Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Framfarirnar koma úr merkilegustu áttum......

Nú er búið að setja fram rafhlöður sem taka spennuna úr líkamsvökvum.......

Hljómar kannski ekki spennandi við fyrstu skoðun, en aldrei að vita hvar nokkur auka volt kæmu að notum. 

Getum t.d. hugsað okkur aðstæður þar sem við erum við frábærar aðstæður á toppi Kerlingar í Vatnajökli með ungling með í ferðinni sem næst lítið samband við vegna stöðugrar hlustunar hans á mp3 spilarann sinn. 

Skyndilega verður græjann rafmagnslaus og þú sérð hömlulausan ótta við að þurfa að eiga samskipti við okkur hin byrja að vaxa í augum hans.  Hvað er þá til ráða?

Jú jú, maður getur alltaf pissað í pokann og lánað honum nokkrar auka rafhlöður.... úfff


Verulega góðar fréttir....

Og til marks um góðar horfur í efnahagsmálum, en betur má ef duga skal.

Til að tryggja stöðugleika þá þarf að halda vel á spöðunum og draga úr stórverkefnum á næstunni, sem er svo aftur virkilega jákvætt fyrir íslenska náttúru og umhverfisverndarsjónarmið.

Nú er bara númer eitt að taka af skarið og kjósa gegn stækkun álversins í Straumsvík. Það er engin hætta á að atvinnuhorfur versni til muna í Hafnarfirði og nágrenni vegna þessa. Álverið er orðið mjög lítill gerandi í atvinnulífinu á höfuðborgarsvæðinu.


mbl.is Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hækkar úr 80% í 90%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hlýtur nú að vera mistúlkun ??

Ég trúi því nú ekki að meirihluti fasteignasala (og ég er einmitt sölumaður hjá einum slíkum) vilji breyta hlutverki Íbúðalánasjóðs??

Það er án nokkurs vafa stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina að Íbúðalánasjóður starfi áfram í samkeppni við bankana og veiti með því heilbrigt aðhald á móti einkaframtakinu.  Bankarnir væru með algert fríspil á þeirrar samkeppni.

Ekki trúa Bjarna Ármannssyni og kollegum þegar þeir koma fram og reyna að telja okkur trú um með þvílíkum reiknikúnstum og blekkingum að Íbúðalánasjóður eigi sökina á hækkun á fasteignamarkaði. Það dettur einfaldlega engum heilvita manni í hug að halda því fram að aðili með um 20% markaðshlutdeild sé gerandinn. Það eru að sjálfsögðu þessir sem halda um þessi u.þ.b. 80% sem hafa áhrifin.


mbl.is Fasteignasalar vilja að Íbúðalánasjóður verði heildsölubanki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér þætti vænt um að fá svör hér frá forkólfum Samfylkingarinnar.....

Ég setti inn nokkrar spurningar í athugasemdir hjá Dofra, en þetta á heima hérna þar sem að forystumenn S geta þá nýtt tækifærið, t.d.  í athugasemdum hjá mér og svarað mér með þær spurningar sem brenna á mér þessa stundina:

1.  Hver er afstaða S til fjölgunar/stækkunar álvera?

2.  Hver er afstaða S til loftlagsmengunar?  Þ.e. ætlar S að standa gegn frekari aukningu?

3.  Hver er afstaða  til aðstæðna aldraðra í samfélaginu og hvað leggið þið til að verði gert?
(Er lausnin kannski fólgin í að minnka einangrunina og finna fjölskylduvænni lausnir þrátt fyrir að það sé þó nokkuð dýrara?)

4.  Hvaða stefnumál S get ég treyst því að þið munið berjast fyrir með kjafti og klóm komist þið á þing?  Þ.e. hvaða mál eruð þið tilbúin að ábyrgjast að verði ekki samin frá ykkur fyrir völd og/eða stóla?

Ég spyr ekki vegna þess að ég vilji vera með leiðindi eða hroka. Ég spyr ykkur kæru S menn og konur vegna þess að óstöðugleiki S hingað til með sín eigin stefnumál er eina ástæðan fyrir því að ég treysti mér ekki til að kjósa S í komandi kosningum.

Það eru vissulega að sjálfsögðu fjölmörg önnur mál sem er krafa frá þjóðinni um að viðra í kosningaslagnum og þar með taka á á komandi kjörtímabili, s.s. samgöngumál, skipulagsmál o.fl. en ég vil skilgreina það sem lúxusvandamál í velferðarsamfélaginu okkar.  Spurningar um aðbúnað aldraðra og umhverfismál sem taka til framtíðar barnanna okkar um allan heim eru mál sem má ekki fresta því að taka á að mínu mati.

Hvað finnst þér?


Já, menn lifa ekki lengi á fornri frægð í henni Ameríku........

a.m.k. ekki ef að maður er á kafi í rugli og lemur eina albestu söngkonu þeirra kana, eða hvað?

Á hann kannski fullt af aurum? Eða fór það allt til Kólombíu?


mbl.is Bobby Brown dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir meðlagsskuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur þú einhvern tíman keyrt um bæinn til að fá áritaða......

.....málningarfötu??

Fór bara að velta þessu fyrir mér núna yfir sjónvarpsauglýsingunum.  Flugger auglýsir mikið og býður manni að koma eitthvert og fá málningarfötu sem er árituð af málarameistara??

Af hverju???


Mér finndist nú alveg lágmark........

að það kæmi fram í fréttinni á hvað leigubílstjórinn var eiginlega að hlusta....eða er það ekki?
mbl.is Réðst á leigubílstjóra sem neitaði að lækka í útvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já þegar stórt er spurt um skíði........

vail_snow_06Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að væri ekki bara ódýrara að bjóða öllum skíðaiðkendum hérna á suðvesturhorninu í ca. viku til Austurríkis á hverju ári, frekar heldur en að dæla peningum í að halda opnum þessum skíðasvæum okkar í þessar 3-6 vikur sem það næst á góðum vetri??

 

 

 

Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert sérstaklega lýðvæn hugsun, eða hvað?


mbl.is Fastráðnum starfsmönnum í Bláfjöllum og Skálafelli sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli myndin sé sviðsett?

Eða er steikin alveg gjör ónýt og gegnsósa í vatni?
mbl.is Engin hætta - aðeins útigrill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þá ekkert eftirminnilegt við þennan leik?

Tja ekki nema það kannski að allir, já ALLIR voru að velta fyrir sér af hverju Liverpool væri ekki að keppa um bikarinn  Crying
mbl.is John Terry: Man ekkert eftir síðari hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband