Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ og stúdentar í Vatnsmýrinni

Þetta verður áhugaverður fundur á morgun með stúdentum á málþingi Vöku.

Málefni stúdenta tengjast okkur í REYKJAVÍKURFRAMBOÐINU mjög náið þar sem að við sjáum endurskipulagningu Vatnsmýrarsvæðisins og nýtingu verðmætanna þar, sem helstu lausn gegn frekari niðurskurði og skattahækkunum á borgarbúa á komandi árum. Það eru miklar þrengingar og viðbúið að ekki verði hjá því komist að nýta eignir borgarinnar til að skapa tekjur. Verðmætin í Vatnsmýrinni standa undir því að í fyrsta lagi að koma í veg fyrir frekari niðurskurð í velferðarkerfinu sem og til að auka þjónustu og standa undir áframhaldandi uppbyggingu þar sem þörfin er mest.
 
Þetta tengist málefnum stúdenta í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík síðan náið, sérstaklega þegar horft er til skipulags svæðisins með í huga fjölgun minni og meðalstórra íbúða til bæði kaups og leigu. Það kemur skýrt fram í úttektum sem gerðar hafa verið að það er mikil þörf á minni og meðalstórum leiguíbúðum miðsvæðis og þá sérstaklega til þess að þjónusta þann fjölda stúdenta sem að sækja nám beggja vegna svæðisins.
Hugmyndir okkar um skipulag snúa að því að skapa þarna framlengingu á miðbænum með menningar- og fjölskyldulíf í huga þar sem að stúdentar munu skipa stóran sess.

Nýtt skipulag fyrir fallega byggð í Vatnsmýrinni sem að sameinar fallegt framhald af miðborginni og háskólahverfi með Háskóla Íslands öðrum megin og Háskólann í Reykjavík hinum megin er verðugt markmið. Gaman væri líka að sjá Listaháskólann inni á skipulagi þarna líka. Þetta svæði er mun meira miðsvæðis upp á samgöngur að gera heldur en Laugavegurinn.


mbl.is Oddvitar svara stúdentum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ leggur fram lausn til örvunar framkvæmda

xEStefnumálin okkar má sjá meðal annars hér: http://reykjavikurframbodid.is

Kreppa, erfiðleikar og erfitt lyndi þarf ekki að vera lögmál til framtíðar. Það er okkar að snúa vörn í sókn. Tækifærin eru til staðar þrátt fyrir erfitt ástand.

Við viljum nýta eignir borgarinnar til þess að koma framkvæmdum af stað aftur. Enn harðari niðurskurður og skattahækkanir þurfa ekki að vera óhjákvæmileg. Með innspýtingu fjármagns inn í borgarsjóð má skapa hér mýmörg tækifæri í byggingar- og viðhaldsverkefnum. Útrýming atvinnuleysis í borginni er eitt helsta hagsmunamál borgarbúa. 11% atvinnuleysi kostar borgarsjóð um 11 milljarða á ári. 11 MILLJARÐA!! Það segir sig sjálft að það er kostnaður sem verður að útrýma, að ekki sé talað um félagslega og tilfinningalega skaðann sem atvinnuleysið veldur.

Hvort vilt þú? Frekari álögur eða að nýta eignir borgarinnar og skapa atvinnu og ný tækifæri?

 

 


mbl.is 52 fasteignir á 1.360 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ að grínast?

xENei, við stöndum einfaldlega frammi fyrir aðeins þremur praktískum valkostum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fjórflokksmeðlimir reyna að sjálfsögðu að láta þetta hljóma eins og kjánaskap enda kemur það þeim afar illa að fram komi framboð sem eru óháð þeirra sérhagsmunum.

Valkostirnir sem að við stöndum frammi fyrir á kjördag eru einfaldlega:

  1. Skattahækkanir - að hækka álögur á borgarbúa enn frekar með sköttum og gjaldskrárhækkunum.
  2. Niðurskurður - að skera enn meira niður í grunnþjónustunni, sem þegar hefur verið skert mikið þrátt fyrir yfirlýsingar borgarfulltrúa um annað
  3. Selja eignir - að nýta eignir borgarinnar til þess að verja borgarbúa fyrir enn frekari þrengingum.

Hvort vilt þú lesandi góður taka á þig meiri birgðar og/eða niðurskurð eða nýta sameiginlegar eignir borgarbúa til þess að skapa verðmæti meðan að versta kreppan skellur yfir?

Fyrir mér snýst praktíska spurningin  fyrst og fremst um þessa þrjá kosti.

Huglæga hlið málsins er síðan einfaldlega þannig fyrir mér að eftir algera óstjórn og mesta óstöðugleika í borgarstjórn og rekstri sem að við höfum nokkurn tímann upplifað í borginni, get ég bara með engu móti fengið af mér að kjósa sama fólkið áfram og lék þar stóru hlutverkin. Þess vegna meðal annars varð REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ til. Við erum hópur fólks sem að treystir einfaldlega ekki fjórflokks fulltrúunum til þess að verja og berjast fyrir hagsmunum okkar fram yfir þeirra eigin hagsmuni og flokkanna þeirra.

Þess vegna er valið kannski enn einfaldara fyrir þessar kosningar, kannski snýst valið bara um tvo valkosti við stjórnleysi fjórflokksins. Grín eða alvöru.

Okkur hjá REYKJAVÍKURFRAMBOÐINU er full alvara í því að ætla að beita okkur af hörku fyrir því að verja hagsmuni borgarbúa, að létta sérstaklega á með þeim sem verst standa og bakfæra aftur þann niðurskurð sem orðið hefur á grunnþjónustunni undanfarin misseri.

Við treystum okkur til þess vegna þess að við veljum kost 3 hér að ofan. Við munum nýta eign borgarinnar í Vatnsmýrinni til þess að standa undir því að hér verði rekin borg með velferðarkerfi og grunnþjónustu sem sómi er að.


mbl.is Vatnsmýrin „í gíslingu" fjórflokksins í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ talar í lausnum - vill fólk áframhaldandi innihaldsrýra frasa?

Er það virkilega svo að við látum glepjast af innihaldsrýrum frösum áfram eftir allt sem á undan er gengið? Hvað þýðir árangursrík hagræðing? Jú, mikill niðurskurður í þjónustu við íbúa borgarinnar.

Loforð um áframhaldandi árangursríka hagræðingu ættu að hræða okkur og vekja til umhugsunar, ekki að virka sem einhverskonar hvatning í pólitískum fréttum auglýsingum fyrir fjórflokkinn.

Það ætti að vera eðlileg lágmarkskrafa að við sem áhugafólk um stjórnmál fáum fram um það upplýsingar hvernig nákvæmlega eigi að standa undir kostnaðinum við rekstur borgarinnar. Það hefur enginn fjórflokksins gert að VG undanskildum, sem hafa komið því skýrt á framfæri að þeir vilji hækka skatta.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skera áfram niður(afsakið) "hagræða árangursríkt" áfram. Samfylkingin ætlar að taka lán sem þarf að greiða aftur með skattahækkunum eftir 2-3 ár. Framsókn ætlar að?? Tja, ég svei mér þá er ekki viss. Kannski þarf að spyrja Eykt að því.REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill tala í lausnum.

Fáum við til þess nægjanlegt fylgi munum við:

  • Verja velferðarkerfið
  • Taka aftur ósæmilegan niðurskurð í grunnþjónustunni undanfarin ár
  • Útrýma biðröðum eftir mat og auka stuðning við þá verst sett
  • Bæta verulega skipulag borgarinnar og samgöngur
  • Koma atvinnumálum í borginni á fulla ferð með fjárstuðningi við nýframkvæmdir (til dæmis við skóla og hjá íþróttafélögum), viðhald og nýsköpun með breyttri forgangsröðun í aðgerðaráætlun borgarinnar þannig að hún henti sem flestum Reykvíkingum
  • Stuðla að því með íbúum og íbúasamtökum að komið verði á fót þriðja stjórnsýslustiginu þar sem völd eru færð frá bákninu til íbúa hverfanna. Að kosið verði til slíkra ráða meðal íbúa hverfanna og hafi þau rétt til sjálfstæðrar ákvarðanatöku um innri málefni hverfis og eigin tekjugrunn til þess að standa undir framkvæmdum.

Allt ÁN skattahækkana - því að við ætlum okkur að nýta eignir borgarinnar til þess að verja íbúa hennar.

Í Vatnsmýrinni búa mikil verðmæti, a.m.k. 70 milljarða eign sem borgin á. Eign sem að okkur ber skylda til þess að nýta á erfiðleika tímum. Hver getur sætt sig við það að bræður okkar og systur standi í biðröðum úti á götu eftir mat?

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ, ólíkt fjórflokknum, mun beita sér af alefli í samskiptum borgar og ríkis þannig að ekki halli stöðugt á borgarbúa, til dæmis varðandi skiptingu fjármagns til framkvæmda í heimabyggð.

Kjóstu með eigin hagsmunum - kjóstu REYKJAVÍKURFRAMBOÐIР 


mbl.is Skattar verði ekki hækkaðir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband