Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Var þessi frétt skrifuð orðrétt upp eftir upplýsingafulltrúa LV?

Afskaplega finnst mér undarlegt að lesa svona gjörsamlega gagnrýni lausan fréttaflutning.

"Hætta er á moldroki úr lónsstæðinu í nokkrar vikur á hverju sumri en fokið er þó yfirleitt lítil viðbót við moldrok sem verður úr farvegi Jökulsár á Fjöllum uppi við jökul og getur lagst yfir byggð."

Hálslón fullt

Hvaða bláeygi fréttamaður skrifar þetta??  Að sjálfsögðu jókst moldrokið bara 100% í samræmi við aukið yfirborð leirborins svæðis á hálendinu. Það hefur bara einfaldlega ekkert með moldrok frá Jökulsá á Fjöllum að gera. Þetta hefur verið nefnt í umræðunni sem ein mesta váin í tengslum við framkvæmdirnar þarna, mjög aukið moldrok veldur í sama hlutfalli mjög aukinni gróðureyðingu.

Hvernig væri nú að fara að ráða aftur blaðamenn á Mbl.is sem búa yfir gagnrýninni hugsun já og skrifa jafnvel á íslensku? Á reyndar ekki við um þessa frétt sérstaklega, en einhvern veginn virðist ég taka betur og betur eftir því hvað prófarkarlestri hefur hrakað gríðarlega hjá Morgunblaðinu og mbl.is


mbl.is Moldrok úr lónsstæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband