Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvernig er æðsti ráðamaður þjóðarinnar EKKI ábyrgur??

Nú þegar að hann hefur augljóslega vitað amk nánast allt þetta ár, líklega haft afar sterkan grun undanfarin tvö og hálft ár, hvernig ber hann þá EKKI ábyrgð á því að hafa ekki sett bankamönnum (sem hann augljóslega telur að fullu ábyrga samkvæmt þessari frétt) hömlur með lögum??

Ég spyr aftur, hvernig ber forráðamaður ríkisins ekki ábyrgð á því að stöðva ekki þróun sem augljóslega stefndi efnahag landsins alls í voða?

Ég er á því að Geir sé að virðist í ekki minni afneitun en títt nefndur Davíð Oddsson.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um yfirlýsingar sem eiga að láta okkur líða betur

Það er svo einfalt að fullyrða um eitthvað við almenning í landinu sem skilur upp til hópa lítið í hagfræði.  Meðan að greiðslur eru ekki hafnar á nýsköpuðum erlendum skuldum er afar auðvelt að skapa jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd.  Á næstu 2 árum verður útflutningur hlutfallslega hár miðað við innflutning.

Þetta snýst hins vegar dramatískt við þegar að við byrjum að greiða af erlendu lánunum stóran hluta af VLF. Þá má segja að það reiknast það í raun sem stórfelld aukning á innflutningi og við stöndum þá aftur frammi fyrir verulegum viðskiptahalla.

En datt í hug að henda hér fram nokkrum fullyrðingum sem hefur verið kastað fram nýlega svona til þess að setja smáplástur á svöðusárin okkar:

Gengislækkun stendur stutt

Eignir bankanna standa nánast að fullu undir skuldum

Stjórnarsamstarfið er byggt á sterkum grunni

AGS er að teikna upp verstu mynd - ástandið verður vafalaust mun betra

 

Detta ykkur ekki í hug fleiri slíkar yfirlýsingar?

 


mbl.is Gengislækkun stendur stutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta "hljómar" eins og aðgerð byggð á samvisku

Hljómar segi ég vegna þess að eftir því sem mér hefur skilist (þekki þó ekki þessi tvö tilfelli) hefur mikið af fólki sem ekki var sagt upp, sagt upp af sjálfsdáðum í bönkunum einfaldlega vegna þess hversu ill þeim var farið að líða í starfi.

Það getur ekki verið góð tilfinning að þurfa að sitja allan daginn fyrir framan fólk sem að "maður" persónulega ráðlagði kannski örfáum vikum áður að færa peningana sína í "þennan frábæra áhættulausa sjóð" og neyðast nú til þess að útskýra fyrir þeim að allt sé farið, en það sé að sjálfsögðu "öðrum" um að kenna.

Fær mig þá að sjálfsögðu til þess að velta enn einu sinni fyrir mér hvernig samviska ráðamanna leyfir þeim að hegða sér svoleiðis stöðugt og að virðist án samvisku vegna þess.

Gætir þú sitið áfram við stjórn í ástandi sem þessu?


mbl.is Óskuðu þess að hætta hjá bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra alkunna leyndarmálið

Nú er stóra málið allsstaðar spurningin um hvað gerist ef fólk og fyrirtæki hætta bara einfaldlega að borga.  Hvað gerist þá?

Bankarnir berjast við að finna leiðir til að halda fólki frá uppgjöf því þeir fá jú meira frá okkur ef að við alla vega höldum áfram að borga eitthvað mánaðarlega frekar heldur en að skila bara lyklunum að 120-200% veðsettu húsunum okkar og bílunum.

Í raun er svo sama upp á teningnum með fyrirtækin. Eins og komið hefur fram eru allt að 80% þeirra tæknilega gjaldþrota. Það er í raun gjaldþrota en verður líklega ekki gengið að þeim vegna þeirra katastrófíu sem að það myndi skapa í samfélaginu.  Ruðningsáhrifin í atvinnuleysi og verðbólgu yrðu gríðarleg.

Nú sem sagt berjast yfirvöld og stofnanir við að reyna að láta okkur líða betur með þetta. Líða betur með að þurfa að borga úr blóðugu veskinu næstu áratugina.

Eru framkomnar "lausnir" einhverjum að skapi??


mbl.is Aðgerðir kynntar eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta ekki 50 Finn þá?

Það eru nú nokkur ár síðan að farið var að kalla vafasama gjörninga Finn.  Ef þú náðir 1 Ma. var það 1 Finn, 2 Ma. 2 Finn o.s.frv.

Finnur Ingólfsson var einn aðalmaðurinn í Samvinnutryggingasjóðnum, sjóður títt uppnefndur sjóður hinna dauðu.

Hér er um að ræða sveiflu upp á rúma 50 milljarða þar sem að einhverjir nýttu sér t.d. gamlar óljósar eignir Samvinnuhreyfingarinnar og hreinlega kláruðu.

Eru þetta ekki 50 Finn ca.?


mbl.is Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ASÍ nokkuð trúverðugt frekar en lífeyrissjóðirnir?

Meðan að uppi eru kröftug mótmæli þeirra sem stýra sjóðum um að halda verðtryggingunni til þess að verja sjálfa sig gegn tapi verður fyrir mér stór hluti annars málfflutnings sömu aðila ótrúverðugur.

ASÍ kannski ekki beinn hagsmunaaðili sjóða, en hefur þó á undanförnum dögum sýnt að þeir hafi ekki eingöngu hagsmuni launþega landsins fyrir brjósti.

Er þetta mat rangt hjá mér?


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er bara að rífa fram ungmennafélagsandann :)

Nú eru tímar þar sem þarf að þjappa mönnum saman og gera þetta á félagsandanum.

Áfram Valur - látum þetta ekki draga úr okkur.


mbl.is Uppsagnir hjá Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mínu mati afar vanhugsuð aðgerð

Hér er um afar gott dæmi þess að ræða, þar sem að skipulag er skoðað frá aðeins einni eða fáum hliðum.  Hvert beinist öll þessi umferð sem er þó mokkuð mikil í dag?  Stór hluti hennar að minnsta kosti mun fara inn á Réttarholtsveg, sem að hluta til liggur fram hjá barnaskóla og er því hér um mikið öryggismál að ræða.  Sæi einhver fyrir sér að vesturbæingar t.d. myndu samþykkja að setja 30% umferðar Hringbrautar meðfram Melaskóla?  Aldrei.

En hvers vegna að loka þessari leið?  Af hverju ekki að setja umferð af Bústaðaveginum UNDIR Reykjajnesbrautina?  Kostnaðarsamt? Já.  En hvers virði er það okkur að koma mögulega í veg fyrir aukna slysatíðni barna?

Nú er ekki tími sparnaðar heldur, samfélagið hefur hreinlega afar gott af því að fara í nýjar framkvæmdir núna.


mbl.is Mótmæla fyrirhugaðri lokun harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn önnur snöggsuðan - mjög krítísk lög um gjaldeyrishömlur samþykkt á hundavaði

Ég hef þá trú að lögum í þessum anda hafi verið nauðsynlegt að koma fram, en af hverju í ósköpunum mátti ekki ræða þessi aðeins?  Af hverju ekki að hafa nokkra hagfræðina með sér til að lesa yfir og koma með eigin tillögur, t.d. að fá Lilju Mósesdóttur að málum svona til að fá einhverja utanaðkomandi manneskju með í hópinn. Einhverja með aðra sýn?

Mér hugnast þessi lög ill, en hugnast enn verr algerlega frjálst fall krónunnar og þær skelfinar sem það hefur í för með sér á Íslandi í formi óðaverðbólgu ofan á 7-10% atvinnuleysi á næsta ári.

Því miður fyrir alla frjálsa menn að þá höfum við einfaldlega bara ekki efni á að fara leið frelsisins að fullu í þessu máli.  En hvers vegna í ósköpunum er Alþingi farið að hraðsjóða lög núna til samþykktar??


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna ekki að ræða tillögur Lilju Mósesdóttur sem hugmynd að slíku frumvarpi?

Á borgarafundi í Iðnó þann 8. nóvember síðastliðinn lagði Lilja Mósesdóttir til hugmyndir að stjórnun fjármagnsstreymis úr landinu.  Nú velti ég því fyrir mér hvers vegna þær hafi ekki verið skoðaðar til hliðsjónar við vinnuna við þetta frumvarp?

Ég er sammála Lilju með það að ef á annað borð verður að reyna að stýra fjármagnsflutningum, þá er það ærlegra að gera það með skattlagningu en með vali sem getur verið stýrt af t.d. tengslum o.fl . sem við þekktum vel í kerfinu fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan.

Sjá tillögur Lilju hér:

 


mbl.is Segir lögin fagnaðarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband