Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Mislas fyrst - sýndist standa þarna "Ár efnahagsFramfara"

Krossbrá, en að sjálfsögðu var um minn misskilning að ræða.

Árið 2008 er án nokkurs vafa ár stærsta efnahagshruns sem yfir heiminn hefur hrunið, vona bara innilega að 2009 muni ekki slá því við. Það eru allar líkur á því að kreppan sé bara rétt að byrja, bæði hér heima á Íslandi og eins um alla Evrópu. Bretar, sem dæmdu okkur hvað harðast, berjast nú í bökkum á öllum vígstöðvum og verður að teljast afar ólíklegt að Gordon Brown njóti til mikið lengri tíma þessara auknu vinsælda sem hann hefur öðlast undanfarnar vikur, meðal annars vegna viðbragða við hruni íslensku bankanna í Bretlandi.

En hvers vegna erum við enn að lepja upp fréttir eftir greiningardeildum bankanna? Hvers vegna er verið að hlusta eftir ráðleggingum sama fólks og sagði okkur korter í brotlendingu að hér væri allt í stakasta lagi, já hreinlega bara stóðu bankarnir afar vel að mati þessa sama fólks. Er virkilega svo illa komið fyrir okkur að við eigum ekki til betra fólk til þess að leysa þessa einstaklinga af? Verðum við almenningur ekki að mega treysta því að "greiningar" slíkra deilda taki ekki fyrst og fremst mið af hagsmunum bankans sjálfs? Ég persónulega mun að minnsta kosti ekki treysta þesum deildum meðan að þar sitja áfram sömu einstaklingar og mata mig á sínum hugmyndum og draumsýnum.

Við munum því miður flest, það er að segja við venjulega fólkið sem var ekki að tapa einhverjum milljörðum (þrátt fyrir að eiga líklega einn eða tvo milljarða eftir í varasjóði) af hlutabréfum sínum, minnast þessa árs sem uphafsins af erfiðleikunum. Næstu ár munu efalaust verða okkur miklu mun erfiðari en lok ársins 2008 haldi stjórnvöld sig við þá stefnu að ætla hinum minnstu að greiða hlutfallslega mest.

Ég vil skoða betur meðal annars hugmyndir Vilmundar Gylfasonar varðandi ýmis mál, ég vil skoða ítarlega hvað má nýta af aðgerðum Svía eftir hrunið þar snemma á síðasta áratug. Ég vil að við skoðum ALLAR mögulegar aðrar leiðir en að leggja greiðslubyrðina af fullum þunga á þá sem minnst mega við því hér á landi. Við einfaldlega bara verðum að sækja meira af fjármagni til þeirra sem orsökuðu stöðuna hvort eð er að stærstum hluta.

Það voru ekki litla Gunna og litli Jón sem orsökuðu þessa óðabólu og þetta algera hrun.


mbl.is Ár efnahagshamfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangur maður á röngum stað og án vafa í vitlausu húsi ....

Leiðinlegt ef rétt reynist. Ég kýs þó að trúa á sakleysi hans uns sekt er sönnuð. Þarf kannski ekki mikið til þess að vera talinn hluti af slagsmálum á knæpu þegar nokkrir berjast.

Glæsilegur leikur hjá Gerrard í gær, sýndi og sannaði enn einu sinni að hann er einn albesti miðjumaður heimsins í dag. Leika ekki margir eftir honum að skora 2 og skila líka 40 metra sendingum á tærnar á samherjunum. Snilldar leikmaður.


mbl.is Steven Gerrard handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlar fréttir endurteknar - Evran er betri kostur en íslensk króna

Hér er augljóslega á ferðinni fréttatregða eða öllu heldur skortur á nýum fréttum, líklega vegna kyrrstöðu alls svona yfir hátíðarnar. 

Já, sæl kæru bloggvinir og lesendur. Vona að þið hafið haft það verulega gott um hátíðirnar hingað til. Er sjálfur búinn að njóta þess að vera með fjölskyldunni og hef nánast varla litið á tölvu í að verða viku. Hefur verið afar gott frí frá pólitísku þrasi.

Nú fer hins vegar að líða að nýju ári og þá verðum við að vera til taks hvort fyrir annað til þess að láta að okkur kveða og vera tilbúin til þess að keyra af stað breytingar til batnaðar.

Njótum samverunnar með fjölskyldu og vinum fram á nýtt ár, söfnum kröftum. Við munum þurfa á öllu okkar að halda væntanlega á nýju ári vilum við breyta einhverju. Ráðamenn treysta á að við séum að verða södd og leið á kreppu þrasi. Látum ekki þreyta okkur með þusi, hvílum okkur og mætum endurnærð til baráttu á nýu ári.


mbl.is Evran hefði dregið úr fallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

*** Gleðileg Jól ***

Kæru vinir, bloggvinir og lesendur.

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar á árinu. Ég óska ykkur öllum heilshugar Gleðilegra Jóla, Guð gefi ykkur dásamlegan tíma yfir hátíðirnar.

Njótum og mætum mett og endurnærð inn í nýtt ár með nýrri byltingu Smile

1212

Jónatan og Messíana biðja líka að heilsa Wizard


Hvaða bleyðuháttur er þetta í VR félögum???

Þetta er mér óskiljanlegt, hvað gengur þarna á? Var ekki farinn af stað sterkur hópur fólks sem vildi breytingar þarna innanborðs?

Og Gunnar Páll, gjörspilltur eins og hefur sýnt sig, stendur þarna bara keikur og brosandi og ætlar að starfa áfram sem auðmaður innan verkalýðshreyfingar.

Hvað er að gerast??  Mér þykir þetta óskiljanlegt og þætti vænt um að fá hér skýringar ef eitthvert ykkar veit meira um málið.


mbl.is Gunnar Páll einn í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda liggur ekkert á er það Geir?

Mun frekar að segja bara af sér og axla pólitíska ábyrgð þína og þinna strax eftir landsfundinn. Flokkurinn væri meiri af því að söðla um, sleikja sárin, skoða hvað fór úrskeiðis og hefja á ný uppbyggingarstarf byggt á gömlum gildum sem þarf að innleiða í Sjálfstæðisflokkinn aftur, lýðræði.

Sjálfstæðisflokkurinn öðrum flokkum fremur er flokkur þar sem baráttan upp í gegnum valdastigann er svo löng að loksins þegar að menn og konur ná að kveða sér hljóðs, eru þau öll nánast farin að hljómar alveg eins og allir hinir. Verða samdauna af því að kyngja stöðugt sinni pólitísku sannfæringu í þeirri von að komast hraðar áfram.

Ég segi nánast öll vegna þess að nýverið hafa þær Guðfinna og Ragnheiður sýnt að þær eru ekki ennþá að minnsta kosti, settar í sama mót. Vonandi að þær haldi eigin persónuleika og skoðunum áfram í störfum fyrir þjóðina.


mbl.is Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn aðilinn axlar sína ábyrgð - ráðamenn þó enn í algerri afneitun

Gott hjá þér Gísli, enn og aftur segi ég að ráðamenn ættu að taka slík heilindi sér til fyrirmyndar. Því virðist þó ekki vera fyrir að fara, þeir virðast enn algerlega einangraðir frá heilbrigðri skynsemi og almenningsálitinu. Að geta vísað til þess að um 70% andstaða við ríkisstjórnina séu ekki "raddir þjóðarinnar" er einfaldlega afneitun.

Það er til lausn við afneitun. Fyrsta skrefið er að viðurkenna vanmátt sinn og stjórnleysi. Ég tel því miður afar litlar líkur til þess að valdafíklarnir taki það skref af eigin rammleik.


mbl.is Vanhæfur í málefnum peningamarkaðssjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælendur standa sig margir hverjir eins og hetjur - hugmyndaauðgin skín þar í gegn

Þetta líkar mér vel. Í tilvísaðri frétt hérna er verið að segja frá frumlegum leiðum til mótmæla. Árni sem þar sést er að standa sig afburða vel.

Mótmælin hafa sumsstaðar farið úr böndunum, hér er hins vegar á ferðinni snilldar leið. Nettur húmor, en beittur. Þeir sem til finna vita upp á sig sökina þarna vænti ég.

Nú fer ég þó að snúa mér að Jólahaldi og kærleiksstundum með mínum nánustu. Látum hátíðirnar ganga fyrir með fjölskyldunni, börnin þurfa á okkur að halda þar. Komum tvíefld til baka, full nýjum ferskum hugmyndum eftir hátíðirnar.


mbl.is Tætir sundur skuldir heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmi þess að ríkisstjórn Íslands sé að bera fyrir sig AGS kröfur á fölskum forsendum

Eins og allir eðlilegir hagfræðingar myndu ráðleggja, ráðleggur framkvæmdastjóri AGS ríkisstjórnum heims að auka ríkisútgjöld til þess að efla hagvöxt. Það er með því allra fyrsta sem manni er kennt í hagfræði að aukin ríkisútgjöld auki hagvöxt. Aukin ríkisútgjöld til uppbyggingar á til dæmis menntakerfi, vegakerfi og öðrum stoðkerfum veldur líka langvarandi aukningu á hagvexti.

Hvað gerir ríkisstjórn Íslands?  Jú, dregur úr öllu. Setur samfélagið í algera frystingu og ber fyrir sig enn einu sinni á síðustu vikum og mánuðum að það sé að áeggjan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Erum við ekki öll orðin sammála um það þetta fólk er óhæft til þess að leiða það verk sem framundan er? Verðum við ekki augljóslega að skipta inn á ferskum leikmönnum?


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg og óeðlileg afskipti af rekstri?

Ég er og hef verið talsmaður aðgerða. Talsmaður þess að við veljum fyrir okkur sjálf að láta ekki valta yfir okkur lengur. Að við veljum sjálf að eiga ekki viðskipti við þá aðila sem væntanlega eiga stóran þátt í stöðunni sem þjóðin er í í dag.

Ég er hins vegar ekki talsmaður viðskiptaþvingana með hótunum. Það felst yfirdrifið næg yfirlýsing í því að beina einfaldlega viðskiptum sínum annað. Ég les ekki DV og ég kaupi það ekki. Það er mín yfirlýsing um að mér líkar ekki blaðið og stefna þess. Það dregur úr lestri blaðsins og lækkar þar með auglýsingatekjur þess, ef nógu margir aðilar velja að lesa það ekki. Þannig höfum við áhrif.

Ég hringi hins vegar ekki í alla sem lesa blaðið og hóta þeim. Það er sami hlutur og að hóta þeim sem þar auglýsa. Fólki verður að vera frjálst að velja hvar það á sín viðskipti.

Ég á það einfaldlega við mína samvisku sem og þið hin. Veljum fyrir okkur og segjum frá því en hótum ekki þeim sem kjósa ekki enn að fylgja okkur.


mbl.is Auglýsendum DV hótað með válista?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband