sjá hvort að það gangi yfir höfuð upp.

Til þess að fléttan gangi upp þarf:
1. Fjármögnun fyrir uppkaupum
2. Samþykki kröfuhafa á afslætti (afskriftum)
3. Kaupanda að hlut ríkisins í bönkunum

Full margt sem getur klikkað þarna til þess að ég myndi lofa einhverju án þess að sjá fyrir endann á ferlinu"

 

Auk þessara vangavelta stendur síðan eftir umræðan um í hvað eigi að nota fjármagnið ef svigrúmið myndast. Hvaða leið sé þjóðhagslega hagkvæmust. Það er alls ekki sjálfgefið að nýta peningana til þess að styðja enn betur við þá sem best standa, eins og tillögur Framsóknarflokksins munu í raun gera.

Ef þú þarft að velja á milli þess t.d. að halda opnum bráðadeildum á Landsspítalanum eða að niðurgreiða lán auðmanna - hvað myndirðu velja?


Afskriftir fyrir þá sem best hafa það?

Framsókn hey-millanna 

Sá þessi yfirskrift og fannst hún bæði fyndin og viðeigandi. Bið þá Framsóknarmenn sem að ég þekki til og ber virðingu fyrir afsökunar á þessu glensi. Finnst þó mikið til í þessu af nokkrum ástæðum.

Hey er skírskotun í bændurna og millarnir þeir sem að flokkurinn hefur skapað. Það er í gegnum klíkuskap og þá með í raun svikum við þjóðina, fært auðlindir og ríkisfyrirtæki í fangið á þeim. 

En þetta er líka kaldhæðnislega rétt þegar það er sett í samhengi við það hverjum almennar skuldaleiðréttingar muni nýtast best. Það er nefnilega enginn jöfnuður eða raunverulegt réttlæti til handa almenningi sem um er að ræða. Seðlabankinn gerði góða faglega úttekt á þessu og komst að þeirri niðurstöðu að langstærsti hluti fjármagnsins færi til þeirra sem yfirburða best standa og það á kostnað allra. Jú, á kostnað allra!
Sjá bls. 91 í skýrslu Seðlabankans hér  sem og góða umfjöllun Vilhjálms Þorsteinssonar um sama mál hér.

Svigrúmið sem að skapast mögulega við uppkaup og afskriftir skulda er nefnilega bara hægt að nýta einu sinni. Það er okkar að velja hvort að við viljum að það komi til almennings alls í gegnum ríkissjóð - eða hvort að stærstur hluti fjármagnsins renni í vasa auðmanna. Bestu vina aðal. 

Ég er búinn að tala við fjölmarga vini og kunningja undanfarnar vikur um þessi mál. Eðlilega, þetta liggur flestum þungt á hjarta. Mér finnst það hins vegar gríðarlega vont að flestir þeir sem ég tala við gera sér enga grein fyrir því að þessi leið sem Framsóknarflokkurinn boðar (að setja í nefnd reyndar) mun kosta flest okkar mun meira en hún skilar.

Er það ástæðan fyrir því að þú ætlar að kjósa Framsókn? (Ef þú ert í þeim hópi)

Ég er ekki til í að skerða meira þjónustu við aldraða, heilbrigðiskerfið eða menntamálin vegna þessa. Hvar ert þú til í að skera niður vegna kostnaðaraukans fyrir ríkissjóð?

Eigum við ekki frekar að skapa öllum jöfn tækifæri en sama rétt fyrir alla?

equality-and-justice

 


Oddvitar í Reykjavík á málþingi stúdenta í Háskóla Íslands - upptökur

Eins og sjá má á myndbandinu í viðhengdri hefur kallinn átt hressari daga, var með bullandi flensu og hálsbólgu þarna og hálf pungsveittur, þið fyrirgefið mér vonandi orðbragðið og sjálfsvorkunina Koma sæmilega á framfæri málefnunum okkar og það er jú...

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ og stúdentar í Vatnsmýrinni

Þetta verður áhugaverður fundur á morgun með stúdentum á málþingi Vöku. Málefni stúdenta tengjast okkur í REYKJAVÍKURFRAMBOÐINU mjög náið þar sem að við sjáum endurskipulagningu Vatnsmýrarsvæðisins og nýtingu verðmætanna þar, sem helstu lausn gegn...

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ leggur fram lausn til örvunar framkvæmda

Stefnumálin okkar má sjá meðal annars hér: http://reykjavikurframbodid.is Kreppa, erfiðleikar og erfitt lyndi þarf ekki að vera lögmál til framtíðar. Það er okkar að snúa vörn í sókn. Tækifærin eru til staðar þrátt fyrir erfitt ástand. Við viljum nýta...

X-E REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ dreifir kosningabæklingnum sínum um helgina - bætt velferðarkerfi og atvinnusköpun okkar helstu markmið

Vonandi að við fáum að hitta sem flest ykkar á ferð okkar um borgina um helgina. Við erum svo heppin að hafa lítið fé til kynningar og tökum því þann pól í hæðina að dreifa bæklingnum okkar sjálf. Bið ykkur endilega að taka vel á móti fólkinu okkar ef...

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ að grínast?

Nei, við stöndum einfaldlega frammi fyrir aðeins þremur praktískum valkostum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fjórflokksmeðlimir reyna að sjálfsögðu að láta þetta hljóma eins og kjánaskap enda kemur það þeim afar illa að fram komi framboð sem eru óháð...

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ talar í lausnum - vill fólk áframhaldandi innihaldsrýra frasa?

Er það virkilega svo að við látum glepjast af innihaldsrýrum frösum áfram eftir allt sem á undan er gengið? Hvað þýðir árangursrík hagræðing? Jú, mikill niðurskurður í þjónustu við íbúa borgarinnar. Loforð um áframhaldandi árangursríka hagræðingu ættu að...

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill auka völd fólksins!

Ég veit það hreinlega ekki hvort að þinghald eigi að vera almennt opið eða lokað. Ég hef ekki tekið afstöðu til þess og tel það ekki augljóst. Gæti vel séð hvernig eðlilegt sé að það sé lokað til dæmis í tilfellum þar sem ákærði fer fram á það. Aukið...

Sat oddvita fund í HR í hádeginu

Þetta var góður fundur þar sem að Jón Gnarr átti sviðið að sjálfsögðu. Hann hóf fundinn á því að lýsa því yfir að hann ætlaði að draga framboð sitt til baka en meðan að ég sat enn í geðshræringunni kallaði hann hátt og snjallt: "Djók". Hann ætlar sér svo...

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ - Dreifum valdinu - Bætum skipulag - Verjum velferðarkerfið - Gerum þetta ÁN skattahækkana

Nýr raunverulegur valkostur fyrir Reykvíkinga í komandi sveitarstjórnarkosningum 1. Óháð framboð um hagsmuni Reykvíkinga – dreifum valdinu. Aftur og aftur horfum við upp á okkar hagsmunum fórnað sem skiptimynt í valdabrölti fjórflokksins á...

Hvers vegna vill REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ koma á þriðja stjórnsýslustiginu í borginni?

Dreifing valdsins er mikið hagsmunamál alls staðar í stjórnmálum í dag. Hálfgert einræði ríkir á mörgum stöðum. Þrískipting valdsins er í raun aðeins einskipting þar sem að framkvæmdavaldið ræður öllu og í borginni eru allar ákvarðanir teknar í...

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ mælist með fylgi - afar ánægjuleg tíðindi

Já, þrátt fyrir að hafa ekkert getað komið okkur á framfæri enn sem komið er nema með einni auglýsingu í Fréttablaðinu og svo með bloggum mælist REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ nú með 1,7% fylgi. Á sama tíma veit stærstur hluti Reykvíkinga ekki af okkur eða fyrir...

REKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill auka beint íbúalýðræði - völdin frá bákninu til fólksins

Þetta er afar gott framtak hjá Hönnu Birnu, að vissu leyti beint framhald af vinnu sem R-listinn hóf á sínum tíma þegar að það hóf starf við að koma á hverfaráðum um alla borgina. Nú er staðan hins vegar þannig að hverfaráðin hafa lítil sem engin völd og...

Framhaldsstofnfundur REYKJAVÍKURFRAMBOÐSINS í kvöld klukkan 20:00

Smelltu á myndina til að sjá hana skýra:

Vendum nú kvæði í kross, nú eru það borgarmálin - REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ verður til

Nýtt framboð stígur nú fram í Reykjavík og mun taka þátt í komandi sveitarstjórnarkosningum, Reykjavíkurframboðið. Við erum hópur fólks sem að finnst skelfilegt upp á að horfa að einu lausnirnar sem að eigi að bjóða okkur fjölskyldufólki í Reykjavík upp...

Ég var einn starfsmanna Sleðaleigunnar þarna í gær.

Vil byrja á því að þakka björgunarsveitarfólkinu sem þarna kom í gær innilega fyrir gott starf. Það var sambland góðs útbúnaðar og lukku sem þarna spilaði saman í gær og varð þess valdandi að ekki fór verr í þessu ömurlega óhappi. Konan brást sem betur...

Og svarið er 42 - gat varla orðið annað - en við þurfum nú að leggjast í vinnu við að finna réttu spurninguna

Það var skemmtileg ádeila sem birtist manni í bókinni "A Hitchhikers Guide To The Galaxy" sem ég las sem unglingur. Þar var sett fram saga af vísindamönnum, sem lögðu í mikla vinnu við að smíða súpertölvu, svo háþróaða að aldrei fyrr hefði neitt viðlíka...

Í hvað á að ráðstafa þeirri auðlind sem orkan okkar er - eða því sem eftir er?

Nú birtist hver auglýsing á fætur annarri frá stóriðjufélögum og vinum þeirra um ágæti slíkra iðju. Nú síðast í Fbl í dag frá Norðuráli um ágæti álbræðslu starfsemi og hversu miklu hún skili til þjóðarinnar. "Bullocks" myndi Scrooge segja og aldrei þessu...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband