Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Eitt hálmstrá eftir í REI málinu - nei fyrirgefið - HS Orku málinu

Þetta er svo ótrúlegt upp á að horfa að þetta hlýtur að vera skopleikrit af einhverri ódýrari týpunni. Ég hélt að fólk í borginni hefði kannski lært eitthvað af REI klúðrinu, en svo er augljóslega ekki. Mér finnst Hanna Birna hafa staðið sig afburða vel sem borgarstjóri.

Nú er þetta undir henni og öðrum borgarfulltrúum komið.Samkvæmt samningnum er fyrirvari í honum um samþykki bæjarfélaganna sem að eiga Orkuveituna.

Þetta er síðasti séns til þess að koma í veg fyrir að arðrán auðlindanna hefjist hér fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Eigum við ekki að gera eitthvað í þessu? Það er okkar að hafa áhrif á borgarfulltrúa.


mbl.is Samþykktu kauptilboð Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BYLTINGAR ER ÞÖRF - NÚ Á AÐ BYRJA AÐ GEFA AUÐLINDIRNAR OKKAR UNDIR PRESSU FRÁ ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐNUM

Mér er heitt í hamsi. Ég hef verið að mæra Steingrím J. vegna þess máls. Hef verið afskaplega ánægður með að hann sýndi þessu máli áhuga og ætlaði sér að gera eitthvað í málunum. Nú kemur í ljós að virðist að það er að mistakast hrapalega, hvort sem að ríkisstjórnin getur gert eitthvað í því eður ei.

Þetta mál verður að rannsaka mun ítarlegar en gert hefur verið. Hvers vegna hafa til dæmis engir fjölmiðlamenn skoðað það sérstaklega hversu óeðlilegt það er að AGS setji þrýsting á íslensk stjórnvöld að selja hlutinn til kanadísks fyrirtækis, sem talið er vera leppur fyrir Rio Tinto?

Og ekki nóg með það heldur er verið að fara á sveig við lög með því að nota skúffufyrirtæki, erum við ennþá föst í 2007?  Sjá þessa frétt á Vísi.is

Og já, þetta er ekki sala gott fólk. Það er hrein blekking. Magma Energy fær að "kaupa" hlutinn með láni frá  söluaðilanum sjálfum, sem er á svo lágum vöxtum að það mun hverfa í verðbólgu. Þetta er mál sem verður að stöðva en það er líklega þegar orðið of seint.

Það er sagt að íslenskir aðiilar geti ekki keypt hlutinn vegna fjárskorts!!  Bíddu er ekki verið að lána Magma Energy fyrir kaupunum nánast öllum? Mætti ekki heldur lána Almenningi ehf. fyrir kaupunum og halda þar með auðlindunum í eigu þjóðarinnar?

Grasrót VG og Þorleifur Gunnarsson hafa staðið sig afburða vel í þessu máli og hafa komið því í umræðuna. En betur má ef duga skal.

Viljum við samþykkja að það séu þegar komnir hingað efnahagsböðlar með stuðningi AGS að hirða af okkur auðlindirnar?

Vísa á færsluna hans Agnars um málið - gæti ekki orðað þetta mikið betur: http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/940386/?fb=1

Lára Hanna fjallar líka um málið af sinni alkunnu snilld: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/940364/?fb=1


mbl.is Eignast meirihluta í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glatað PR stunt eða siðblinda hjá Bakkavarar bræðrum?

Ég hef ekki mikið um þetta mál að segja svo sem. Ég vona innilega að þeir ríkisstarfsmenn sem munu sjá um rekstur félagsins eftir ríkisvæðinguna, muni hafa þá yfirsýn að félagið geti reist hér verksmiðju sem skapar allt að 750 störf við framleiðslu.

Ég mun hins vegar ekki finna hjá mér sátt í sálinni fyrr en að búið er að gera upptækar allar eigur þessara manna á Íslandi. Þeir eru ekki stærstu gerendurnir mögulega í Kaupþings viðskiptunum, en engu að síður stærstu eigendur og þar með bera þeir mikla ábyrgð á því hvernig hér fór.

Ef þér finnst ég of harður í afstöðu minni vil ég benda á þessa kaldhæðnisfærslu Egils Helgasonar: http://eyjan.is/silfuregils/2009/08/27/thakkarbref/


mbl.is Bakkavör skoðar enn að reisa hér verksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KJOSA.IS - Hvers vegna ætti Icesave frumvarpið að fara fyrir þjóðaratkvæði?

Ég, eins og eflaust margir, hef snúist í nokkra hringi gagnvart þessu frumvarpi. Eins og það lítur út í dag er ég persónulega orðinn bara nokkuð sáttur við það - ef tryggt er að fyrirvararnir haldi.

Nei, ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með að þurfa að borga fyrir geðsýkisleg partý og offjárfestingar fjárglæframanna - alls ekki. En ég held að það sé rétt eins og komið er, að það séu fáir aðrir kostir til lausnar aðrir en að greiða okkar hluta.

Kalt mat er það að það verði okkur ódýrara á endanum, ég endurtek - EF þessir fyrirvarar örugglega halda.

Ég er í svipaðri stöðu og Þór Saari bloggar um gagnvart málinu, ég hefði líklega setið hjá í kosningu um ábyrgðina sjálfa en stutt fyrirvarana. Ég held að þegar að þjóðarstolt, sem og mitt eigið stolt, er lagt til hliðar sé þetta mögulega illskásta lausnin í stöðunni.

En af hverju er ég þá að mæla með hópnum í http://kjosa.is ? Jú, vegna þess að mér finnst alveg sjálfsögð og eðlileg krafa að svo stór mál sem þetta er, fari fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það mun aldrei lægja öldurnar í þessu máli í samfélaginu, ef ekki liggur skýrt fyrir, eftir kosningu almennings þar um, hver afstaða þjóðarinnar er til málsins.

Ert þú búin/n að skrifa undir á kjosa.is ??


mbl.is Skora á forsetann að synja staðfestingu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Hólmsteinn er ekki fréttir dagsins!!

Eyðum ekki tíma okkar eða orku í þetta hirðfífl kvóta- og bankakerfisins. Ef ykkur leiðist getið þið einfaldlega YouTube'að hann og fengið upp þá svörtu kómedíu sem þessi drottningarviðtöl voru við gaurinn meðan að allt var voða 2007.

Eins og ég er nú almennt ánægður með fréttamennsku Þóru Kristínar að þá er ég á því að fréttamat hennar hafi feilað illilega í dag. Það er allt í lagi að minnast á það að mótmælendur hafi ekki verið ánægðir með mætinguna hans í dag, en hvað er málið með þetta drottningarviðtal??

Fréttir dagins eru góð mæting á mótmæli sem voru haldin að undirlagi Frosta nokkurs. Afar góð hugmynd þar sem hvatt var til hávaða í 20 mínútur.

Það er næsta víst að ráðamenn landsins gera sér sterka grein fyrir afstöðu okkar sem mættum í dag. Þeir vita hins vegar væntanlega afar lítið um hvað þið hin viljið.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á að setja þingmönnum skýrar siðareglur í samskiptum við viðskiptalífið?

Ég nenni ekki að tala um drykkjuna. Mér finnst einfaldlega sjálfsagt að geta ætlast til þess að þeir sem standi í brúnni fyrir samfélagið sem börnin mín eiga að búa í, stundi störf sín allsgáðir.

En mikið finnst mér að það sé kominn tími á að tengsl við viðskiptalífið og svokallaðar "boðsferðir" og bitlingar séu upprætt með öllu.

Það er um það rætt að Sigmundi Erni hafi ekki verið boðið með þingmanni, heldur sem einstaklingi. Hvaða bull er það? Sigmundur Ernir ER þingmaður. Þegar að hann tókst á hendur það hlutverk fylgdi því mikil ábyrgð. Maður hættir ekki að vera þingmaður á einhverjum ákveðnum tíma sólarhringsins.

Auðvitað eiga allir rétt á einkalífi, þingmenn líka. Það verða þó að vera þar á takmarkanir og enginn þarf að láta svo einfeldningslega að ætla að halda því fram að bitlingar til þingmanna hafi ekki að einhverju leyti áhrif á störf þeirra.

Það er alveg sama hvort að um sé að ræða "sérstök lán" eins og þingmanna lánin voru kölluð, eða bara fallega jólagjöf - þingmenn munu muna gjörninginn ef og þegar þeir síðar meir standa frammi fyrir því að þurfa að fjalla um málefni tiltekins viðskiptaaðila.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins fundin lausn á Icesave málinu !!

Nei, það er víst ekki alveg þannig því miður. En ég er orðinn svo langþreyttur á því að lesa stöðugt um að enn einn fundurinn um málið sé kominn af stað eða sé í vændum.

Mitt fólk í Borgarahreyfingunni er að standa sig alveg gríðarlega vel í baráttunni og Þór Saari er algert heljarmenni þarna inni í fjárlaganefnd. Hann er vakinn og sofinn yfir þessu og er búinn að virkilega standa vaktina fyrir íslenska þjóð þarna.

Þá liggur nú fyrir frumvarp sem Lilja Mósesdóttir lagði fram ásamt nokkrum VG liðum, Borgarahreyfingunni og nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins þar sem eru lagðar til breytingar á lögum um samningsveð. Lagabreytingin snýr að því að fjármálastofnanir eigi ekki að geta gengið að í eignir skuldara fram yfir fasteignina sem sett er að veði, þegar að um húsnæðislán er að ræða.

Frábært framtak hjá Lilju og co. og það er frumvarpinu til hróss að fjárglæfrafólkið og fjármagnseigendur skuli strax stiginn fram til þess að gagnrýna hugmyndina. Sjá til dæmis hér: http://www.visir.is/article/20090824/FRETTIR01/626593687

Samtök Kúlulánaþega, nei fyrirgefið. Samtök Fjármálafyrirtækja gagnrýna frumvarpið harðlega og segja meðal annars í umsögn: "Tekið er fram að samtökin telji afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum."

Ég er sammála því að almennt séð eru afturvirk lög afar vafasöm og veikja stoðir og traust í samfélaginu. Í dag hinsvegar eru fjármálafyrirtækin búin að einfaldlega rífa þær stoðir í tætlur með framferði sínu og gjörðum eigendanna.

Það verður því að dæmast sem ömurlegur en kaldhæðinn brandari að SFF skuli stíga fram með gagnrýni á að þetta veiki öryggi í viðskiptum. Forsvarsmenn fjármálafyrirtækja ættu einfaldlega að skammast sín, halda sig til hlés, já og borga blessuð kúlulánin sín. Finnst þessu fólki það vera til votts um "örugg viðskipti" að ætla almenningi að borga lánin sín?

Mitt fólk, ásamt Lilju og nokkrum frömmurum, eru að standa sig gríðarlega vel þarna.


mbl.is Funda um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hentar það mbl.is að fela þessa frétt af ummælum Sigurðar G.?

Þessi frétt er undir viðskiptafréttum og er sett inn klukkan 5:30 að morgni. Ekkert um málið á forsíðu mbl.is?

Merkilegt nokk, hvern er mbl.is að verja með þessu?

Fyrir mér er það stórfrétt fyrir allar yfirveðsettar fjölskyldur landsins að fram skuli stíga hæstarréttar lgmaður og lýsa því yfir að skuldarar ættu ekki að greiða fram yfir upphaflega greiðsluáætlun.

Stórfrétt.


mbl.is Greiðið aðeins samkvæmt upphaflegri áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alo Alo þegar að maður nennir ekki að glápa á imbann á þessu menningarkvöldi

Sit hér heima við með dótturinni sem er sofandi. Frúin og drengurinn úti að njóta flugeldanna.

Nennti ekki að glápa á imbann en leitaði uppi eitthvað skemmtilegt á YouTube í staðinn. Þessir þættir voru hreint frábærir.

 


Voru örugglega allir ódrukknir við Icesave umræðuna á Alþingi? - Ágætis myndband hér á ferðinni með húmor vinkilinn

Rakst á þetta á Facebook og langaði að smella því hér inn. Það er ljóst að þau eru ekki til þess að auka hjá mér traust til sitjandi stjórnar, tilsvörin hjá Sigmundi Erni. Var hann ekki örugglega ódrukkinn? Er nema von að maður spyrji sig?

Reyndar fannst mér líka góður húmor í því að fela þarna alltaf andlit GÞÞ. Sá sem klippti þetta til heldur því fram þarna að það sé vegna skammar D manna. Dæmi hver fyrir sig.



Vona að þetta valdi ykkur ekki vonbrigðum, fann mig knúinn til þess að hafa ekki örlítið minna alvörugefið hérna inni á þessum ágæta laugardegi.

 


mbl.is Funda um Icesave um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband