Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Hvers vegna ekki?? Er nú þegar búið að lofa að selja sig ódýrt?

Getur verið að "sæta stelpan" sé þegar búin að lofa losunarheimildum okkar til 2012??  Má það ekki bara teljast afar líklegt fyrst að þetta er staðan núna?

Þetta er mál sem almenningur hlýtur að vera sammála um, hvort sem að hann stendur "hægra" megin, "vinstra" megin, umhverfis- og arðsemismegin eða skammtíma- og arðsemismegin.

Losunarheimildirnar á að selja dýrt.  Mjög dýrt.  Þetta er stórkostlegt verkfæri fyrir okkur til að beita til stýringar, til þess að geta lagt eitthvað til til mótvægis við eyðingu og mengun.

Mín tillaga akkúrat núna á mörkum svefns og vöku væri þessi:

Seljum rafmagnið til allrar stóriðju, þ.m.t. t.d. grænmetisbændur, á sama útsölu verðinu og leggjum svo feitan losunarheimilda skatt á þá sem skila náttúrunni af sér verri en hún var áður en framleiðslan/nýtingin hófst.  Skilyrðum svo að þessi skattheimta verði notuð til uppbyggingar og rannsókna í umhverfismálum.

Hvernig líst þér á það?


mbl.is Losunarheimildir verða ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hámark hrokans eða viðskiptavit?

Hver veit, kannski sjá þeir sér þarna tækifæri að kaupa annars ágætt lið á lágu gengi vegna lélegs árangurs þetta tímabil?  Hver veit?

Væri a.m.k. skelfilega lélegur business að kaupa heilt knattspyrnulið bara í hroka og gremju er það ekki?

En kæmi kannski ekki á óvart þegar Schmeichel er annars vegar. Hann var a.m.k. ekkert að skafa af því á vellinum þegar hann var upp á sitt besta.  Er kannski svolítið hrokafullt af mér að vera að hrauna á hann hérna á opinberum vettvangi?

ÁFRAM LIVERPOOL!!!  (afsakið, touret einkenni sem eru farin að gera vart við sig hjá mér)


mbl.is Schmeichel með tilboð í Bröndby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, gott að liggja í hýði svona fyrstu dagana

Erum virkilega að njóta þess að vera til familían, en gott að fá smá tíma til að liggja í hýði og kynnast svolítið nýjasta meðlimnum.

Ætlaði örugglega að segja eitthvað afar innblásið og merkilegt hérna núna, en teflon er það eina sem mér dettur í hug.  Það er oft sagt með foreldra nýbura að þau séu með svokallaðan Teflon heila, þ.e.a.s. í einhvern tíma eftir burðinn festist ekkert nýtt í höfðinu á manni Whistling

Hvað var ég aftur að segja?


Fullkomnun?

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 040Tja, ekki vantar hann stoltið amk stóra bróður !!

Minn líka, voða stoltur InLove


Úff maður, er hægt að vera svona hamingjusamur???

Komum heim í dag, einni gullfallegri stúlku ríkari Grin  Mikið afskaplega sem ég er þakklátur fyrir hvað þetta gekk allt saman vel, frúin tók hreinlega kúluvarparann á þetta bara og "dúndraði" litlu skvísunni í heiminn á 3 tímum og 2 mínútum.  Já geri aðrir betur.

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 006

Klukkan 09:20 var belgurinn sprengdur og hríðir hófust fljótlega.....

 

 

 

 

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 008

milli 10:30 og 11:00 einhversstaðar var útvíkkun komin í 5....

 

 

 

 

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 011og klukkan 12:22 hreinlega spratt í heiminn ein
lítil stúlka Baldvinsdóttir.  Og þvílík gleði Cool

Guð er góður, það er bara heila málið.  Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig foreldrar gætu elskað fleiri en eitt barn jafn mikið og ég elska drenginn minn hann Jónatan.  Svarið er komið fyrir mig.  Hjartað í mér einfaldlega snarstækkaði um leið og litla ljósið sneri sér að mér og skríkti í kvörtunartón eftir meðferðina.

Já, Guð ER góður.  Takk fyrir mig.

Sjá má fleiri myndir af skvísunni hérna.


Frúin komin á fæðingardeildina - allt að gerast :)

Eigum von á lítilli stúlku, vonandi verðu hún nú samt stærri en píslin sem Auja og Gísli gátu af sér þarna í útlöndum. Alveg ljóst að þetta er keppni.

Ég vona bara heitt og innilega að hún erfi ekki gáfur Ungfrú Suðurríkjanna sem opinberar skort sinn all verulega í meðfylgjandi myndbandi:

 

 

Leyfi ykkur að fylgjast betur með um leið og fréttir af nýjustu viðbótinni í fjölskylduna Johnson og Peterson liggja fyrir.

 


Skemmtilegasta staða sem ég hef séð á deildinni í áraraðir!!!

Skyldi Ferguson ekki vera orðinn ansi heitur í fyrirlestrunum?

Staðan

  LUJTMörkStig
1.Man. City33004:09
2.Liverpool32105:27
3.Chelsea32106:47
4.Wigan32015:26
5.Everton32015:36
6.Portsmouth31206:45
7.Newcastle21103:14
8.Arsenal21103:24
9.Blackburn21103:24
10.Reading31112:24
11.Sunderland41123:74
12.Tottenham31025:43
13.Fulham31024:53
14.Middlesbro31023:43
15.West Ham21011:23
16.Man. Utd30211:22
17.Aston Villa20111:21
18.Birmingham30124:61
19.Derby30122:71
20.Bolton30033:80

 

Svo vitum við náttúrulega öll er það ekki að City verður nú ekki þarna lengi Cool

Verður maður ekki að fara að kaupa sér miða á Anfield?


mbl.is Verðskuldaður sigur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara trúi því ekki að löggjafinn hafi hugsað þessa lagasetningu til enda...

Hver er munurinn á þessu og kynferðislegu ofbeldi?  Ég geri mér grein fyrir að til er heimild í lögum sem leyfir þetta, en er það ekki bara byggt á misskilningi?  Er nokkur möguleiki að sú lög hafi verið ítarlega hugsuð?

Þetta er afar sorglegt mál.  Konan var vissulega brotleg, án vafa drukkið áður en hún ók og það ER bannað.  Jú jú, skömmum hana, sektum hana, sviptum hana ökuréttindunum, það er eðlilegt.  En ekki undir neinum kringumstæðum eigum við að samþykkja að beita grimmilegu ofbeldi gegn henni eins og raunin varð.

Hvað varð um að pissa í glas?


mbl.is Konan beitt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig langar að votta aðstandendum Tjörva Freys samúð mína....

Tjörvi Freyr Freysson er látin aðeins liðlega tveggja ára gamall. Þessi litla hetja tókst á við virkilega erfitt krabbamein, taugakímsæxli, og hafði betur að virtist um tíma en svo sneri meinið aftur og þessi elsku drengur er látinn.

Ég þekkti Tjörva Frey ekkert og fjölskylduna ekki heldur. Einn af mínum bestu vinum tengist þeim í gegnum starf sitt og það er þar sem ég heyrði af þessu máli fyrst. Það er svo skrítið með svona mál, að jafnvel þótt að maður þekki ekkert til er þetta bara svo skelfilegt ranglæti að mér finnst, að maður getur ekki annað en fylgst með úr fjarlægð.

Mér finnst það nánast ósmekklegt af mér að vera að varpa fram þessari samúðar kveðju hérna, kveðju frá einhverjum algerlega ókunnugum manni gagnvart aðstandendum Tjörva litla. Mig bara virkilega langaði til að votta ykkur samúð mína og segja ykkur frá því að það er örugglega fullt af fólki eins og ég um landið sem þið eigið stað í hjartanu á í dag.  Það breytir að sjálfsögðu litlu, en ég veit af eigin reynslu að samhyggð er styrkur engu að síður.

Guð blessi ykkur og veri með ykkur.

 


Já, hver finnur ekki fyrir djúpstæðu þakklæti núna??

Við erum svo einstaklega heppin nefnilega hérna á landi Ísa í norðurhöfum að það er stöðugt góðæri hérna í gangi.  Við lesum og heyrum stöðugt yfirlýsingar stjórnmálamanna og hagfræðinga (á launaskrá bankanna) sem segja okkur að við höfum það svo gott.  Svo miklu miklu betra en við höfðum það fyrir 4 árum.  Eignir hafi aukist svo og svo mikið og kaupmáttur aukist til muna.

Doc1Mér er spurn, hvaða forsendur gefa menn sér og af hverju virðist engin vera þakklátur fyrir góðærið? (að innan við u.þ.b. þúsund auðmönnum frátöldum sem eru auðsjáanlega í skýjunum yfir sínum kaupmætti).

Ef ég skoða dæmið miðað við margar fjölskyldur í kringum mig að þá virðumst við fá minni mat fyrir launin okkar í dag heldur en fyrir 4 árum.  Minna bensín á bílinn okkar fyrir launin okkar heldur en fyrir 4 árum.  Minna af fötum fyrir launin okkar í dag heldur en fyrir 4 árum síðan.

Af hverju þá góðæri?  Jú, almenna skýringin sem við heyrum er sú að vegna mikillar hækkunar á húsnæðismarkaði þá hafi eignir okkar aukist svo mikið á sama tíma. En hver er bættur af því?  Meðan að markaðurinn heldur sér að þá eru það aðeins þeir sem eru að minnka verulega við sig sem eiga möguleika á því að njóta þess hvað eignirnar þeirra hafa hækkað. Þeir hinir sem þurfa áfram húsnæði fyrir alla fjölskylduna, já og þurfa jafnvel að bæta við sig, þeir eru ekki sjáanlega að njóta neins.

Svo þeir sem hafa ekki selt eða keypt undanfarin 4 ár, já það er nú eiginlega versta dæmið þar. Þar eru hundruðir, líklega þúsundir fjölskyldna sem hafa lækkað í tekjum um 500-1000 þúsund. á tímabilinu.  Þær fjölskyldur misstu nefnilega vaxtabæturnar sínar af því að eignirnar höfðu hækkað svo mikið í verði að fólkið var orðið "ríkt" skv. skilgreiningu ríkisins OG fasteignagjöldin hækkuðu svo líka verulega á sama tíma af sömu sökum.

Við erum nefnilega orðin svo rík blessuð öll sömul.

 

Heppin?  Woundering

 


mbl.is Yfirdráttarlán í sögulegu hámarki og gengisbundin lán heimila vaxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband