Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Átti fólk von á því að hann hrósaði honum?

Undarleg fréttamennska at arna að vera að slá þessu upp eitthvað sérstaklega.

Hefði verið eðlilegra að t.d. skella inn fyrirsögninni: "Lokaslagurinn stendur um Flórída", bara svona hugmynd frá mér.

Verðið annars bara að afsaka blogleysi í augnablikinu, ég varð bara skyndilega svo laus við allan áhuga á kreppunni í bili. Var að stefna í þunglyndi bara og ákvað að taka mér smá pásu frá þessum heimsenda pælingum öllum saman.

Erum föst í þessu eins og er hvað sem tautar og raular. Mundu bara hvernig þér líður núna í næstu kosningum, hvenær svo sem að þær fá að bresta á. Það ríður líka á að láta ekki umræðuna um óháða rannsókn koðna niður, það er of margt sem búið er að fela of lengi trúi ég.


mbl.is McCain sakar Obama um vanhæfni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér fannst bara algerlega nauðsynlegt að halda þessu til haga hér

enski_stadan_27.10.2008

Var annars ótrúlega merkilegt fyrir mig að horfa á þennan leik. Þrátt fyrir að geta ekki talist hlutlaus að þá einfaldlega yfirspilaði Liverpool Chelsea þrátt fyrir að vera með boltann aðeins þriðjung tímans. Merkilegt nokk. Voru mun meira ógnandi og mun líklegri til að setja hann aftur. Chelskie voru meira svona að æfa sendingar og hlaup, þó að að sjálfsögðu hafi verið ógn af þeim allan tímann.

Ég er alveg gríðarlega ánægður með að allt bull um sölu á Xabi sé úr sögunni, skildi aldrei hvaða þvæla það var. Einfaldlega næst besti miðjumaður liðsins.

Carragher var síðan að sjálfsögðu allt í öllu í vörninni, þó að Hyppia hafi reyndar átt sjarmerandi innkomu í blálokin og náði þar á innan við 10 mínútum að hreinsa frá 5 sinnum með góðum sköllum. Carragher átti algerlega solid leik, og ef tölfræðin er skoðuðu hefur hann án vafa átt þriðjung allra blokkeringa og aðgerða sem fram fór í teig Liverpool.

Góður dagur, loksins loksins tók einhver Chelskie í bólinu á brúnni.


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spái 1-1 - sterkur varnar- og miðjubolti í boði toppliðanna

Vona að sjálfsögðu að mínir menn í Liverpool klári þetta, en er heldur efins.

Væri samt gott að geta rifið sig frá liðum eins og Hull og hinu þarna, hvað heita þeir aftur?


mbl.is Byrjunarlið Chelsea og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er aldrei bara einhverjum einum að kenna - einfaldlega of stórt mál til þess

Björgólfur, við gerum okkur flest grein fyrir því að auðvitað bera pólitíkusar mikla ábyrgð í málinu líka. Vandinn er aðallega að þeir/þær virðast enga grein gera sér fyrir því, eða eru a.m.k. manneskjur til að gangast við því.

Ég fékk sent þetta opna bréf til Davíðs Oddssonar á Facebook vefnum frá vini mínum Snorra Ásmundssyni, og tek mér bessaleyfi til að birta það hér líka. Það á meira en vel við flesta hina stjórnmálamennina líka, í stjórn OG stjórnarandstöðu svo og 4. valdið sem hefur verið meira jákór en fjölmiðlun í áraraðir.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bréfið er svona:

Kæri Davíð,

Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm.

Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan.

Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns.

Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna.

Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna.

Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið.

Virðingarfyllst
Snorri Ásmundsson

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta bréf er fullt af auðmýkt manns sem að langar raunverulega til að aðstoða, aðstoða fólk sem að augljóslega missti hrapallega af vitjunartíma sínum í að sjá sannleikann og gefast upp.

Við vitum jú mörg orðið að stærsti sigur margra okkar fólst einmitt í uppgjöfinni.


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tel víst að við séum nokkuð hólpin þó að það muni taka tíma

Þjóð sem að býr yfir mannskap sem kýs að kíkja niður á bryggju til þess að sjá hvernig er umleikis í miðju fárviðrinu hefur augljóslega það sem til þarf til þess að vinna sig í gegnum erfiðleika.

Hefði reyndar haft gaman af því að sjá borgarfulltrúana leika þetta eftir, sitjandi klofvega á grindverki meðan að sjór flæddi allt um kring. Kannski þetta væri skemmtilegt manndómspróf til að setja, þar sem að fólk þyrfti að standast það áður en til pólitískra starfa kæmi.

Værum þá kannski frekar með fólk sem að væri að vinna fyrir heildina að einhverju öðru en eigin frama.

Bara svona vangaveltur hjá einum sem ætti að vera sofnaður augljóslega.


mbl.is Skemmdir á mannvirkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mátti til með að skjóta þessar mynd hér að

gov_solutions
mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur, við munum líka sakna þín.

Kærar þakkir fyrir frábæran tíma. Þér tókst af mikilli elju og kappsemi ásamt skemmtilegri heimspeki, að koma íslenskum handbolta lengra en nokkrum hefur tekist áður.

Þetta er að sjálfsögðu liðssport, en lið eru alltaf dreginn áfram af sterkum leiðtogum og sá leiðtogi ert þú Ólafur.

Takk fyrir mig.


mbl.is „Ólafur kemur til með að sakna okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nálgun Baggalúts á auðmanna umræðuna - algerir snillingar


mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greenspan horfist í augu við nauðsyn reglna í frjálshyggjunni og létt útskýring á skortstöðu hugtakinu.

Merkilegt nokk, en kallinn trúði svo sterkt á kerfið að mannu sýnist hann bara nánast þurfa á áfallahjálp að halda, eins og svo margir, við að komast yfir áfallið af að sjá kerfið krassa.

Maðurinn sem hefur verið einn helsti talsmaður algers frjálsræðis á fjármála mörkuðum viðurkennir nú að líklega hefði verið sniðugt að hafa meiri höft. Að fyrirtækjum á markaði hefði verið betra að neyðast til þess að skoða hvert RAUNVERULEGT verðmæti þess sem verið er að versla með væri.

Greenspan kallinn hefur augljóslega reiknað með að það væri sjálfsagt að fyrirtækin könnuðu verðmætið sjálf, en hefur yfirsést það sem hefur stundum verið kallað "The greater fool theory". Það er að kaupverð þess sem að þú kaupir skipti ekki öllu máli, svo lengi sem að þú finnur einhvern vitlausari til að kaupa það af þér áfram á hærra verði.

Síðan er fyrir leikmanninn mig augljóst, að skortsölu hluti kerfisins er megin krabbameinið. Þar er á ferðinni bara einfaldlega allt of stór freisting til þess að menn fari ekki siðlausar leiðir að því að rýra verulega verðmæti eignanna sem að þeir hafa tekið skortstöðu gagnvart.

Skortsala. 

En svona af því að mér tókst ekki í nokkuð langan tíma að skilja fyllilega hutakið um skortstöðu, og skildi ekki í raun að mér finnst fyrr en að ég fékk vin minn verkfræðing til þess að skýra það fyrir mér, að þá langar mig að útskýra það hér fyrir þér, ef ske kynni að þú hafir ekki náð því alveg ennþá sjálf/ur.

Fjármálafyrirtæki A er með ákveðna eign í höndunum. Þeir vilja selja hana áfram og bjóða á hefðbundinn hátt. Fyrirtæki B kemur og kaupir með það í huga að verðmæti eignarinnar muni aukast á komandi mánuðum, staða sem að okkur öllum finnst eðlileg. Þá kemur hins vegar fyrirtæki C og kaupir í skortsölu og er að veðja með því á að umrædd eign muni falla í verði á gefnu tímabili.
Fyrirtæki B ber sem sagt hagnaðinn á kostnað C, gangi allt vel en fyrirtæki C græðir hins vegar á fyrirtæki B, falli verð eignarinnar.

Við þetta upphefst mikil keppni í raun þar sem að bæði B og C reyna að sjálfsögðu sitt besta til að ná markmiðum sínum, það siðlausa er þá að fyrirtæki C er að sjálfsögðu að gera allt sem að það getur til að RÝRA verðgildi eignarinnar, með t.d. yfirlýsingum í blöðum, fréttum frá greiningardeildum o.s.frv.

Það að hægt sé að eiga viðskipti sem að ganga út á að eyðileggja eignir er að sjálfsögðu nánast siðlaust og fyrir mér óskiljanlegt með öllu að slíkt sé löglegt.


mbl.is Greenspan viðurkennir veikleika í frjálsræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt, glæsilegt

Ég held að það hafi hvorugur aðilinn reiknað með að þessar umræður myndu leiða til niðurstöðu. Þetta var fremur bara svona kurteisis protocol að mínu mati, áður en málið fer sína réttu leið í dómssölum.

Áhugaverð spurning er þá: Hvar á að rétta í svona máli?

Augljóslega ekki hægt í öðru hvoru landinu og nú erum við ekki fullbærir meðlimir ESB og þar af leiðandi erfitt að reikna með hlutlausum dómi þaðan, eða hvað?

Væri ekki eðlilegast að búa til dómstól skipaðan hlutlausum tryggingasjóðs sérfræðingum frá svona 4-5 mismunandi löndum? Verður svo sem líklega seint hægt að reikna með að við fáum einhversstaðar að njóta forréttinda umfram bretana, en mögulega væri hægt að búa til það umhverfi að við séum nálægt því að njóta að minnsta kosti réttmæts vafa fyrir réttarhöldin.


mbl.is Viðræðum við Breta lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband