Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Og svarið er 42 - gat varla orðið annað - en við þurfum nú að leggjast í vinnu við að finna réttu spurninguna

Það var skemmtileg ádeila sem birtist manni í bókinni "A Hitchhikers Guide To The Galaxy" sem ég las sem unglingur. Þar var sett fram saga af vísindamönnum, sem lögðu í mikla vinnu við að smíða súpertölvu, svo háþróaða að aldrei fyrr hefði neitt viðlíka verið til sem hugmynd, hvað þá meira. Súpertölvunni var ætlað aðeins eitt hlutverk, að svara spurningunni um tilgang lífsins.

Ég man ekki hversu lengi smíði tölvunnar átti að hafa staðið yfir samkvæmt bókinni, en man ekki betur en að það hafi verið a.m.k. nokkrar kynslóðir. En þegar að hún var loksins tilbúin, slógu menn inn spurninguna um hver væri tilgangur lífsins?  Svarið kom einhverjum kynslóðum síðar. "42"

Enginn þálifandi manneskja skyldi með nokkru móti svarið og því var farið af stað í vinnu við að komast að því hver væri rétta spurningin við svarið.

Nett ádeila um hugmyndaheim mannsins þarna á ferðinni.

Mér datt þessi saga hins vegar í hug í dag þegar að ég las niðurstöður Þjóðfundarins, sem haldinn var í Laugardagshöllinni í dag. Frábært og þarft framtak sem ber að hrósa. Niðurstaðan, eftir á að hyggja, gat hins vegar ekki orðið önnur að ég held. Niðurstaðan er einhver ljóðrænn fagurgali sem hljómar mjög í anda stefnuskráa stjórnmálahreyfinga og þá sérstaklega í aðdraganda kosninga.

Stefnuskrár stjórnmálahreyfingu eru jú einmitt consensus nokkur þúsund manns yfirleitt, niðurstaða umræðu þar sem búið er að brúa þau mismunandi sjónarmið sem fólkið þar innanborðs hefur og leggja fram yfirlýsingu, sem allir gátu verið sammála um.

Eitthvað mjög almennt orðað - eitthvað sem móðgar engan og ögrar engum.

En endilega, ekki skilja þetta sem svo að mér finnist þetta ekki vera frábært framtak og eiga mikið hrós skilið. Það var virkilega vel að öllu staðið, fundurinn rann afar smurt í gegn og umsjón öll með besta móti. Það er okkur öllum án nokkurs vafa afar hollt að setjast svona niður með reglulegum hætti og eiga samtal og rökræðu við þjóðar meðlimi. Rökræður til uppbyggingar eru eitthvað sem að við gætum án vafa lært mikið af frökkum um. Í stað þess að forðast þær, að upplýsa okkur og taka fullan þátt.

Nú er bara spurningin hvernig við munum sjá stjórnmálaflokkana pikka upp þessi hugtök öll á næstu dögum og gera sín. Það hefur verið venjan þegar að um er að ræða eitthvað sem skilgreint er sem vilji fólksins eða eitthvað sem er heitt þá stundina. Flokkarnir pikka það upp, þynna út og slá sér síðan á brjóst fyrir.

Nú er það okkar kæra þjóð að halda þeim vel við efnið áfram - VEL við efnið.

Og lausnin: Krafan um heiðarleika og önnur mannsæmandi gildi þarf að byrja á tiltekt heima hjá hverju og einu okkar.


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvað á að ráðstafa þeirri auðlind sem orkan okkar er - eða því sem eftir er?

Nú birtist hver auglýsing á fætur annarri frá stóriðjufélögum og vinum þeirra um ágæti slíkra iðju. Nú síðast í Fbl í dag frá Norðuráli um ágæti álbræðslu starfsemi og hversu miklu hún skili til þjóðarinnar.  "Bullocks" myndi Scrooge segja og aldrei þessu vant myndi hann hafa rétt fyrir sér.
Tekjur af álbræðslu eru með því allra minnsta sem mögulega getur fengist per MW fyrir auðlindirnar okkar og ég hef fullan hug á því að setja í það vinnu í náinni framtíð að gera um það úttekt í hvaða hluti orkunni er best varið miðað við tekur per MW.


En hvaðan á orkan síðan að koma??  Sigmundur Einarsson á hér frábæran pistil um málið á Smugunni - skyldulesning allra með áhuga á framtíð þjóðar

http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2503

Og lausnin? Jú, byrjum að nota réttar upplýstar tölur og upplýsingar til þess að vega og meta framtíð okkar. Ekki upphrópanir hagsmunaaðila.


Þann 11.11. klukkan 11 gerðist þetta 1918 - í dag er það Bloggheimur :)

 

Á þessum degi árið 1918:

World War I ends. Germany signs an armistice agreement with the Allies in a railroad car outside of Compiègne in France. The war officially stops at 11:00 (The eleventh hour of the eleventh day of the eleventh month) this is annually honoured with two-minutes of silence.

Ps. Sá þetta á Facebook


mbl.is Nýr bloggvefur í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir undirbýr endurkomu sína í stjórnmálin

Eða hvað? Ég yrði að minnsta kosti ekki undrandi eftir þessar fregnir.

En hvað er getur ISG gert til þess að losna undan þessari sjálfs ásökun sem er niðurrífandi og sjálfseyðandi?

Jú, uppgjörið sem gæti bjargað samvisku hennar felst í að stíga fram, segja satt og rétt frá því sem gerðist og gera allt sem í hennar valdi er fært til þess að bæta skaðann.


Allt annað er bara þvaður til þess gert að undirbúa jarðveginn fyrir endurkomu hennar í stjórnmálin, eða það sýnist mér.

Já, ég er að hugsa um að hætta þessu endalausa tuði hér á blogginu. Hér eftir (vonandi) mun ég ekki tuða án þess að færa fram lausn á sama tíma. Get ekki boðið mér og öðrum upp á meira niðurrif. Það er um allt í umræðunni hvort eð er, og hefur afar litlu breytt.


mbl.is Ásakar sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið ætlar að tryggja lítilli fjölskyldu áframhaldandi einokun á matvörumarkaði - Samfylkingin grefur sér gröf

Þetta er vægast sagt ótrúleg staða sem upp er komin. Jón Ásgeir og félagar hafa öðrum fremur teflt hvað djarfast í fjárfestingum sínum og skuldsetningu. Félagarnir hafa fyrir allra augum notið þess verulega vel og borið mikið úr býtum, en eins og berlega hefur komið í ljós á undanförnum mánuðum - að mestu á kostnað þjóðarinnar allrar.

Hvað veldur því að Kaupþing ætlar nú að tryggja fölskyldunni sem búin er að kosta bæði bankann og þjóðina alla, gríðarlega fjármuni, áframhaldandi eign á Högum? Þetta ævintýri Jóns Ásgeirs er í heildina búið að kosta okkur væntanlega nú þegar hundruði milljarða, að ekki sé talað um hvað einokunar staða Haga á smásölumarkaði er búin að kosta þjóðina.

Ætlar ríkið nú að tryggja einokunina áfram? Á það ekki einmitt að vera hlutverk ríkisins að tryggja löglega eðlilega samkeppni? Að gæta þess að enginn hafi yfir 30% markaðshlutdeild? Að beita sér í gegnum samkeppniseftirlitið ef einhver fer yfir 30%?

Fyrirtækjastæða Haga er með yfir 60% markaðshlutdeild. 60%!!

Það þýðir að þeir stjórna alfarið verðlagningu á þeim markaði og það á öllum stigum. Bæði hjá birgjunum sínum sem og keppinautunum.

Þetta er ólíðandi ef að þessi samstarfssamningur fer í gegn. Verði þetta að veruleika mun ég reyna að finna mér vettvang einhversstaðar til þess að setja krafta mína í að berjast við þessa risa.

Vonum heitt og innilega að þetta séu aðeins vindmyllur Don Kíkóti.


mbl.is Tugmilljarða afskriftir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband