Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Álfeheiður Ingadóttir staðfestir taktleysi VG enn frekar

Já, það er sko undarleg tík þessi pólitík.

Ég er búinn að vera á fjöllum undanfarna daga og er reyndar enn, en núna í netsambandi um stund. Byrjaði strax af slæmum vana að skoða allar helstu fréttir undanfarið og fann strax fyrir óþægindum og óhamingju, því miður. Búið að vera dásamlegt að vera nánast fréttalaus undanfarna daga og flestir ættu að hugsa til þess að taka sér reglulega gott frí frá fréttaamstri. Þetta virðast mest vera vondar fréttir enn sem komið er, það er að segja sem komið er frá hruni.

En hvað um það. Hér er enn ein frétt um umræður um Icesave á Alþingi þar sem að drullað er yfir lýðræðið og hreint alveg ótrúlegt hvað það virðist gjarnan koma úr herbúðum VG, sem einmitt voru með lýðræði sem kosningamál fyrir nýliðnar kosningar. Augljóslega lítið að marka þær yfirlýsingar.

Í þetta skiptið er það Álfheiður Ingadóttir sem stígur fram og tilkynnir okkur að Icesave sé ekki stóra málið í dag og að þjóðin hafi kosið umIcesave, ásamt öðrum málum í apríl. Ég spyr, hversu firrt er slík yfirlýsing?

Hér eru niðurstöður kosninga í apríl síðastliðnum:

Landið allt


FlokkurAtkvæðiHlutfall
Þingmenn
BFramsóknarflokkur

27699

14,80%

9

DSjálfstæðisflokkur

44369

23,70%

16

FFrjálslyndi flokkurinn

4148

2,22%

0

OBorgarahreyfingin

 13519

 7,22%

4

PLýðræðishreyfingin

1107

0,59%

0

SSamfylkingin

55758

29,79%

20

VVinstrihreyfingin - grænt framboð

40580

21,68%

14

Þeir sem voru yfirlýst ósammála því að greiða Icesave án sönnunar þess að okkur bæri svo að lögum voru B, O og V listar. P listi svaraði því til að þjóðin ætti að kjósa beint um það, sem og önnur þingmál.

B, O og V eru samtals  43,7% atkvæða. Að auki er augljóst af umræðunni að fjöldi D kjósenda eru einnig á móti því að borga bara möglunarlaust

Þetta fyrir mér er bara einfaldlega of tæpt til þess að þjóðin eigi ekki að taka sérstaklega atkvæðagreiðslu um málið. Þetta er RISA mál og mun meira undir en aðeins fjárhagslegir hagsmunir.

En burtséð frá því hvað þjóðin kaus um í apríl, hvað varð um sannfæringu VG? Hvaða skilaboð er verið að senda þeim kjósendum VG sem kusu í góðri trú framboð sem boðaði lýðræðisumbætur, afnám stjórnunar AGS á ríkismálum á Íslandi og andstöðu gegn ESB?

Er nema von að fólk eigi erfitt almennt með að treysta gömlum refum í pólitík?


mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EITT AF ALLT OF MÖRGUM DÆMUM AF ALGERLEGA ÖMURLEGUM VINNUBRÖGÐUM FASTEIGNASALA

Vissulega er það þannig að allir eiga að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hins vegar svo í samskiptum neytenda við fagmenn, að fagmennirnir bera þar mjög ríkar skyldur og ábyrgð.

Allt of algengt er að fólki hafi verið att til þess að kaupa án þess að fyrir lægi sala á fyrri eign. Slíkar sögur hef ég heyrt af miklum fjölda fasteignasala. Þar settu þeir líf fólks í algerlega ömurlega stöðu milli steins og sleggu, fyrir skyndigróða upp á hundrað þúsund kalla í sölulaun.

Allur almenningur ætti að varast slíkar ráðleggingar gríðarlega og fá þær staðfestar skriflega!


mbl.is Fjölskylda á hringekjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

R.I.P Michael Jackson - Munið þið eftir þessu?

Þvílíkur ofurslagari sem þetta var nú á sínum tíma.  Godspeed Mr. Jackson.

 


mbl.is Michael Jackson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ÍSLENSKA RÍKIÐ WEST HAM?

Samkvæmt þeim síðustu fréttum sem ég man eftir að hafa séð af þessu, eignaðist Straumur (fjárfestingarbanki Björgólfs) West Ham þegar að Björgólfur stefndi í þrot.

Nú skilst mér að ríkið sé að eignast Straum fjárfestingarbanka.

Mér er spurn, er ekki fínt að setja West Ham upp í Icesave skuldina? Gætum til dæmis "liquidate'að" félagið, náð út úr því sem mestum skammtíma hagnaði og notað peningana upp í Icesave.

Þetta er náttúrulega bara draumsýn, en mér er samt í alvörunni spurn um hvort að ríkið eigi mögulega orðið fótboltafélag í Bretlandi?


mbl.is Stoke í viðræðum við West Ham um kaup á Ashton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort vilt þú velferðarþjónustu í grunnskólum eða Tónleikahöll??

Það á að skera niður í háskólum um 1,7 milljarða. Það á að skera niður í framhaldsskólum um 1 milljarð. Í grunnskólum og leiksskólum um um það bil 800 milljónir.

Á sama tíma á að borga samtals um 35 milljarða fyrir tónleikastað við sjávarsíðuna.

Er eitthvað vit í þessu liði??


mbl.is Alþýðuhöllin við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um lýðræðisumbæturnar fær nú aftur byr undir báða vængi - mikið er ég stoltur af þingmönnunum mínum

Í dag var sögulegur dagur fyrir okkur í Borgarahreyfingunni, í dag lögðu þingmenn okkar fram fyrsta frumvarpið sem er algerlega úr stefnu okkar. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ég er OFSALEGA stoltur núna :)

Sjá nánar allt um þetta hér: http://www.margrettryggva.is/?p=113


mbl.is Sjálfstæðismenn ræddu við VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ENN MEIRA UM ICESAVE

Hér takast á tvær greinar um málið, báðar með ágætis rökum þó að ég persónulega hallist ennþá frekar að Herdísar greiningu á málinu.

Sjá hér grein Herdísar: http://www.visir.is/article/20090620/SKODANIR/228195908

og hér grein Guðmundar Andra: http://tmm.forlagid.is/?p=1730

 

Bæði hafa þó nokkuð til síns máls, en þó tel ég margar yfirlýsingar hjá Guðmundi Andra ekki standast nánari skoðun.

Hann nefnir til að mynda í þriðja lagi, að við séum ekki saklaus af peningasukki. Það er hárrétt hjá honum, en jafnframt er margbúið að sýna fram á að þáttur almennings í heildarútlánum bankanna 2007 var ekki nema um 3% í neyslulánum.

Þá tiltekur hann síðar í færslunni að vitað sé að við munum fá um 75-95% af ætluðum eignum Landsbankans upp í skuldina. Það er einfaldlega ALRANGT að það sé eitthvað um það vitað. Það er hvorki vitað hverjar raunverulegar endurheimtur eignarinnar verða, né neitt um það hvort að íslenska ríkið eigi einhvern forgang á þær heimtur fram yfir aðra kröfuhafa.

Já, það eru enn að minnsta kosti jafn margar ósvaraðar spurningar sem standa eftir þrátt fyrir ýmis svör. Er réttlætanlegt að semja um slíkar skuldbindingar á forsendum sem við getum mjög ólíklega staðið við, á jafn ótraustum upplýsingum og heimildum og nú liggja fyrir?

Ég segi NEI


ICESAVE - ÞETTA ÞARFTU AÐ LESA

Ræða Jóhannesar af Austurvelli í dag:

http://besserwiss.com/blogg/r%c3%a6%c3%b0a-a-austurvelli-20-juni-2009

Þetta þurfa allir að lesa sem vilja setja sig inn í málið og skilja.

 

Og hérna meira konfekt: http://hnakkus.blogspot.com/2009/06/af-gungum-og-druslum.html


mbl.is „Stemmningin var góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VERJUM LANDIÐ - RADDIR FÓLKSINS BOÐA TIL MÓTMÆLA Á MORGUN LAUGARDAG Á AUSTURVELLI!!!

Raddir fólksins ásamt fleirum sem hafa staðið mótmælavaktina gegn Icesave undanfarnar vikur, boða nú til mótmæla á Austurvelli á morgun. Allir þeir sem vettlingi geta valdið og hafa áhuga á því að hneppa ekki landann undir nýlendu stefnu Breta, verða að mæta. Ég verð því miður að fylgjast með þessu enn eina ferðina bara af fjöllum.

Sjá fréttatilkynningu frá þeim hér að neðan:

Fréttatilkynning

Laugardagur 20. júní 2009 – Austurvöllur kl. 15:00


Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 20. júní kl. 15:00. Þetta er 24. vika útifundanna og 30. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna ríkisins í efnahagshruni þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
3. Krefjumst þess að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum

Ræðufólk dagsins er:

Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna
Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari

Fundarstjóri er Hörður Torfason.


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞÖGGUN UM SAMNING SEM ICESAVE LANDRÁÐ? - HVAÐ FINNST ÞÉR?

Fékk þetta á Facebook frá henni Margréti Tryggvadóttir, þingmanni Borgarahreyfingarinnar.

Þessi dagur var hræðilegur. Icesave samningurinn sem við höfum verið að biðja um að fá að sjá í nærri tvær vikur vofði yfir honum.

Í morgun fengum við tvo góða gesti til okkar. Það voru tveir lögfræðingar úr Indefence hópnum en samningnum var bæði lekið í þá og Rúv í gær. Þeir höfðu varið nóttinni í að fara yfir samninginn, lúslesa hann og voru ekki parhrifnir. Þeir sýndu okkur þó ekki samninginn enda hefði það getað komið þeim í 16 ára fangelsi. Þeir vöktu hins vegar athygli okkar á nokkrum ákvæðum hans sem gera hann algjörlega óásættanlegan fyrir íslenska þjóð.

Þingfundur hófst svo eftir hádegi. Ég ætlaði að vera með fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur um Icesave samninginn og spyrja hana hvort hún teldi sig hæfa til að greiða atkvæði um hann en Svandís er sem kunnugt er dóttir Svavars Gestssonar sem fór fyrir íslensku samninganefndinni. Svandís datt hins vegar á hjóli rétt fyrir þingfund og var flutt á sjúkrahús. Ég vona svo sannarlega að meiðsli hennar séu ekki alvarleg og að hún noti hjálm í framtíðinni.

Eftir atkvæðagreiðslu um standveiðar, listamannalaun og búvörusamninga (allt samþykkt) og umræður um ýmis mál var gert hlé á störfum þingsins og þessir blessuðu samningar kynntir fyrir okkur. Birgitta fékk kynningu kl. 15:30 í utanríkismálanefnd en kl. 16:30 fengum við einn af samningamönnunum á okkar fund. Við náðum sem betur fer að kalla til okkar Elviru Mendez Pinedo, lektor og sérfræðing í Evrópurétti sem sérstakan ráðgjafa okkar og var mikill fengur í því. Fulltrúi samninganefndarinnar mætti stundvíslega en tómhentur því verið var að ljósrita samningana. Samningana fengum við ekki í hendurnar fyrr en klukkan var orðin fimm og þá höfðum við klukkutíma til að fara yfir, þessar 21 síðu af flóknum lagatexta á ensku áður en utandagskrárumræður um þá hófust. Samningarnir eru að mestu samhljóða og því báðir jafnskelfilegir.

Fyrst ber að nefna 16. greinina sem fjallar um "Afsal á griðhelgi fullveldis" en hún hljómar svo í íslenskri þýðingu Magnúsar Thoroddsens hrl.:

„ Afsal á griðhelgi fullveldis

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám, í hvaða eignum eða réttindum ( án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra, eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu ( þótt það sé áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði) eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.“

Þetta þýðir einfaldlega algjört afsal íslenska ríkisins á eigum sínum erlendis. Fjármálaráðherra heldur því fram að þetta sé venjulegt ákvæði í lánasamningum á milli þjóða. Þeir sérfræðingar sem ég hef talað við í dag eru sammála um að svo sé ekki. Þetta ákvæði sé hins vegar því miður að finna í mörgum samningum sem t.d. Afríkuríkjum og fátækari ríkjum Suður-Ameríku er boðið upp á. Nú þegar Icelandair er komið í eigu ríkisins gætu Bretar eða Hollendingar því gert flugvélar félagsins upptækar hvar sem er í heiminum utan við Ísland. Í þessu hafa mörg ríki sem reka ríkisflugfélög lent, t.d. Tyrkir. Hvernig væri ferðaþjónustan stödd ef við gætum ekki einu sinni flogið hingað fólki.

Til þess að virkja þetta ákvæði þarf að koma til samningsbrot og hugsanleg samningsbrot eru tíunduð í löngu máli í 11. grein samningsins. Sum þeirra eru skiljanleg og jafnvel eðlileg, svo sem ákvæðið um greiðslufall af okkar hendi en önnur eru illvígari, t.d. ákvæði 11.1.11 sem fjallar um hugsanlegar lagabreytingar íslenska ríkisins um eignir ríkisins eftir 5. júní 2009 (daginn sem gengið var frá samningnum) valdi því að samningurinn allur gjaldfalli og 16. greinin virkist.

Eini jákvæði punkturinn í þessum hryllingi er ákvæði í 3. grein þar sem segir að þingið verði að veita ríkisábyrgð áður en það fari í sumarfrí nú í sumar svo samningurinn öðlist gildi. Nú verðum við að þrýsta á alla þingmenn og skora á þá að kjósa eftir sannfæringu sinni. Reynum að höfða til þeirra betri manns. Næstu dagar munu skipta sköpum fyrir framtíð og lífskjör okkar allra.

Samningurinn var ræddur í utandagskrárumræðum eftir að við höfðum fengið að handfjatla hann í klukkutíma. Hver flokkur fékk tvo ræðumenn og töluðum við Þór. Hér er ræðan mín:

http://www.althingi.is/raedur/?start=2009-06-18T18:30:23&end=2009-06-18%2018:34:48

Þór talaði svo og var heitt í hamsi:

http://www.althingi.is/raedur/?start=2009-06-18T18:52:13&end=2009-06-18%2018:56:28

Við megum þakka þeim sem láku samningnum fyrir það að almenningur fær að sjá hann. Stjórnvöld höfðu haldið því fram að ekki mætti sína hann vegna þess að Bretar og Hollendingar hefðu ekki leyft það! Í samtali Birgittu og Þórs við hollenska samningsmanninn kom fram að sú krafa hafi alls ekki verið uppi. Á fundi með formönnum þingflokkanna í morgun missti fjármálaráðherra það út úr sér að hann hefði nú kosið að almenningur hefði ekki fengið að skoða samninginn því hann væri svo flókinn og á erfiðri ensku að fólk myndi bara misskilja hann! Ríkisstjórnin og þá sérstaklega þau Jóhanna og Steingrímur treysta þjóðinni nefnilega ekki fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Dæmi um það er frumvarp ríkisstjórnarinnar um "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur". Þau ætla sem sagt að spyrja þjóðina um ESB en leyfa henni samt ekki að ráða neinu. Þess vegna ákváðu þingmenn Borgarahreyfingarinnar að semja sitt eigið frumvarp um þjóðaatkvæðagreiðslur og var því dreift á þinginu í dag. Þetta er fyrsta frumvarp okkar og var eini ljósi punktur dagsins. Hér er linkur á frumvarpið:

http://www.althingi.is/altext/137/s/0149.html

Á morgun á svo að fjalla um bandorm ríkisstjórnarinnar sem er vísbending um það sem koma skal. Þróunarríkið Ísland.

 

Steingrími finnst sem sagt henta betur að halda okkur í myrkri vanþekkingar. Glæsilegt?


mbl.is „Skammist þið ykkar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband