Afskriftir fyrir þá sem best hafa það?

Framsókn hey-millanna 

Sá þessi yfirskrift og fannst hún bæði fyndin og viðeigandi. Bið þá Framsóknarmenn sem að ég þekki til og ber virðingu fyrir afsökunar á þessu glensi. Finnst þó mikið til í þessu af nokkrum ástæðum.

Hey er skírskotun í bændurna og millarnir þeir sem að flokkurinn hefur skapað. Það er í gegnum klíkuskap og þá með í raun svikum við þjóðina, fært auðlindir og ríkisfyrirtæki í fangið á þeim. 

En þetta er líka kaldhæðnislega rétt þegar það er sett í samhengi við það hverjum almennar skuldaleiðréttingar muni nýtast best. Það er nefnilega enginn jöfnuður eða raunverulegt réttlæti til handa almenningi sem um er að ræða. Seðlabankinn gerði góða faglega úttekt á þessu og komst að þeirri niðurstöðu að langstærsti hluti fjármagnsins færi til þeirra sem yfirburða best standa og það á kostnað allra. Jú, á kostnað allra!
Sjá bls. 91 í skýrslu Seðlabankans hér  sem og góða umfjöllun Vilhjálms Þorsteinssonar um sama mál hér.

Svigrúmið sem að skapast mögulega við uppkaup og afskriftir skulda er nefnilega bara hægt að nýta einu sinni. Það er okkar að velja hvort að við viljum að það komi til almennings alls í gegnum ríkissjóð - eða hvort að stærstur hluti fjármagnsins renni í vasa auðmanna. Bestu vina aðal. 

Ég er búinn að tala við fjölmarga vini og kunningja undanfarnar vikur um þessi mál. Eðlilega, þetta liggur flestum þungt á hjarta. Mér finnst það hins vegar gríðarlega vont að flestir þeir sem ég tala við gera sér enga grein fyrir því að þessi leið sem Framsóknarflokkurinn boðar (að setja í nefnd reyndar) mun kosta flest okkar mun meira en hún skilar.

Er það ástæðan fyrir því að þú ætlar að kjósa Framsókn? (Ef þú ert í þeim hópi)

Ég er ekki til í að skerða meira þjónustu við aldraða, heilbrigðiskerfið eða menntamálin vegna þessa. Hvar ert þú til í að skera niður vegna kostnaðaraukans fyrir ríkissjóð?

Eigum við ekki frekar að skapa öllum jöfn tækifæri en sama rétt fyrir alla?

equality-and-justice

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Baldvin.

Andrea Ólafsdóttir, frambjóðandi Dögunar, benti á í þættinum Stóru málin á Stöð 2 um skuldir heimilanna að hægt væri að setja þak á leiðréttinguna til að koma í veg fyrir að hinir ríkustu fengju mest afskrifað.

Bestu baráttukveðjur,
Þórður Björn

Þórður Björn Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 17:25

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, það er ein leið. Önnur væri að nýta svigrúmið sem myndast beint í ríkissjóð og í sérhæfðar lausnir til handa þeim sem mest þurfa á þeim að halda.

Þessi hugmynd fólks "nú er komið að mér" er gríðarlega skammsýn og laus við að ná yfir heildarmyndina.

En hvet fólk eindregið til þess að kjósa heldur Dögun en Framsókn ef að skuldaleiðrétingar eru helsta málið hjá þeim

Baldvin Jónsson, 23.4.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband