Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Jón Baldvin að refsa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir valdhrokann?

Jón Baldvin Hannibalsson hefur ákveðið að stíga aftur fram á forystuvöllinn í stjórnmálum. Þetta gerir hann að virðist miðað við yfirlýsingar, einungis til þess að refsa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að hafa ekki tilkynnt um afsögn sína í dag. Ef rétt reynist finnst mér það heldur vafasöm ástæða fyrir því að snúa aftur.

Það er mikið fremur að Samfó og þjóðinni reyndar vanhagi um leiðtoga sem hafa skýra stefnu og áherslur um hvernig eigi að bjarga þjóðinni á þessum erfiðu tímum.

Prinsipp barátta innan elítunnar í vel eða létt spilltum stjórnmálaflokkum er gríðarleg tímaskekkja.


mbl.is Jón Baldvin fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktísk mistök og valdhroki ISG - Tími Jóhönnu er núna hjá Samfylkingunni

Ingibjörg Sólrún finnst mér með þessari yfirlýsingu sinni sýna af sér bæði valdhroka og mikið taktleysi. Það er nýlega komið fram að 70% aðspurðra innan Samfylkingarinnar vildu sjá Jóhönnu sem næsta formann. Núna hefur ISG tekist að stíga Jóhönnu til hliðar í einhvers konar undarlegri meðvirkni blöndu þar sem að Jóhanna ætlar að sjá um flest og jafnframt styðja undir með ISG í formanninum.

Undarlegt verð ég að segja.

Ég hef fulla samúð með veikindum Ingibjargar og þeim erfiðleikum sem þeim fylgja. Ég hef hins vegar ekki skilning á því hvers vegna manneskjan les ekki bara í tíðarandann og kýs að nýta tímann næstu mánuðina til að jafna sig og taka til í eigin ranni.

Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er náttúrulega ekki í Samfylkingunni þannig að þetta mál kemur mér í raun ekkert við. Ekki nema að því leyti að finnast það aðeins óþægilegt að sjá hvað Jóhanna að virðist er meðvirk. Varla telst það gott veganesti fyrir það að stjórna landinu.

En það verður augljóslega ekki mikil endurnýjun í framvarðasveitinni á þessum bænum....


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt Valsmenn - til hamingju með bikarinn!

Ágætt að skipta aðeins um veruleika í nokkrar mínútur, stíga út úr stjórnmálaþrasi og fagna þessum góða árangri.

Áfram Valur!


mbl.is Valsmenn eru bikarmeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er fámenni? Það var að minnsta kosti góðmennt - það er næsta víst

Ég mætti á Hlemm rétt fyrir 14 í dag og gekk með Lýðveldisgöngunni svo nefndu niður Laugaveginn. Gangan var fremur fámenn í upphafi, líklega um 40 manns, en bættist jafnt og þétt í hana á leið niður Laugaveginn og var líklega orðið um 100 manns þegar við komum niður Bankastrætið. Verður vonandi enn fleira næst.

Á Austurvelli myndi ég giska á að hafi verið 300-400 manns í dag og eins og sést á fréttinni er það skilgreint sem fámenni. Ég velti því fyrir mér á hvaða forsendum það er metið og hverra það er hagur að tala niður þessa fundi. Þetta er vissulega fámennara en þegar að fundirnir töldu þúsundir og mest upp undir 10.000 manns, enda er krafa flestra um afsögn fyrri ríkisstjórnar augljóslega orðin að veruleika.

Í dag snerist fundurinn meðal annars um kröfu gegn verðtryggingunni og frystingu eigna auðmanna. Þar er að sjálfsögðu átt við þá fjárglæframenn sem grunaðir eru um glæpsamlega verknaði.

Krafan um gagnsæi, um hreinsun í spillingunni, krafan um lýðræði ekki flokksræði. Krafan um að menn og konur beri ábyrgð á eigin gjörðum og lífi er enn í fullu fjöri.

Höldum byltingunni vakandi gott fólk.


mbl.is Fáir þátttakendur í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru eftirlitsstofnanir að fela og fyrir hverja? - Þarf að rannsaka sérstaklega gríðarlegt streymi fjármagns úr landi þennan dagpart sem opnað var fyrir það af fyrrum Seðlabankastjóra

Þetta er náttúrulega skammarlegt ef satt reynist, að embættismenn, framkvæmdavaldið, sé að standa í vegi fyrir því að hægt sé hefja alvöru rannsókn á efnahagshruninu hér á landi.

Auðvitað byrjar mann strax að gruna að ástæðan sé einfaldlega sú að eitthvað megi ekki líta dagsljósið.

Fyrir hverja er verið að fela mál?

Þennan dagpart sem að Davíð sem Seðlabankastjóri opnaði fyrir peningastreymi til og frá landinu runnu víst gríðarlegar upphæðir úr landi. Fyrir hverja var opnað og hverjum tengjast þeir?

Þetta eru ásamt hundruðum annarra, spurningar sem brenna á þjóðinni.


mbl.is Tregða við upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi hér vera mögulegur hluti ástæðunnar fyrir því að Árni Matt og fleiri fyrrum ráðherrar eru að draga sig til baka?

Það verður vissulega forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Sama hvað verður, verður allt meira en ég hef trú á að komi frá þessari nefnd.

Ég hef allan tímann hallast að því að nefndin starfi bara í sína tíu mánuði og komi svo fram með fréttatilkynninguna: "Það fór allt í klessu - vissulega afar óheppilegt en lítið við því að gera héðan af"

Ég vona svo sannarlega að nefndarfólk og aðrir sem að málum koma afsanni orð mín algerlega.


mbl.is Ráðamenn í skýrslutökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblindir Ameríkanar grýta "klasa" grjóti úr glerhúsum

Á hverju ári veiða frumbyggjar Alaska tugi hvala og er það í nafni réttinda frumbyggjanna. Hefðarréttur.  Á hverju ári drepa Bandarískir Túnfisk veiðimenn þúsundir höfrunga óvart vegna þess að þeir þvælast í net þeirra. Það er skilgreint sem óheppilegt en engu breytt í ferlinu.

Íslendingar hafa eins og Alaska búar um langt árabil veitt hvali, það hlýtur því að vera sami hefðarrétturinn sem á við hér. Að ætla okkur annað er einfaldlega siðblinda.


mbl.is Bandaríkin fordæma hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta plott? Fyrsta skrefið í átt að myntbandalagi við Norðmenn?

Mér datt það bara skyndilega í hug þegar ég las það að Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefði verið fyrsti gestur nýsetts Seðlabankastjóra í dag.

Persónulega myndi mér reyndar hugnast það betur en ansi margt annað, ef þjóðirnar næðu saman um myntbandalag. Ansi margt líkt með þjóðunum og hagsmunir okkar á heimsmarkaði skarast víða. Þeir hafa fram yfir okkur mikla olíusjóði, við fram yfir þá mikla græna orku í gufuafli.

Ef valið þyrfti að standa á milli samstarfs við Noreg eða endanlegt afsal sjálfstæðis til Evrópusambandsins myndi ég alltaf kjósa heldur Noreg.  Hvað með þig?


mbl.is Stoltenberg fyrsti gestur seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óljóst með Davíð - en vegna óviðráðanlegra orsaka hefur blaðamannafundi Borgarahreyfingarinnar verið frestað í dag! Tilkynning um nýjan fundartíma verður send út hið fyrsta

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur blaðamannafundi Borgarahreyfingarinnar verið frestað í dag!  Tilkynning um nýjan fundartíma verður send út hið fyrsta

 


mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formleg úrsögn úr Íslandshreyfingunni sem er taktlaus orðin með eindæmum - gengur inn í sundurleitan hóp Samfylkingarinnar - hugsjón þeirra dó rétt í þessu

Ég segi mig hér formlega úr Íslandshreyfingunni.

Ég hef lengi gengið með þá von í brjósti að Íslandshreyfingin myndi taka af skarið og ganga í samstarf við grasrótina sem mér persónulega fannst eina eðlilega skrefið. En nei, hreyfingin valdi fremur að stíga inn í algerlega afskiptan hóp umhverfissinna í Samfylkingunni. Hóp sem hefur fengið að semja stefnumál en aldrei fengið að fjalla um þau. Hóp sem þingflokkur Samfylkingarinnar virðist einungis líta á sem hóp um atkvæðaveiðar en ekki stefnu sem ætlunin er að framfylgja.

Man einhver hérna eftir því að Fagra Ísland hafi verið rætt opinberlega af alvöru hjá þingflokki Samfylkingarinnar síðan FYRIR kosningar 2007?

Steinggrímur J. orðaði þetta best, skítlegt eðli og það bitnar hér á umhverfisfólki sem virðist ekki sjá ljósið og er fast innan Samfylkingarinnar þar sem er að finna mun mun fleiri stóriðjusinna en umhverfisfólk.

Kannski er það vel, kannski verður þess þörf við uppbygginguna sem nú þarff að fara fram. En það er ömurlegt til þess að hugsa að fjárglæframenn hafi ekki einungis þrælbundið okkur fjárhagslega áratugi fram í tímann heldur að auðlindir okkar þurfi einnig að misnota til að reyna að greiða fyrir partýið.

Auðlindirnar á að sjálfsögðu að nýta, en í samræmi við sjálfbærni og virðingu við náttúru.

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur blaðamannafundi Borgarahreyfingarinnar verið frestað í dag!  Tilkynning um nýjan fundartíma verður send út hið fyrsta


mbl.is Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband