Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Afar mikilvægur Borgarafundur Hagsmunasamtaka Heimilanna - skýrir vonandi greiðsluöfnunina betur


mbl.is Samningar um greiðslujöfnun og skuldaaðlögun undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti sökudólgurinn er verðlagning geisladiska - án vafa

Það er ekki fyrir venjulegt fólk á krepputímum að veita sér slíkan munað að kaupa sér uppáhalds nýju músíkina sína þegar að hver diskur er kominn í 3.000 kr. stk.

Mynstrið mitt til dæmis hefur breyst (þó að ég hafi reyndar aldrei keypt mikið af tónlist, er svoddan oldies gaur) á þann veg að ég hlusta á tónlist á netinu í dag og kaupi ekki diska nema að mér líki verulega vel við efnið eða einfaldlega vilji styðja við höfundinn.

Það gerist sjaldnar og sjaldnar.


mbl.is Niðurhal af netinu hefur áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdavaldið sýnir vald sitt með sanni - löggjafinn virðist aðeins til sýnis - vanvirðingin alger fyrir Alþingi Íslendinga

Er nema von að þjóðin beri lítið traust til Alþingis Íslands þegar að embættismenn og framkvæmdavald gera það augljóslega ekki. Framkvæmdavaldið virðist geta án nokkurra örðugleika gengið þvert á lagasetningu Alþingis frá því í sumar og gert bara einhvern sérsamning við Breta og Hollendinga um Icesave, þvert á samþykkt lög um málið. Sérsamning þar sem að efnahagsfyrirvarar frá því í sumar eru að engu gerðir. Við þetta má ekki búa.

Ég vil manna síðastur gera nokkuð sem getur aðstoðað spillingarliðið og fyrrum ríkisstjórnarflokka hér í 12 ár, til þess að komast aftur til valda. En það er einmitt stór hluti vandans í dag. Á að þola það til lengdar að búa við það hér að hér sé engra raunverulega lausna hægt að krefjast vegna þess að þá gæti núverandi ríkisstjórn fallið?

Hvað má hún kosta okkur áður en að hún er talin verri kostur en fyrri hrunaflokkarnir?

Er búinn að velta þessum málum mikið fyrir mér í dag og snúast í marga hringi. Það er ljóst að samfélagið þolir ekki status quo mikið lengur og þar er stærsta meinið efnahagsstjórn AGS hér á landi í stað ríkisstjórnarinnar. Því verður að breyta í hvelli.

Í dag er líka búið að vitna ítreka til orða Gunnars Tómassonar Hagfræðings, greiðsluþrot er að hans mati besta lausnin. Miðað við þau drög sem liggja fyrir núna að nýjum samningi um Icesave, þar sem að virðist efnahagsfyrirvarar Péturs Blöndal, Þórs Saari, Lilju Mósesdóttur o.fl. eru að engu gerðir, virðist ljóst að þessi samningur er mun verri niðurstaða en stjórnvöld vilja láta í veðri vaka.

Við verðum öll að halda vöku okkar og berjast áfram. Ég var orðinn afar baráttulatur í dag verð ég að viðurkenna, en við megum ekki gefast upp. Allt þetta langloku þvaður ráðamanna virðist einmitt helst til þess gert, að draga úr okkur móðinn.

 


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf að ræða AGS málið lengi? - Er ekki samstaða um málið ef skoðuð er innri sannfæring allra?

Á einhverjum tímapunkti hafa nú þegar allir ráðamenn landsins gefið út um það yfirlýsingu að auðvitað væri það betri staða að láta AGS ekki stjórna hér málum. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að halda því fram að þeir séu ekki einu sinni að stjórna hérna núna.

Ef svo er og öllum hinum finnst að þeir eigi ekki að gera það, hvað þarf þá að ræða?

Við erum greinilega um það sammála að við eigum að fara með stjórn efnahagsmála hérna, ekki risastórir fjölþjóðlegir auðhringir.

AGS má að sjálfsögðu sinna áfram því hlutverki að lána peninga, hvort sem er hingað eða annað. Við eigum hins vegar án nokkurs vafa að stýra hérna efnahagsmálum.

Vilt þú að það sé undir eigendum AGS komið hvort að móðir þín fái hér þjónustu í heilbrigðiskerfinu?


mbl.is Umræða á Alþingi um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjár 1 stefnir á verstu framkvæmd að virðist sem þeim gæti hugkvæmst á þessu stigi málsins

Er búinn að velta aðeins fyrir mér þessari hugmynd Skjás 1, að ætla sér að verða að áskriftarsjónvarpi frá og með miðjum næsta mánuði.

Ég skil að mörgu leyti þá aðstöðu sem að þeir eru í. Auglýsingasala hefur dregist gríðarlega saman frá hruni og eins og flestir vita, er það jú nánast eina mögulega tekjulind stöðvarinnar eins og hún hefur verið rekin hingað til.

Sjónvarpsstöðin er rekin sem frí-miðill og hefur nýtt sér styrkinn í áhorfi hingað til við sölu auglýsinga. Áhorfið samkvæmt nýjustu tölum frá Capacent Gallup er yfir 85%, sem verur að teljast afar gott.

Nú ber hins vegar svo við að stöðin býr við mikinn tekjumissi. En hvað skal þá gera? Eigendur standa frammi fyrir því að eiga mögulega ekki marga kosti í stöðunni.

Ég tel kostina vera einhverja af eftirtöldum:

1. Greiða auki hlutafé inn í reksturinn og reyna sem þeir geta að berjast í gegnum erfiðleikana. - Mjög líklega hafa eigendur ekki aðgengi að miklu fjármagni þessa dagana og þessi leið gæti því orðið ansi torfær.

2. Fara í hlutafjáraukningu og ná þannig inn auknu veltufé og reyna þannig að berjast í gegnum þennan samdráttartíma. - Reksturinn virðist vera að ganga í gegnum erfiðleika. Spurning hvort að aðgengi að fjárfestum sé í pípunum. Samkvæmt Gróu á Leiti, virðast flestir þeir sem hafa eitthvað handbært fé, vera að fjárfesta með því erlendis þessa dagana.

3. Reyna að auka tekjustreymið með því að fara að rukka fyrir áhorfið með einhverju móti.

Og eins og kynnt hefur verið í fjölmiðlum virðist ljóst að eigendur hafa valið leið 3.

En hvert mun það leiða stöðina?

Þrennt sem getur gerst að mínu mati:
1. Þetta gengur bara vel og allir sáttir.
2. Þetta gengur illa og minnkar svo áhorf á sama tíma (áætlað allt að 80% drop) að Skjár 1 á ekki afturkvæmt nema með gríðarlegum kostnaði, inn á frímarkaðinn aftur.
Það þarf jú miki áhorf til að selja auglýsingar gegn góðu verði.
3. Þetta gengur ekki upp en viðskiptavinurinn kemur strax aftur þegar að þeir ákveða að slútta þessu.

Persónulega tel ég og mikill meirihluti samnemenda minna, sem voru með mér á vinnuhelgi í markaðssamskiptum á Bifröst um helgina, að atriði 2 verði ofan á, og að þessi framkvæmd muni að líkum ríða stöðinni að fullu.

Skoðaði þessa könnun sem að hefur gengið um málið á Facebook, sjá hér.

Samkvæmt könnuninni ætla um 9.2% að greiða fyrir áskrift, 79,4% ætla ekki að gera það og um 11,4% eru enn óákveðin. Það voru 5.617 manns búin að svara könnuninni þegar að ég sótti þessar tölur.

Erum við að fara að kveðja enn einu sinni "þriðju" sjónvarpsstöðina? Hvað heldur þú?


Var einmitt að sækja um vinnu þar - mikið væri gaman ef ég fengi vinnu hjá alþjóðlegu fjármálafyrirtæki :)

Já, eftir allt sem á undan er gengið væri nú smá húmor í því að minnsta kosti ef ég færi að vinna hjá alþjóðlegu fjármálafyrirtæki. Verð reyndar að taka fram að ég hef allt frá hruni talað fyrir því að fá hér inn í samkeppni erlenda aðila. Það er besta tryggingin að mínu viti gegn þessu samtryggingarkerfi strákaklúbbanna á Íslandi.

En hvað um það, sendi inn umsókn hjá þeim vegna auglýstrar stöðu ráðgjafa við fjármögnun atvinnutækja. Væri gaman að fá að minnsta kosti að funda með þeim.

Þú mátt líka lesandi góður ef þú þekkir orðið á mér einhver skil, endilega láta mig vita ef þú veist af starfi sem ég myndi vinna vel. Er orðið svo lítið að gera í ferðaþjónustunni að ég verð víst að sætta mig við að fá mér aftur alvöru vinnu :)

Er á öðru ári í viðskipta- og markaðsfræði við Háskólann á Bifröst, en það er kennt í fjarnámi og er námið skipulagt sem nám með vinnu.


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave þreyttur - en verð samt að velta þessu upp - heldur blekkingarleikurinn bara áfram?

Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér undanfarna daga hvað þessi frétt af Icesave málinu og uppgjöri á milli gamla og nýja Landsbankans þýði í raun. Mín skoðun er sú að hér sé raunverulega bara verið að blekkja mig og þig eina ferðina enn, en staðan hafi í raun versnað en ekki lagast við þetta uppgjör.

Fyrir yfirtöku NBI (nýja Landsbankans) á eignum gamla Landsbankans var allur vafi um verðmat eignanna enn í höndum þrotabúsins og lánveitenda þess. Ég sé ekki betur en að núna sé ríkisbankinn nýji búinn að taka yfir í uppgjöri, eignirnar á þessu tiltekna skráða vermati og þar með sé allur mögulegur vafi raunvirðis þeirra komið í hendur ríkisins, ERGO þjóðarinnar.

Mig langar til að setja þetta hérna fram í þeirri von að fá um þetta umræður hérna. Hver er þinn skilningur lesandi góður á málinu?

Mig langar í umræður með rökum, er einn margra sem er að þreytast gríðarlega á röklausri yfirlýsinga umræðu. Hún gerir ekkert nema að veikja málstað allra sem að koma.

En svona til gamans, þá langar mig að setja hér inn umræðu sem að ég átti um málið við skemmtilegan og rökfastan penna á Facebook í dag. Bara svona til að kannski koma umræðunni betur af stað hér.


Ég byrja:
Langar að spyrja þig, vegna þess að þú hefur sýnt að þú ert trúverðugur erindreki, hvernig er þetta Icesave uppgjör nákvæmlega á milli nýja og gamla Landsbankans?
Allir fjölmiðlar fjalla um að 90% fáist upp í eignir, en ég sé ekki betur en að það sé NBI sem er að fara að greiða þau 90%
Er það misskilningur hjá mér?

Facebook vinurinn:
Ég hef því miður ekki haft tíma til að kynna mér þetta nákvæmlega en uppgjörið á milli gamla og nýja felst í því að sá nýi kaupir eignir af þeim gamla og fyrir það er NBI að borga. Þetta er viðskiptalegur gerningur - eignir eru keyptar og greitt fyrir með skuldabréfi.

Margumræddu lánin okkar sem fluttust úr gamla í nýja er það sem verið er að borga fyrir, ásamt fleiri hlutum, að sjálfsögðu.

Þetta er ekki eins og Höskuldur Þórhalls reyndi að setja fram í morgun að ríkið sé að fegra Icesave niðurstöðu með því að ganga frá svona samningi - enda ekkert víst og jafnvel frekar öruggt að að ríkið þurfi ekki að borga krónu vegna þessa skuldabréfs NBI. Eignirnar eiga að standa undir því.... Read More

Þá erum við nefnilega komin með tvíeggja sverð, niðurfærsla á skuldum einstaklinga sem skulda NBI umfram það sem áætlað hefur verið við yfirtökuna, gæti minnkað möguleika NBI til þess að standa undir afborgunum af skuldabréfinu, sem gæti aukið þörfina fyrir hærri Icesave greiðslur.

Ég:
En ergo, það þýðir þá að óvissan stendur enn óbreytt um raunvirði eignanna þegar til sölu kemur. Samt er hér verið að láta í veðri vaka að allt sé mikið betra núna :/
Pólitík er svo skrítin tík....

Facebook vinurinn:
En þetta *er* betra - það er ekki óvissa nema rangar ákvarðanir verði teknar. Óvissunni er eytt með þessari ákvörðun - en henni verður "afeytt" ef ákvörðun um þvingun til niðurfærslu umfram það sem nauðsynlegt er, verður tekin. Þess vegna er *það* tvíeggja sverð.

Ég:
Þetta er í raun verra er það ekki?
Með þessu er búið að staðfesta eignaverðið gagnvart kröfuhöfum gamla bankans, en samt enn óljóst hvað fæst fyrir þær í raun. Áhættan er því öll komin á ríkið núna, þ.e. eiganda NBI.
Á móti kemur (til að vera smá jákvæður) að ef að svo yndislega vill til að raunvirði eignanna verði hærra, kemur það þá sem arður á nýja eigandann

Facebook vinurinn:
Nei alls ekki, það er alltaf betra að vita hvað þú skuldar og hvað þú átt, heldur en að vera í óvissu um það sem mögulega getur gerst.

Þú getur fyrst tekið ákvörðun um aðgerðir, fjárfestingar, sjóðsstreymi og áhættudreifingu, þegar skuldir þínar og eignir liggja ljósar fyrir í efnahag.

Síðan eru staðlaðar matsreglur á öllum eignum, sem gilda nú eins og alltaf og líkindareikningur sem stuðst er við til mats á heimtum. Það er í raun ekki sérstaklega óljóst hvað fæst fyrir eignirnar - nema ef til kæmu fyrirmæli utan bankans um að fara í aðgerðir sem veikt gætu eignasafnið."

Nú væri gaman að fá þitt innlegg í þessar vangaveltur.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak grasrótarinnar hér á ferð - http://www.thjodfundur2009.is

Hvernig lýst þér á hugmyndina um að breiður hópur fólks úr samfélaginu komi að því að velja hvert samfélagið skal stefna? Hvernig lítist þér á að mjög breiður hópur fólks úr mörgum mismunandi áttum í samfélaginu, sameinist í kraftmikilli hugmyndavinnu við stefnumótun fyrir samfélagið, stjórnmálin, siðferðið okkar og þar fram eftir götunum?

Er hér ekki nánast komin myndin af því sem að krafan var um í búsáhaldabyltingunni?

Búsáhaldabyltingin fyrir mér gekk einmitt að miklu leyti til út á kröfuna um nýja hugsun, nýjar nálganir að hlutunum, aðkomu lýðsins í ákvarðanatökunni.

Þetta þykir mér frábært framtak og í raun 100% snið fyrir það hvernig halda á stjórnlagaþing. Alvöru stjórnlagaþing en ekki eitthvað ráðgefandi bull sem ekkert gagn gerir.

Takk fyrir þetta Þjóðfunda nefnd.

Nánari upplýsingar um málið má finna hér: http://www.thjodfundur2009.is

Hér er á ferðinni enn ein frábær hugmyndin sem að fær rætur í Hugmyndahúsinu.


mbl.is 1.500 boðaðir til „þjóðfundar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús Orri Schram gekkst við því fyrir hönd Ríkisstjórnarinnar að búið væri að afskrifa lán íslensku bankanna af erlendum lánveitendum

Merkilegt. Hingað til þegar þetta hefur borið á góma hefur sá fulltrúi ríkisstjórnarinnar sem talað hefur verið við, yfirleitt eytt talinu eða gert lítið úr því.

Magnús Orri Schram, sem sat í Kastljósi rétt í þessu á móti Birni Þorra Viktorssyni og reyndi að verja hálfkákið sem stórskuldugum fjölskyldum landsins er boðið upp á í þeim úrræðum sem að stjórnin hefur verið að kynna að undanförnu. Á stundum að virðist mest megnis einungis til þess að lægja gagnrýnisraddir til dæmis Hagsmunasamta Heimilanna, en þau samtök hafa staðið sig gríðarlega vel á vaktinni fyrir fjölskyldur landsins, og eru ekki auðblekkt með glansandi hugmyndum.

Samtökin voru einmitt að senda frá sér yfirlýsingu vegna þessa í formi ályktunar sem sjá má hér.

En sem sagt, það sem vakti undrun mína í þessum Kastljós þætti, sem að ég mæli með því að fólk nálgist og horfi á á vef RÚV, var að Magnús Orri svaraði því til á þá leið að afskriftirnar hefðu farið fram og nú væri ríkið að ákvarða hvernig þeim peningum væri best varið.

Ég spyr, er það ekki lántakandanna að taka afstöðu til þess?


mbl.is Rannsókn á hruni fær aukið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEYR HEYR Ögmundur Jónasson - BURT með AGS hið fyrsta!!

Úr fréttinni: Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfi „að hverfa úr landi hið bráðasta“ og bætir við: „Við höfum ekkert við hann að gera hér.“

 Hér gæti ég ekki verið meira sammála Ögmundi, sem vex með hverjum deginum í áliti hjá mér. Þetta er nákvæmlega kalíberið sem okkur vantar meira af í stjórnmálastéttina. Heiðarlegt hugsjónarfólk sem segir sannleikann upphátt og stendur við orð sín og hugsjónir.

Aftur úr fréttinni: Ögmundur segir að takist ríkisstjórninni að taka á málum sem varða AGS, vexti, hinn bratta niðurskurð í velferðarmálum og aðkomu erlendra sérfræðinga að ráðgjöf eigi hún „góða möguleika á að þjappa þjóðinni saman. Takist þetta ekki þarf hún náttúrlega að hugsa sinn gang.“

 Nákvæmlega!!  Til hvers að hanga á stjórnarsamstarfi bara af því bara? Til hvers að hanga á samstarfi af því að hugmyndin um félagshyggjustjórn er heillandi?

Þessi stjórn er hreint engin félagshyggjustjórn - það liggur skýrt fyrir. Þessi stjórn er framkvæmdanefnd fyrir AGS og ætti að skammast sín. Spurning hvort að launin þeirra ættu ekki hreinlega að vera greidd af þessum erlendu olígörkum og aristókrötum sem hér vilja eignast auðlindir til lands og sjávar.

Meira svona kæru landsmenn - stöndum upp og segjum satt!


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband