Svigrúmið ætlaða og umrædda - hvort viljum við styðja við velferðarkerfið eða auðmennina?

Þessi hugleiðing félaga míns á fésbókinni varð mér í dag tilefni til hugleiðingar:

"smá pólitík...mér finnst ótrúlega áhugavert að sjá ýmsar þær hugmyndir sem hafa komið fram í núverandi kosningabaráttu, mörg framboðanna og þá helst þau nýju hafa komið með virkilega áhugaverðar hugmyndir til lausnar ýmsum vanda hér, hugmyndir sem verður að taka alvarlega og til raunverulegrar íhugunar...annað sem mér hefur einnig fundist virkilega áhugavert og í raun líka alvarlegt að ekki sé búið að taka á er það svigrúm til ýmissa leiðréttinga sem m.a. forsvarsmenn Samfylkingar og VG segja að sé til staðar en hafa ekki nýtt sér í sinni stjórnartíð....það er mjög alvarlegt mál að nota ekki það svigrúm sem til er þegar ástand margra er jafn erfitt og það er í raun...þessar yfirlýsingar segja okkur einnig að forsvarsmenn núverandi ríkisstjórnar hafa ýtrekað verið að ljúga að okkur á kjörtímabilinu."

 Margir frambjóðendur hafa undanfarið rætt fjálglega um peningana sem að á að nota til hinna ýmsu aðgerða. "Svigrúmið" sem að nýta eigi til að lækka skuldir tímabundið (vegna þess að verðbólgan mun hækka við aðgerðina og hækka aftur lánin á skömmum tíma).

Staðreyndin er hins vegar sú að þetta svigrúm er ekki til og verður ekki til nema að fjölmargir hlutir gangi upp fyrst. Mér finnst það hins vegar vera í besta falli siðleysi og á mörkum óheiðarleika að vera að lofa þessum fjármunum á þessu stigi.

Ég svaraði félaga mínum: 

"Svirúmið er ekki til, heldur er mögulegt að það sé hægt að skapa það með uppkaupum á kröfum á afskriftum.
Á meðan að það er ekki í hendi vill Samfylkingin ekki lofa neinu út á það - mér finnst það heiðarleg nálgun.
Set stórt spurningamerki við það að v
era að lofa einhverju inn í hagkerfið án þess að sjá hvort að það gangi yfir höfuð upp.

Til þess að fléttan gangi upp þarf:
1. Fjármögnun fyrir uppkaupum
2. Samþykki kröfuhafa á afslætti (afskriftum)
3. Kaupanda að hlut ríkisins í bönkunum

Full margt sem getur klikkað þarna til þess að ég myndi lofa einhverju án þess að sjá fyrir endann á ferlinu"

 

Auk þessara vangavelta stendur síðan eftir umræðan um í hvað eigi að nota fjármagnið ef svigrúmið myndast. Hvaða leið sé þjóðhagslega hagkvæmust. Það er alls ekki sjálfgefið að nýta peningana til þess að styðja enn betur við þá sem best standa, eins og tillögur Framsóknarflokksins munu í raun gera.

Ef þú þarft að velja á milli þess t.d. að halda opnum bráðadeildum á Landsspítalanum eða að niðurgreiða lán auðmanna - hvað myndirðu velja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tekjur til að fjarmagna lögaðila sem ekki borga skatt af sölu nýrra eigna á hverju kallast skattar erlendisis í 4.000 þúsund ár minnst. [Áherslu í nýlendubókhladi eru aðrar og hefðir aðrar sjá Ísland].

Við byrjum að greina stórt : Raunvirði heildar nýrra eigna er miða við PPP vístölu sem tekjur vegið meðatal af allri jörðinni , meðatalið síðasta ár.

GDP[PPP] = sama heildarlaun  , GDP[PPP] á ríkborrgara er sama og meðalaun.  

Ég tel að þetta skilji ekki nema IQ yfirgreindir með rétt formótun.

lögaðilar sem skapa eða auka PPP  er með rekstrarhald og þega prókúru hafi heldur 300 milljón afmælisveislu á kostanað lögaðilans lækkar að PPP sem hann skilar. Í USA er mjög algengt í hlutafélögum að allt sem ekki tengist framleiðslu kostnaði beint: mútir , heimboði , utanlandferðir er innifalið í kaupi Prókúrau hafa og á það leggjast svo 35% til að fjámagna velferðaskatta, eða grunnsamtryggingar einstklinga af holdi blóði eingöngu. Skila skipting er hlutfallslega  jöfn [UK ójöfn : persónu afsláttur]   . Lögaðili greiðir í sínu nafni 17,5% af kaupveltu og stafsmenn 17,5% af sínum hlut.
Þannig er hægt að binda inn í 30 ára fjálaga ramma. 4% af PPP fer í ellibætur, 16% fer í heilbrigði [söluskattar er þarna inn í í USA] , 4,0% fer í naðsynlega menntun á hverju ári.  Þannig geta allar [department] verið reknar á lanmgtímaforsendum.  Gott er líka að reikna  meðaltal tal heildar innkomu síðustu 30 ár: þá er hægt að klippa af umframtoppa og bæta í lægðir þannig að ekki þurfi að breyta hlutfallslegu langtíma skiptingunni.

Hér mælir Alþjóða samfélag ráðandi fræðinga að heildar skattar eru á Íslandi um 40% af reiknuð PPP.

Skattman byggir á þremur megin greinum: Skattar af kaupi=salary í reiðfé, skatta af nýjum eignum : sölu eða þrepa sölu : þjúnast lögaðila,  skattar af eldri eignum skerðir eignir ríku hlutallslega mest , kemur ekki að sök því þetta eru snillingar per se. 

Tollar og nefskattar er til að hindra sölu og eru þannig líka söluskattar þjóna heima sölskattskyldum aðilum.

Til að tryggja skattASKIL er að dreyfa hlutfalls lega jafnt , hafa regulur um skattskil eins einfaldar og hægt er , minnka áhættu meða fjöls þeim sem skila, fateignaskottum, sölusköttum og launa sköttum , þetta lækkar líka samburða prósentur.

Ef eitthvað þarf að vera flókið þá er það undanþágur frá því að standa undir ábyrgð, frádrættir frá að greiða sinn réttláta skerf.  

Júlíus Björnsson, 27.4.2013 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband