Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Mér var bent á þessa hugleiðingu af félaga í Íslandshreyfingunni....

http://organisti.blog.is/blog/organisti/#entry-193803

Verður að teljast bara nokkuð vel af sér vikið með 0,9% fylgi í NA kjördæmi skv. nýjustu tölum (sem ég tel að sé ekkert að marka vegna þess hve stutt er síðan frambjóðendur byrjjuðu að kynna sig), að valda þvílíkum skjálfta hjá Samfó að þeir afpanti á síðustu stundi tónlistaratriði vegna þess að einhver sem er í "guðmávitahvaðasæti" lista Íslandshreyfingarinnar í NA Smile

Verður að teljast bara ansi sterk innkoma hjá henni þarna í kjördæmið ......

Kjósum með hjartanu fyrir budduna og framtíðina - setjum X við Í Cool


Er þarna kominn kaupandinn að Landsvirkjun??

Merkilegt nokk þá læðist að manni sá grunur, kannski meira í gamni en alvöru, en grunur þó Wink

Hef hingað til skv. óáreiðanlegum heimildum, en heimildum þó, verið sannfærður um að Landsvirkjun ætti að seljast því litla sem enn er eftir af Kolkrabbanum, Kristni "Það var ekki ég" Björnssyni og félögum í FL Group.  Skv. þessum óáreiðanlegu heimildum mínum, þá þykir það afar grunsamlegt hvað FL Group situr á miklum sjóðum og hefur lítið fjárfest utan nokkurra minni samninga til skemmri tíma.

Tilgátan skemmtilega var að það væri vegna þess að þeir væru að bíða eftir Landsvirkjun sem að Sjallarnir ætluðu afar líklega að selja fljótlega eftir kosningar.  En kannski fær Geysir Green Energy hnossið??

Er ekki annars GGE að stórum hluta í eigu FL Group?

Er ekki afar ólíklegt miðað við þessa óáreiðanlegu tilgátu, að Framsókn, "Áfram spilling - Ekkert stopp" verði með Sjöllum í ríkisstjórn?  Frammararnir leggja jú á það mikla áherslu að LV verði ekki seld.

Er ekki gaman að einu svona "conspiracy" bloggi?  Mér finnst það, eða var það kannski ekki ég sem skrifaði þetta?  Hmm, það er efni í annað sbl. blogg líklega.

Kjósum með hjartanu fyrir budduna til framtíðar - setjum X við Í Cool
Veljum okkur einlæga og heiðarlega leiðtoga.


mbl.is Tilboði Geysir Green Energy tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OMG - grátandi karlmenn allsstaðar.....

Sit hérna og jafna mig. Var að enda við að horfa á frábæra frammistöðu Denzel Washington í kvikmyndinni JohnQ frá árinu 2002. Sá hana aldrei á sínum tíma.  Virkilega góð mynd, drama um faðir sem bregður á það ráð að fara alveg á brúnina og rúmlega það til að reyna að bjarga lífi sonar síns.  Ég grét góðan hluta myndarinnar......

....skipti svo yfir á Skjá 1 þegar myndin var búin og datt þar inn í útsendingu frá Herra Heimur.  Ömurlegt að horfa þar á fullorðna karlmenn gráta af gleði yfir því hvað þeir eru fallegir!!???

Tilviljun?


Já, loksins loksins loksins...

Til allrar lukku náðu þeir að halda starfseminni áfram á meðan pólitíkusarnir þrösuðu og þrösuðu, já og dældu peningum á sama tíma í starfsemi fyrir austan fjall sem að var rekin af sjúklingum sem á endanum kom í ljós að virtust vera í verra andlegu ástandi en skjólstæðingarnir þeirra.

Ég er afar ánægður fyrir hönd SÁÁ með samninginn, en hey!! Betur má ef duga skal.

Nú er tími til kominn að setja fram skýrar kröfur um ríkisframlög til meðferðaraðila.  Við verðum að setja lágmarkskröfur, liggur það ekki ljóst fyrir?

Er ekki eðlileg krafa að stjórnendur séu fagaðilar?  Er ekki eðlileg krafa að skjólstæðingarnir geti treyst því að þeir muni hljóta þá ummönnun sem þeir þarfnast?

Ég vil sjá kerfi þar sem að niðurstöður eru mælanlegar. Þar sem hægt er að gera árangurskannanir. Þar sem hægt er að skoða hvað gefst vel og hvað ekki.

Ég vil styðja vel við þá sem sýna árangur, þá sem eru fylgja ákveðnu plani og geta séð hvort að það er að skila árangri.  Hættum að meðfara alkóhólisma með tilraunaverkefnum.  Það liggur fyrir löng reynsla af því hvað skilar árangri.  Af hverju ekki að sýna kjark til að velja í hvað peningarnir okkar fara og velja fagaðila fram yfir aðra.

Leyfum áhugafólkinu að safna sínu eigin fé, setjum ríkisfjármuni í raunverulegar meðferðir.

(úff, hvað þetta er búið að liggja á mér .....)


Ánægður með Ómar í Kastljósinu í kvöld :-)

Já, sat hérna áðan og horfði á Ómar kallinn.
Mér finnst það afar trúverðugt þegar menn koma fram eins og Ómar gerir. Segir bara sannleikann og hvað hann er að hugsa og hvað hann vill gera. Persónulega finnst mér það einmitt óþolandi í pólitískri umræðu að menn svari aldrei neinu og dansi alltaf í kringum sannleikann með fyrirvörum.

Varðandi lækkun skatta á fyrirtæki þá byggir Ómar hugmynd sína á reynslunni héðan af klakanum. Hann tók svo væntanlega söguna af Henry Ford svona til áhersluauka og skemmtunar. Reynslan hér heima er einfaldlega sú að þegar skattar á rekstur voru lækkaðir úr 28% niður í 18% að þá jukust tekjur ríkissjóðs á sama tíma um 38 milljarða af álagningu á rekstur. Það er nefnilega almennt þannig að þegar að rekstri er gert auðveldara um vik með að ganga vel að þá skapar reksturinn mjög líklega störf og skilar arði. Störf og rekstrar afgangur skila svo tekjum í ríkiskassan.

Það er kominn tími á að sýna að við erum velferðarsamfélag. Endalaus niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er bara ekki líðandi lengur að mínu mati. Hversu ömurlega niðrandi er það ekki að heimsækja nákomna á sjúkrahús sem eru jafnvel búnir að vera þar dögum saman, og þeir eru í rúmi Á GANGINUM!?! Það má hins vegar spara verulega í kerfinu með t.d. auknum kröfum um hagkvæmni í lyfjainnkaupum.

Eins og ljóst má vera af þessum pósti mínum, þá er ég afar hrifinn af framtaki Ómar og félaga. Það að afnema tekjutengingu við bætur á að gefast vel við að hjálpa fólki aftur út á atvinnumarkaðinn og þar með af bótakerfinu, og BINGÓ, það skapar jú auknar tekjur í kassann rolleyes.gif

Þetta er svo dásamlega í takt við hugmyndafræði kapítalískrar hugsunar að það að tengja þetta á einhvern hátt við netlögguna og félaga hans er einfaldlega fáránlegt. Ég trúi því að Íslandshreyfingin, ef hún fær tækifæri til, muni sýna fram á að við getum gert svo miklu miklu betur. Við erum búin að vera föst lengi í ótta sem Geir H. & Co vill að við trúum. Ótta um að þetta geti bara ekki verið betra og að við eigum að fara nánast grátklökk í bælið á hverju kvöldi af þakklæti yfir þeim náðargjöfum sem þeir hafa sent okkur.

En er það svoleiðis? Er það ekki merkilegt að þeim takist ekki að gera miklu miklu betur í samfélagi þar sem ríkið fær um 86% af tekjunum í sinn hlut og það á þessum ofsalegu "hagsældar" tímum???

Ps. Hagsæld er skilgreind skilst mér sem hugtak yfir það þegar vel gengur í samfélaginu. Hún á því væntanlega ekki við um það þegar að við meira en tvöföldum skuldir heimilanna í landinu og kaupum okkur "dót" fyrir nánast allan peninginn


Trúir einhver hugmyndum Jakobs fyrrverandi og félaga um samábyrgð í umhverfismálum?

Veit að það gleður án vafa Jakob fyrrverandi að hann hafi náð að sannfæra a.m.k. einn eða tvo um þessa undarlegu umhverfis "verndar" hugmynd sína.  Mitt mat er að þessi hugmynd hans um að ekki verði virkjað annarsstaðar vegna þess að við virkjum svo mikið hérna sé hreint bull.

Íslendingar eru EKKI ábyrgðir fyrir framkvæmdum í öðrum löndum að sjálfsögðu, en í víðara samhengi og út frá hugmyndinni um sameiginlegt átak í loftlagsmálum þá er nákvæmlega ekkert sem styður rökrænt þessa hugmynd um að EKKi verði virkjað í Kína (eða hvar sem er) ef við drekkjum Íslandi fyrir erlenda stóriðju.

Kínverjar eru að hugsa um að ná til sín fleiri verkefnum og þeir munum gera það hvort sem að við virkjum hérna heima eður ei.  Við gerum miklu meira gagn í loftlags málum heimsins og í umhverfismálum almennt með því að vera lifandi fordæmi.

Það er einfaldlega ekki trúverðugt að skemma og skemma í nafni "umhverfisverndar" eins og haldið er fram með þessari kenningu að við getum gert og ég skal éta hatt minn upp á að það er engin hætta á því að Kína eða önnur lönd taki þá hugmynd okkar trúanlega.

Finnst þér það hljóma trúverðugt ef þú setur þig í hlutlausar stellingar?  "Nei nei, við erum ekki að taka frá ykkur verkefni. Við erum einfaldlega bara að leggja okkar af mörkunum til að sporna gegn mengun í Kína."

Er einhver sem trúir því að alþjóðasamfélagið myndi kaupa þessa skýringu??


Jæja, setja fréttamenn sér engar faglegar kröfur??

Nú er kosningavor og á allra næstu dögum og vikum fram að kosningum munum við fá til okkar fréttir sem þessa sendar í gegnum pólitíska propaganda vél Sjálfstæðisflokksins.  Skuggaráðið er búið að búa til ígrundaða áætlun og henni er verið að framfylgja kröftuglega þessa dagana.

En mér er spurn, af hverju í ósköpunum eru svona fréttir birtar algerlega gagnrýni laust af hálfu fréttamanna?  Er það ekki lágmarkskrafa að blaðamenn og fréttamenn skoði fleiri hliðar mála? Það er kannski sök sér að við fáum fréttatilkynningar frá Sjálfstæðisflokknum, en þegar þær eru birtar sem fréttir gagnrýnilaust er náttúrulega eðlilegt að maður hvái við.

Hvernig er hægt að birta svona þjóðhagsspá og taka ekki með í reikninginn t.d. ruðningsáhrif af væntanlegu álveri í Helguvík?

Af hverju er skyndilega korter í kosningar von á vægri lendingu? Já, eða svo maður noti nýyrðið sem Sjallarnir sveifla sér í í þessari fréttatilkynningu: "Snertilending áður en hagkerfið fer af stað aftur"

Svona klikkja þeir út á því svona rétt í restina að álver við Helguvík og á Húsavík, ástandið á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, gengi krónunnar og endurnýjun kjarasamninga (sett inn til að launþegar fari nú ekki að krefjast eðlilegra launa) "séu sömuleiðis áhættuþættir sem gætu breytt forsendum þessarar spár".  Er þetta ekki bara grín??

Þjóðhagsspá sem tekur ekki tillit til stóriðjuframkvæmda, ástands alþjóðlegra fjármagnsmarkaða, gengi krónunnar og endurnýjun kjarasamninga er að sjálfsögðu BARA brandari, settur fram korter í kosningar sem propaganda fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Mikið hlakkar mig til að sjá svör ALVÖRU fagaðila við þessari frétt. 


mbl.is Mjúkri lendingu hagkerfisins spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þeir staldri lengi við aðeins 150.000 tonn?

Mér finnst þetta skammsýni. Skil vel hugmyndina, en hún er skammsýn.

Skv. tölum sem ég sá Ósk Vilhjálmsdóttir vitna í, þá skapar hver ferðamaður að m.t. 98.000.- í tekjur meðan hvert heilt tonn af áli skapar ekki nema 28.000.- í ríkiskassann á sama tíma.

Hvers vegna ekki að eyða peningum frekar til langtíma í heilbrigða uppbyggingu ferðaþjónustunnar? Þar þarf fjármagn til rannsókna. T.d. til rannsókna á sorphirðu málum og öðru slíku sem fylgir óhjákvæmilega vil fjölgun ferðamanna.  En getum við ekki verið því sammála flest að fjölgun ferðamanna væri skemmtilegri kostur?  Skapar fleiri störf og hefur á sér mun skemmtilegri blæ en reykjarmökkur við sjóndeildarhringinn.

Eigum við ekki að láta þetta nægja í bili?  Er ekki tími núna til að staldra við og meta stöðuna í heild?


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innilega innilega innnnnilega til hamingju kæru Valsmenn.

Það er alltaf svo gott að vera Valsari Cool  Og alveg sérstaklega þegar kemur að handboltanum .....

Til lukku strákar, flott barátta þarna á síðustu metrum vetrarins. Verulega flott barátta.


mbl.is Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr innsetningarræðu Nelson Mandela - hér er talað af innblæstri

Rakst á þetta á blogginu og varð bara að setja þetta hérna fram. Hékk uppi á vegg hjá mér á íslensku árum saman og varð mér oft innblástur, sérstaklega á erfiðum dögum.

 

Nelson Mandela's 1994 Inaugural Speech

 

Our deepest fear is not that we are inadequate

Our deepest fear is that we are powerful beyond measure, 

 

It is our Light, not our darkness, that frightens us.

We ask ourselves, who am I to be brilliant,

gorgeous, talented and fabulous?

 

Actually, who are you not to be?

You are a child of God.

 

 Your playing small doesn't serve the world. 

There's nothing enlightened about shrinking

So that other people won't feel insecure around you.

 

We are born to make manifest the Glory of God that is within us.

It's not just in some of us; it's in everyone.

 

And as we let our own Light shine,

We unconsciously give other people permission to do the same.

 

As we are liberated from our fears,

Our presence automatically liberates others.

 

Hættum að lifa og hegða okkur út frá ótta - treystum sannfæringu okkar, hlustum á samviskuna.

 

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband