Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Skjálftaspark í vesturbæ Reykjavíkur - góður undirbúningur fyrir leiðsögn um Reykjanesið á morgun :)

Já, það er alltaf svolítið spennandi og jafnframt ógnvekjandi að finna svo skýrt fyrir jarðskjálfta. Við Íslendingar teljum okkur gjarnan vera orðin ansi sjóuð þegar kemur að náttúruhamförum, en þetta er nú samt bara eitthvað sem að maður venst aldrei fyllilega. Skjálfti yfir 4,5 á Richter á Reykjanesinu eða á Hengilssvæðinu er yfirleitt nógu kröftugur til að ná vel athygli manns hérna í vesturbæ Reykjavíkur.

Verður samt gaman hjá mér á morgun að leiðsegja nokkrum erlendum ferðamönnum um Reykjanesið. Var með sama hóp á ferðinni fyrir þremur dögum síðan um Suðurlandið og austur að Vík þar sem ég sagði þeim meðal annars frá skjálftanum síðasta vor og svo skjálftunum í júní 2000. Var þó stórkallalegur og sagði þeim að landinn væri almennt orðinn svo vanur smá jarðhræringum að við skiptum varla orðið um umræðu efni þegar riðu yfir skjálftar, ekki fyrr en um og yfir 5 á Richter að minnsta kosti Whistling

Verður gaman hjá mér á morgun - fólkið hefur vonandi tekið vel eftir skjálftanum í kvöld.


mbl.is Skjálftinn mældist 4,7 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að strita fyrir AGS? - Datt í hug að horfa á þessa títt umræddu Zeitgeist mynd loksins

Erum við að strita fyrir Ísland eða fyrir AGS og monopoly heimsins?

Verður hver að dæma fyrir sig að sjálfsögðu, persónulega er ég að strita fyrst og fremst til þess að komast af en tel nokkuð ljóst að margfalt betri efnahagsstjórn en hér ríkir og hefur ríkt, myndi án vafa skila mér meiri árangri af eigin striti.

Hvað um það, skelli Zeitgeist myndinni hérna inn til þess að hafa fljótlegan aðgang að henni sjálfur síðar.

 


mbl.is Íslendingar strita mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VANHÆF RÍKISSTJÓRN!!! - Verðtrygginguna verður að afnema í einum grænum

Það er alveg ljóst og kristaltært að lítil sem engin aðstoð muni bjóðast landanum fyrr en verðtryggingarómyndin verður aflögð. Hún er daglega að ræna þjóðina meiru og slær í raun á hverjum degi nýtt Íslandsmet í því að vera stærsti þjófnaður sem hér hefur orðið.

Ríkisstjórnin leggur til lausnir sem valda samfélaginu skaða - eru það lausnirnar sem okkur var lofað?

Þetta frumvarp er verulega vanhugsað og mátti vera öllum ljóst að slíkar skattahækkanir ofan í verðtryggða vísitölu myndu hafa gríðarleg keðjuverkandi áhrif. Já, þeim var þetta svo ljóst að Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hafði meira að segja sérstaklega orð á því að þetta hefði gerst alveg eins síðast. Eða eins og hann sagði orðrétt: " Þetta væru sömu áhrif og samskonar aðgerðir fyrr í vetur hefðu haft."

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hittu fulltrúa AGS á fundi sem fram fór á Hótel Borg og verður því miður að segjast að ótti okkar við AGS og aðkomu þeirra að rekstri ríkismála á Íslandi er síst minni eftir þann fund. AGS kvartar yfir því að hægt gangi og íslenska ríkisstjórnin stekkur til í einhverjum asa og ráðaleysi og leggur fram þetta frumvarp um gríðarlegan gróða til handa fjármagnseigendum  - nei fyrirgefiði, þetta á auðvitað að vera landanum til bóta.

Vegna verðtryggingarinnar munu þessar hækkanir hækka skuldir ríkissjóðs - merkileg hringrás þar á ferð.

Verðtrygginguna verðum við að afnema STRAX!


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það einfaldlega verður að græða hér samfélagssáttmálann - án uppgjörs við fortíðina mun ekki verða komið hér á sátt

Jóhanna og Steingrímur sýna það og sanna ítrekað þessa dagana að þau búa í vernduðu umhverfi þar sem þau eru ekki í minnsta sambandi við fólkið í landinu og það í hvaða stöðu fólk mjög gjarnan er.

Ég er búinn að heyra tugi saga síðustu dagana af til dæmis samskiptum fólks við bankana, þar sem viðhorfið almennt er á þann veg að fólkið ætti nú bara að vera innilega þakklátt fyrir að fá að skulda þeim. Vinkona mín fór fram á frystingu á láni sem hún er með, bankinn tók vel í það, en fljótlega tók hún eftir því að bankinn var búinn að loka á hana einu greiðslukortinu hennar og nota peninga sem að hún átti á reikningi til þess að greiða skuld á öðrum reikningi. Þetta fannst henni brot á rétti sínum, þar sem bankinn framkvæmdi þetta án samráðs við hana. Þegar að hún fór í bankann til þess að athuga hvernig á þessu stæði, var henni sagt að þetta hefði hún samþykkt í smáa letrinu við frystingu lánsins. Það er að bankinn hefði rétt til mikilla inngripa í fjármálin hennar.

Henni gramdist þetta mjög og það að þetta hefði ekki verið kynnt almennilega fyrir henni þegar að hún var að ganga frá frystingu á láninu.

Viðbrögð bankans? Jú, henni var bent á að það væri bara best fyrir hana að fara bara niður í bæ og mótmæla þessu þar.

Mér finnast það góðar fréttir að nú sé verið að rannsaka Ólaf Ólafsson og það gefur mér von um að mögulega sé verið að skoða fleiri aðila og löggerninga á þeirra vegum undanfarna mánuði og ár.

Stjórnvöld einfaldlega verða og skulda okkur það að gert verði upp við fortíðina. Að þeir sem af sér brutu þurfði að sæta fyrir það refsingu og bæta fyrir brot sín. Án uppgjörs við fortíðina verður engin sátt í samfélaginu.

Án samfélagssáttmála er í raun ekkert sem heitir samfélag - aðeins upplausn.


mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKO!!

Nú er þetta bara hreinlega orðið sannað mál.

Ég er vel yfir þeirri þyngd sem ég vildi helst vera í, hef þyngst reyndar jafnt og þétt á síðustu 15 árum en allra mest held ég á þeim tveimur meðgöngum sem "við" hjúin höfum farið saman í gegnum.

Segir sig sjálft í mínum stjórnlausa heila, að ég borða meira þegar stöðugt er til eitthvað að nasla heima hjá mér Whistling

Sjálfsvorkunin mín var þó fólgin í því að sjá konuna síðan renna niður meðan orkan fór til dæmis mikið hjá henni í brjóstamjólkina, en sjá bumbuna á mér ekkert breytast Blush

En látum ekki blekkjast, ástæðan fyrir ofþyngd, að minnsta kosti minni, er yfirleitt sáraeinföld. Við borðum of mikið og hreyfum okkur of lítið.

Allar sjálfsblekkingarsögurnar eins og til dæmis um óeðlilega hæga brennslu, eru bara bull í 95% tilfella. Of hæg brennsla orsakast af því að það er orðið of lítið af vöðvamassa í líkamanum og of mikið af spiki W00t


mbl.is Verðandi feður fá samúðarbumbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

David Villa til Liverpool?

Það væri alvöru biti fyrir mína menn, biti sem mig hefur dreymt um síðan í Evrópukeppninni. Biti sem samt verður að teljast ólíklegt að náist yfir þar sem að hann gaf það mjög skýrt út eftir Evrópukeppnina að hann vildi alltaf spila á Spáni og hvergi annarsstaðar. En mikið svakalega sem hann og Torres virkuðu saman í spænska landsliðinu.

En hvað er þetta með að vera alltaf að hóta að selja Alonso? Hann er búinn að spila þvílíkt flottan bolta með Liverpool í vetur og fyllir hressilega skarð fyrir skildi. Ætli sé eitthvað á milli hans og Benitez sem fer ekki í fjölmiðla?

Það hlýtur eiginlega að vera, liðið ætti að vera að berjast fyrir því að halda honum áfram.


mbl.is Benítez hyggst setja eyðslumet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríkirkjuvegur 11 - Þetta getur ekki verið svo flókið mál

Kaupandinn er annað hvort búinn eða ekki búinn að greiða fyrir kaupin. Sé hann ekki búinn að greiða kaupverðið eru hverfandi líkur á því að hann geti staðið við það héðan af og þar með er kominn upp skýr galli í kaupunum.

Er ekki einfaldast bara að athuga hvort að búið sé að standa við skuldbindingar samningsins?

frikirkjuvegur-11.jpg


mbl.is Vilja fá Fríkirkjuveg 11 til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langjökull er einfaldlega himnaríki á degi eins og í dag

Ég "þurfti" að vinna í dag. Fór með 2 ferðalanga í prívat jeppaferð í dag gullhring og upp á Langjökul. Þessi "vinna" er svo ótrúlega dásamleg á dögum eins og í dag, þar sem veðrið er eins og best verður, skyggni nánast endalaust til allra átta og bara stöku ský sjáanlegt á himni.

 

 

Það skyggði kannski aðeins á að viðskiptavinurinn voru amerísk hjón frá Texas og ekki bara smá frá Texas, heldur algerlega ALLT Texas eins og ýktustu sögurnar af steríótýpunum þeirra segja frá.

Ég eyddi því deginum í dag í raun að miklu leyti í óheiðarleika, það er að segja ég gerði mér grein fyrir því í dag að það var mitt hlutverk að jánka bara voða mörgu kurteisilega og leyfa þessum ágæta manni, hann talaði nánast út í eitt í allan dag, bara að rasa út um það sem honum lá á hjarta.

Það voru aðallega hugmyndir um skelfinguna sem Demókratar munu koma yfir allt í Bandaríkjunum. Ég var líka nógu kurteis til þess að benda honum ekki á að núverandi ástand varð ekki til undir "öruggri efnahagsstjórn" Repúblikana Whistling  Ekkert frekar en að ástandið á Íslandi sé okkur að kenna, það er jú eins og "allir" vilja meina Bandaríska markaðnum að kenna öðru fremur.

Var annars að hlusta núna áðan á jómfrúarræður þriggja af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar á Alþingi frá því í gær. Verð bara að segja það hreint út, mikið assgoti er ég stoltur af mínu fólki.

Við eigum von meðan að þjóðin á þarna inni fulltrúa sem ætla sér raunverulega að vera þjónar þjóðarinnar á Alþingi en ekki öðru fremur, þjónar eigin hagsmuna.

GO Borgarahreyfingin!


Viðtöl við Elizabeth Warren - manneskju sem leiðir eftirlitsnefnd með endurreisnaráætlun Bandaríkjanna

Ég sá þetta myndband og tengla í Daily Show myndböndin einnig á blogginu hjá honum Andrési Jónssyni vini mínum. Set þetta hérna inn aðallega vegna þess að ég vil hafa þetta í mínum hirslum til varðveislu. Ótrúlega nærandi finnst mér að hlusta á manneskju í þessari stöðu, tjá sig af jafn mikilli yfirvegun og einfeldni um stöðu flókinna mála.

Mikið væri nú mikill fengur í því að íslenskir stjórnendur og ráðamenn færu að gefa okkur almúganum upplýsingar á jafn skýran máta.

 

The Daily Show With Jon StewartM - Th 11p / 10c
Elizabeth Warren Pt. 1
thedailyshow.com
Daily Show
Full Episodes
Economic CrisisPolitical Humor

 

The Daily Show With Jon StewartM - Th 11p / 10c
Elizabeth Warren Pt. 2
thedailyshow.com
Daily Show
Full Episodes
Economic CrisisPolitical Humor

 


mbl.is Þjóðnýtingin ekki þruma úr heiðskíru lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ManU loksins loksins búið að jafna sigurmet Liverpool

Jæja jæja, til hamingju ManU félagar mínir. Hélt að þetta væri tímabil minna manna í Liverpool núna, en þeir því miður sýndu ójafnvægi á köflum sem kostaði þá þessi örfáu stig sem á endanum skiptu öllu máli.

Til lukku Óskar minn


mbl.is Manchester United enskur meistari í 18. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband