Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Norsk króna - góð hugmynd! En hafa Norðmenn einhversstaðar gefið jákvætt svar á þær hugleiðingar?

Eina sem ég man eftir að hafi heyrst frá Norðmönnum varðandi þetta mál var að einhverjir þingmenn þar sögðu í viðtali að það kæmi aldrei til greina.

Hefur eitthvað breyst?

Hvernig væri að fá það skýrt fram - gæti sparað okkur verulega vinnu við aðildarviðræður hjá ESB.


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef oft vísað í húmor Geirs áður - hér er hann að sjálfsögðu án vafa að grínast meira, er það ekki?

Óttast hann að verði meiri sundrung og misklíð í verðandi ríkisstjórn en þeirri sem okkur tókst að koma frá??

Auðvitað hlýtur hann að vera að grínast með það. Ríkisstjórn getur held ég bara varla fræðilega verið sundurleitari eða meira ósamstíg en fráfarandi ríkisstjórn. Í versta krísuástandi sem að hefur riðið yfir þjóðina í fjölmargar kynslóðir líður bara og bíður og nákvæmlega ekkert gerist. Engin áætlun, engin aðgerðarpakki sem er kominn af stað, ekkert - nákvæmlega ekkert.

Það eina sem hefur veirð kynnt eru íslenskar þýðingar á skilyrðum og aðgerðarpakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væri miðað við það í raun ódýrara að taka bara við tilskupunum frá þeim (sem að sjálfsögðu munu líklega senda á endanum þjóðina alla leið á höfuðið) heldur en að vera að taka við tilskipunum frá þeim OG borga öllu þessu fólki hér heima laun við skjalaþýðingu fyrir hönd AGS. Það fást löggiltir skjalaþýðendur til verksins fyrir mikið lægri upphæðir.

En valdhroki Samfylkingar, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks skín í gegnum þessa ætluðu stjórnarmyndun. Það er ljóst. Hefði þetta fólk snefil af auðmýkt til að bera hefði það boðið Forseta vorum upp á að sett yrði utanþingstjórn samhliða stjórnlagaþingi.

Það hefði verið eina ærlega lausnin á skelfilegu ástandi. Ég er hræddur um að við munum búa við sömu málefna deyfð næstu mánuðina fram að kosningum eins og við höfum þurft að þola hingað til frá hruninu.

Er ekki rétt að vera ekkert að ganga frá pottununum og sleifunum strax?


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hatur - þetta heitir rökhyggja og hæfileiki til þess að sjá hlutina í víðara samhengi

Það er að sjálfsögðu bara mín skýring sem kemur hér fram í fyrirsögninni. En út frá mínum sjóndeildarhring hata ég ekki Davíð Oddsson og hef aldrei. Hann er meira að segja eini stjórnmálamaður sem að ég man eftir að hafa á einhverjum tíma haft alveg sérstakt dálæti á.

Ég tel hins vegar augljóst að alger vanhæfni Geirs og félaga til þess að sjá tjónið sem af Davíð hefur hlotist hafi á endanum valdið þeim enn meiri skaða, skaða sem að þeir hefðu ekki tekið sénsinn á fyrirfram heði þeim grunað hver yrði niðurstaðan. Ég er ekki að tala um skaða gagnvart þjóðinni, hann virðist vera Sjálfstæðismönnum ótengdur með öllu miðað við yfirlýsingar þeirra þar um undanfarið og miðað við áramótaávarp Geirs eru fáir sem geta bjargað okkur nema Guð almáttugur sjálfur.

Nei, skaðinn sem að ég er að tala um er algert hrun í stuðningi hjá þjóðinni við Sjálfstæðisflokkinn. Algert hrun í skoðanakönnunum. Algert hrun innan flokksins í stuðningi við formanninn sem hefur afar sjaldan gerst þar innanborðs. Já algert hrun á tiltrú á flokknum og stefnu hans.

Hefðu þeir ekki brugðist öðruvísi við í lok september hefðu þeir séð þetta fyrir?

Ég er ekki viss. Þeir sáu nokkuð skýrt fyrir í október 2007 hvert stefndi eð bankakerfið og lokuðu bara augunum. Það kannski virkar í miklum hagvexti, að loka bara augunum og bíða (að "Haardera" eins og það er títt kallað þessa dagana) en í fyrirsjáanlegu kerfishruni virkar það ekki, augsýnilega

... bara alls ekki.


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skref í rétta átt - ættum að fylgja fordæmi Barack Obama varðandi siðareglur

Mér lýst vel á það að fá sérfræðinga til þess að gegna ráðherraembættum, en velti þó einu fyrir mér. Ég geri mér grein fyrir því að tíminn er naumur, en væri ekki eðlilegast samt að auglýsa þessar stöður og velja úr hópi einstakling þann hæfasta? Gylfi er eflaust afar hæfur en þolir þá þar af leiðandi samkeppni um umsókn væntanlega. Þá er verið að leita að konu í starf Dóms- og Kirkjumálaráðherra og legið í einhverri einni eða tveimur. Af hverju ekki að auglýsa??

Annars langaði mig að skrifa þessa hugleiðingu mest til þess að benda nýrri ríkisstjórn á plagg sem að hún ætti samstundis að þýða, staðfæra og gangast undir. Eitt fyrsta verk BBarack Obama í embætti var að láta semja siðareglur og skulu allir embættismenn sem ráðnir eru og koma inn við forsetaskiptin skrifa undir þær siðareglur.

Ég sá þessa hugleiðingu hjá Jóni Ólafssyni heimspekingi þar sem er vísað í þetta skjal Obama.  Þetta þykir mér afar góð hugmynd og til þess fallin að breytingarnar og hreinsunin geti hafist þegar í stað.

Hvað segið þið kæra ríkisstjórn?  Eruð þið tilbúin til þess að skrifa undir og taka af allan vafa um einlægan vilja ykkar til þess að breyta hlutunum?

Í siðareglum Obama er meðal annars tekið fyrir að embættismenn þiggi gjafir frá "lobbyistum" (mætti líklega þýða sem hagsmunaaðilar á íslensku, er ekki alveg það sama en tekur á málinu í heild), tekið fyrir að embættismenn séu að vinna að málum fyrstu 2 árin sín í embætti sem ná yfir hvers lags tengsl við fyrri vinnuveitanda og margt fleira gott þarna.

Hvet ykkur til þess að kynna ykkur skjalið.


mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilt þú fá 500.000 Evrur frá ríkisstjórninni?

Nú er það að minnsta kosti orðið löglegt að virðist.

Ætli yfirtaka ríkis á banka falli þá ekki undir lögin?

Mér finnst samt nokkuð merkilegt að þetta skyldi vera ekki frétt nánast, varð ekki var við að hún fengi mikla umfjöllun fjölmiðla. Samt kristallar þessi frétt svo vel hvernig reglugerðar verkið er í dag og verður enn frekar ef ESB aðild verður að veruleika.

Það eru sem sagt einhver jakkaföt úti í heimi sem að hafa völd, eða trúa því að minnsta kosti, yfir því hvernig ríki EFTA landanna geta stutt við atvinnulífið í aðildarlöndunum.

Veit það einhver, er þetta hámark á ríkisstuðning það sama í ESB?


mbl.is Gefur út tilmæli til að liðka fyrir ríkisaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar - má tengja þær ferðaþjónustu? Einnig skilaboð um lýðsstjórn frá Herman Goering

Ég hef hitt og leiðsagt mikið af erlendum ferðamönnum. Almennt virðast þeir skiptast í svona 3/4 á móti 1/4 - sem sagt 25% sem að eru andvígir hvalveiðum. 75% ekki endilega fylgjandi samt, bara hafa til dæmis ekki skýra afstöðu. Þegar ég hef síðan rætt málið við þessi 25% er ástæða afstöðu þeirra mjög gjarnan byggð á markaðsmennsku andstæðinga hvalveiða en ekki þeirra persónulegu skoðun eða tilfinningu á málinu. Það mætti því segja mér að með markaðssókn megi hreinlega selja ferðir til að fólk geti orðið vitni að hvalveiðum. Já, ég er umhverfissinni sem að hef enga sérstaka afstöðu sjálfur um hvalveiðar. Sé ekki stórkostleg rök á móti þeim önnur en þau að í dag erum við að tapa á því að stunda þær. Það er einfaldlega "bad business". Annað hvort eigum við að veiða hvali og sækja á markaði með þá hugmynd sem nýjan möguleika í ferðaþjónustu, eða bara sleppa þessu alfarið.

Langaði síðan að smella hérna inn yfirlýsingu sem að hefur verið höfð eftir Herman Goering að mér skilst. Tek fram að ég er enginn áhugamaður um manninn, en finnst lýsing hans á lýðnum skelfilega nálægt sannleikanum og margsönnuð af mannkynssögunni.

“Naturally the common people don't want war; neither in Russia, nor in England, nor in America, nor in Germany. That is understood. But after all, it is the leaders of the country who determine policy, and it is always a simple matter to drag the people along, whether it is a democracy, or a fascist dictatorship, or a parliament, or a communist dictatorship. Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you have to do is to tell them they are being attacked, and denounce the pacifists for lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in any country.”

Herman Goering


mbl.is Skýr skilaboð frá Svíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegt að heyra Egill....

... hefði nú talið að sömu forsendur ættu að geta átt við um rekstraraðila og einstaklinga, sem að hafa þegar skilað tugum ef ekki hundruðum lóða. Verðum við ekki bara að setja upp einhvern rekstur þarna?

Annars skil ég ekki alveg af hverju þú ert að spenna svona út magann þarna yfir hliðarspegilinn? Er þetta ekki með verri myndum sem sést hafa af þér í langan tíma?

Nei í alvöru lesandi góður, maðurinn er í flottu formi - þessi mynd getur ekki talist lýsandi......Whistling


mbl.is Brimborg fær ekki að skila lóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave málið á án nokkurs vafa að fara fyrir dómstóla - en vandinn er....

... mest í því fólginn að komast að því hvaða dómstólar ættu að taka málið fyrir?

Við samþykkjum ekki að þetta fari fyrir breskra dómstóla og þeir án vafa munu ekki una niðurstöðum íslenskra dómstóla. Þá er vafamál hvort að Evrópudómstóllinn taki svona mál fyrir og hvort að hann hafi þá eitthvað úrskurðar vald í málinu yfir höfuð.

Hugmyndin um að setja saman óháðan dómstól samsettan dómurum frá öllum Evrópulöndunum hefur líka verið reifuð, en enn er engin búin að svara spurningunni án vafa.

Best væri að sjálfsögðu að reka málið í Frakklandi þar sem að þegar hefur verið ályktað um svipað mál að þessi lög um tryggingar á innistæðum eigi ekki við þegar um algert hrun á fjármálamarkaði er að ræða eins og raun ber vitni. En að sjálfsögðu er afar ólíklegt að Bretar myndu samþykkja að reka málið þar.

Það er þó ekki um það að ræða að við séum að fara fram á að bera enga ábyrgð, en mér finnst það sanngjörn krafa að ábyrgjast ekki meira en dómur kveður á um. Hvers vegna að dæma okkur til þess að bera hámarks ábyrgð á öllum reikningum þegar að fjölmargir þeirra báru mun lægri innistæður en hámarks ábyrgðin kveður á um?

Við eigum að sjálfsögðu að sækja hart að fá hlutlausan dómstól til þess að úrskurða um öll þessi vafaatriði.

Minni að lokum á kosningu nafns á hreyfinguna á http:lydveldisbyltingin.is

 


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein frábær tilvitnun í Keynes skýrir ýmislegt

 

Capitalism is the astounding belief that the most wickedest of men will do the most wickedest of things for the greatest good of everyone. --Keynes

 

Minni svo á að nú stendur yfir kosning um nafn á Lýðveldisbyltinguna (vinnuheiti) - sjá tilkynningu meðal annars á vef Lýðveldisbyltingarinnar.


mbl.is Aukin staðgreiðsla hefur áhrif á gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að gefa Davíð bara starfsleyfi?

Það skiptir líklega litlu máli hvort að Davíð Oddsson er í vinnu eða ekki. Eftirlaunalögin sem að hann meðal annarra kom á veita honum svo ríkulegar mánaðargreiðslur að það skiptir ekki launalega máli fyrir þjóðina hvort að hann er í vinnu eða ekki.

Það virðist hins vegar mæla margt með því fjárhagslega fyrir þjóðina að í Seðlabankann verði ráðinn nú þegar í topp stöðuna einhver sem að hefur mikla fagþekkingu á málum og mikla reynslu af stjórnun fjármálamarkaða.

Er þetta ekki möguleg lausn?


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband