REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ að grínast?

xENei, við stöndum einfaldlega frammi fyrir aðeins þremur praktískum valkostum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fjórflokksmeðlimir reyna að sjálfsögðu að láta þetta hljóma eins og kjánaskap enda kemur það þeim afar illa að fram komi framboð sem eru óháð þeirra sérhagsmunum.

Valkostirnir sem að við stöndum frammi fyrir á kjördag eru einfaldlega:

  1. Skattahækkanir - að hækka álögur á borgarbúa enn frekar með sköttum og gjaldskrárhækkunum.
  2. Niðurskurður - að skera enn meira niður í grunnþjónustunni, sem þegar hefur verið skert mikið þrátt fyrir yfirlýsingar borgarfulltrúa um annað
  3. Selja eignir - að nýta eignir borgarinnar til þess að verja borgarbúa fyrir enn frekari þrengingum.

Hvort vilt þú lesandi góður taka á þig meiri birgðar og/eða niðurskurð eða nýta sameiginlegar eignir borgarbúa til þess að skapa verðmæti meðan að versta kreppan skellur yfir?

Fyrir mér snýst praktíska spurningin  fyrst og fremst um þessa þrjá kosti.

Huglæga hlið málsins er síðan einfaldlega þannig fyrir mér að eftir algera óstjórn og mesta óstöðugleika í borgarstjórn og rekstri sem að við höfum nokkurn tímann upplifað í borginni, get ég bara með engu móti fengið af mér að kjósa sama fólkið áfram og lék þar stóru hlutverkin. Þess vegna meðal annars varð REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ til. Við erum hópur fólks sem að treystir einfaldlega ekki fjórflokks fulltrúunum til þess að verja og berjast fyrir hagsmunum okkar fram yfir þeirra eigin hagsmuni og flokkanna þeirra.

Þess vegna er valið kannski enn einfaldara fyrir þessar kosningar, kannski snýst valið bara um tvo valkosti við stjórnleysi fjórflokksins. Grín eða alvöru.

Okkur hjá REYKJAVÍKURFRAMBOÐINU er full alvara í því að ætla að beita okkur af hörku fyrir því að verja hagsmuni borgarbúa, að létta sérstaklega á með þeim sem verst standa og bakfæra aftur þann niðurskurð sem orðið hefur á grunnþjónustunni undanfarin misseri.

Við treystum okkur til þess vegna þess að við veljum kost 3 hér að ofan. Við munum nýta eign borgarinnar í Vatnsmýrinni til þess að standa undir því að hér verði rekin borg með velferðarkerfi og grunnþjónustu sem sómi er að.


mbl.is Vatnsmýrin „í gíslingu" fjórflokksins í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alltaf gaman að sjá pistla sem lýsa því að gamanið sem þar er sett fram sé meint í fullri alvöru.  Gott grín getur alveg verið dauðans alvara og alvaran skellihlægileg.

Heilmikil umræða um þetta töfrabragð í borgarmálunum hefur farið fram á mínu bloggi og hafi einhver áhuga á að lesa það, má sjá það hérna

Axel Jóhann Axelsson, 21.5.2010 kl. 11:26

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hverjum skyldi nú eiga að selja þessa blessaða Vatnsmýri?

Mér er ekki kunnugt um að það bíði margir og nagi þröskulda hjá borginni í leit að lóðum undir húsnæði af neinum toga.

Hvað þá ef talað er um dýrasta landsvæði til undirbúnings en finnst á þurru landi á Íslandi.

Þarna er um að ræða land sem eftir er að skipuleggja og þar að auki er þarna um að ræða hápólitíska ákvörðun sem hvergi hefur verið undirbúin né heldur að nokkurt samkomulag sé þar í augsýn.

En til að allrar sanngirni sé nú gætt þá hafa glöggir menn fullyrt við mig að byggingarlóðir í Vatnsmýri muni verða fyrr tilbúnar og að mun ódýrari en sambærilegar lóðir á tunglinu. 

Margir telja þó lóðir á tunglinu meira svona spennandi.

Árni Gunnarsson, 21.5.2010 kl. 17:47

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvergi kemur fram í stefnu framboðsins að til standi að selja lóðir í Vatnsmýrinni nú þegar. Við viljum þó berjast fyrir því að staðfest verði nýtt skipulag þar sem er íbúabyggð í Vatnsmýrinni.

Lántaka út á gott veð virðist vera mörgum til furðu. Hvers vegna er það undarlegra að taka lán með góðu veði að baki því, heldur en að ætla að fara leið Samfylkingar og taka lán án veðs? Lán sem að virðist engin áætlun um endurgreiðslu á önnur en skattahækkanir eftir 2-3 ár.

Þá kýs ég a.m.k. heldur lántöku með góðu veði sem býður upp á betri lánakjör.

En hvers vegna er þetta það eina sem fólk hefur áhuga á að ræða? Ég er afar stoltur af stefnumálunum okkar og finnst þau svo sannarlega þess virði að berjast fyrir þeim. Hvort viljum við algera uppgjöf og grín eða nýtt fólk, óháð hagsmunum fjórflokksins sem af heiðarleika og baráttuanda vill takast á við að breyta pólitískri, fjárhagslegri og félagslegri stöðu borgarinnar?

Baldvin Jónsson, 21.5.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband