Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Væri ekki yndislegt ef væri í alvöru til tafla sem hjálpar manni að léttast?

Ég er einn þeirra sem vilja helst ekki vita hvað BMI stendur fyrir Whistling

Sit hérna í eldhúsinu heima hjá mér og borða konfekt frá Nóa og Síríusi í 1 Kg. kassa meðan ég skrifa þessi orð. Var að enda við að taka um það ákvörðun að skella mér á CrossFit námskeið hjá WC á Seltjarnarnesi strax eftir áramótin. Hentar mér ágætlega að það hefjist ekki nýtt námskeið fyrr, get þá einbeitt mér að mat yfir hátíðirnar FootinMouth

Ég veit, ég ætti líklega að skammast mín. Ætti líklega að rífa mig upp á rassgatinu, taka mig á, nota viljastyrkinn, vera bara hress á því og velja hollt mataræði (get líklega bætt lengi við þennan lista af kaldhæðnislegum ráðleggingum) en akkúrat núna bara nenni ég því ekki eða langar ekki. Get ekki hugsað mér akkúrat núna að "liggja ekki nett í því" um hátíðirnar.

En svo, svo verður þetta svakalegt.  I'll quit tomorrow sagði alkinn ítrekað.....


mbl.is Heilinn vegur þungt í offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórunni Sveinbjarnardóttur í Íslandshreyfinguna í einum grænum hvelli

Þórunn komdu komdu fljótt - þér verður afar vel tekið á okkar vígstöðvum.

Ég gef þér mín hæðstu meðmæli fyrir trúverðugleika í starf. Nú er Íslandshreyfingin að fara á fullt í sínu uppbyggingarstarfi. Viltu ekki bara vera memm?


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að treysta Jóni Gerald Sullenberger??

Vonandi að þið getið minnt mig á þetta, en er það ekki örugglega rétt hjá mér að Jón Gerald var á fullu með Baugsmönnum í bullinu þangað til að þeir nenntu ekki að hafa hann með lengur? Var hann ekki örugglega tengillinn í Bandaríkjunum sem kom flestu af stað þar?

Ekki það að ég fagni ekki allri samkeppni á Íslandi, en ég er samt ekki alveg tilbúinn til að slá hvern sem er til riddara heldur.


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskaplega góð lesning svona á aðventunni - færir mér þjóðernisstoltið hreinlega aftur

Ég fylltist hreinlega stolti við lestur niðurlagsins sem er hér þýtt frá AA Gill:

Þeir munu spjara sig. Þetta er þjóðin, sem stofnaði fyrsta lýðræðislega þingið, Alþingi, þjóðin sem barðist við breska sjóherinn til að koma á fyrsta sjálfbæra sjávarútveginum á norðurhveli jarðar, þjóðin sem eignaðist þrjár ungfrúr heim og eitt Nóbelsskáld - og vann síðan silfur í handbolta. Menn eru metnir eftir því hvernig þeir bregðast við óheppni, ekki eftir því hvernig menn sóa heppni

Íslendingar hafa sýnt það og sannað ítrekað í gegnum aldirnar að við erum engin dusilmenni þegar kemur að því að komast af. Við sýnum það því miður ítrekað hins vegar að gagnvart valdhöfum erum við ótrúlega sinnulaus oftast, stórundarleg blanda það. Mikil hæfni til þess að lifa af en á sama tíma nánast algert sinnuleysi gagnvart valdhöfum.  Mjög undarleg blanda.

En núna er tækifærið kæru landar. Það er núna sem að við getum byggt aftur samfélagið okkar á þeim gildum sem okkur skipta mestu. Það er núna sem að við getum hreinsað út spillinguna sem fólgin er í því að stjórnsýslan með framkvæmdavaldinu er nánast algerlega búin að taka yfir hlutverk löggjafavaldsins. Spillinguna sem er fólgin í því að mikill meirihluti starfsfólks stjórnsýslunnar er þangað komið vegna tengsla við Sjálfstæðisflokkinn. Spillinguna sem er fólgin í því að einkavinavæðingin er enn að verkum á landinu okkar.

Spillingin hófst ekki meðvitað, það einfaldlega æxlast þannig þegar sami flokkur er við völd að mestu í um 70 ár. Það verður einfaldlega að skipta út af með reglulegu millibili í stjórn landsins til þess að svona þróist ekki.

Ég hef tekið um það ákvörðun að setja krafta mína í að byggja upp nýtt afl, afl sem gerði sitt besta fyrirsíðustu kosningar, en hafði hvorki nægan tíma né fjármagn til þess að koma sér nógu sterkt inn í umræðuna. Afl sem vill standa fyrir gildi sem virðast heillum horfin af Alþingi í dag.

Ég vill vera stoltur af því að vera Íslendingur og ég ætla að setja krafta mína í að berjast fyrir endurreisn þess sem í gildum okkar býr.

Ég ætla af krafti í starf fyrir Íslandshreyfinguna - komdu endilega með. Ég þarfnast þín með í liðið. Því öflugri sem okkur tekst að verða á komandi vikum þeim mun sterkari munum við verða í komandi kosningum.

Hvað segirðu? Viltu óbreytt ástand eða viltu koma og starfa þar sem að þú getur haft raunveruleg lýðræðisleg áhrif?

Komdu með, ég legg heiður minn að veði, Íslandshreyfingin verður ekki bara "enn einn" flokkurinn. Ekki meðan að ég verð þar í baráttunni.


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu á að setja valið í hendur þjóðarinnar

Þetta er mál sem varðar sjálfstæði þjóðarinnar og skyldi ekki umgangast af léttúð.

Málið verður að fara í þjóðaratkvæði bæði þegar tekin er ákvörðun um umsókn (aðildarviðræður kalla sumir málið) og hins vegar aftur þjóðaratkvæði þegar orðið er ljóst hver skilyrðin á okkur eru.

Það er eina leiðin til þess að nálgast þessa Evrópusambandsumræðu.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ganga í netheimum upplýsingar um mögulegar afskriftir þingmanna í gömlu bönkunum. Nú verður fyrst allt vitlaust ef rétt reynist!

Ég sá þessa upptalningu í athugasemd frá einhverri Rósu á blogginu hjá honum Arakuld.  Þetta er svakalegt ef rétt reynist. Ég tek fram að hér er ég aðeins að flytja fréttir, ég hef engar heimildir fyrir þessu sjálfur aðrar en neðangreinda athugasemd þessarar Rósu.

Ég birti hér afrit af því sem Rósa segir þar: 

Rósa - 12. desember 2008

Ég fékk eftirfarandi e-mail, finnst ég verði að senda það áfram:
——–
Landsbankamaðurinn sem var hnepptur í varðhald fyrir 100 miljóna fjárdráttinn sé farinn að mala á fullu.

Davíð Oddson hefur þessi sönnunargögn, þetta er ein af leynibombum hans en hann er með gögnin um þetta mál og

líka mál á fleiri þingmenn. Þess vegna mun hann fagna utanaðkomandi rannsókn.

Upplýsingar um braskið hans Lúðvíks sem á Fasteign ehf, Miðklett ehf og Eykt ehf - sem á nánast aðra hverja byggingu í Borgartúninu,

koma úr átt Davíðs, sem gerði slíkt hið sama við Þorgerði Katrínu á sínum tíma í tengslum við Kaupþing í nóvember sl.

Lúðvík er ekki sá eini sem fékk sk. “mútu lán” hjá L.Í, lán með helmings lægri vöxtum en gengur og gerist.

-Sif Friðleifs fékk líka 75 milljónir líka á vildarkjörum til að kaupa hlutabréf í Decode - sem er líka verið að afskrifa

- Þorgils Óttar fékk Keflavíkurflugvöll á 11 miljarða en ásett verð vallarins eru 50 miljarða á vildarkjörum frá L.Í en hann hefur aldrei þurft að borga krónu af því og það er verið að afskrifa það líka.

Ég hef fengið þessar upplýsingar staðfestar og sannaðar en málið er að um 80 - 90% þingmanna eru innblandaðir inn í viðskipti af þessu tagi á einn eða annan hátt.

Sigurjón Ólafsson er að vinna í þessum afskriftum á vegum Landsbankanum í Apóteksturninum í Austurstrætí og þá vinnu er hann að vinna augljóslega í felum með tætarana í fullum gangi.

Og svona í lokin er Björgvin G. með myntkörfulán upp á einhverja tugi milljóna, borgar á aðra miljón af því á mánuði og mér skilst að KPMG hafi verið að vinna að afskriftum fyrir hann þegar þeir voru stöðvaðir í fyrradag, eitthvað hefur þó Sigurður G. lögfræðingur Glitnis og mágur Björgvins fengið þegar afskrifað nú þegar.

Hef fengið það staðfest að uppýsingar af þessum toga hefur Davíð Oddson á nánast allan þingheim og er því sallarólegur.
þori þeir ekki að hrófla við honum og láti hann því frekar valta yfir sig á meðan þeir fá að láta tætarana ganga.

Hér í viðhengdri frétt er verið að fjalla um uppstokkun. Við höfum öll staðið á öndinni og ekki skilið aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og þingheima. Reynist þessar upplýsingar réttar, og aðeins toppurinn á ísjakanum eins og gefið er í skyn, er a.m.k. komin útskýring á því hvers vegna aðgerðir hingað til hafa ekki verið meiri en raun ber vitni.

Það virðast ansi margir ráðamenn hafa beinna hagsmuna að gæta í málinu, hagsmuna sem virðast eiga að standa framar hagsmunum þjóðarinnar sé þetta rétt.

Ég velti því líka fyrir mér, sé þetta vitað innan bankanna hvers vegna steig þá enginn fram í afskrifta málinu hjá Kaupþing og benti á að þetta næði nú víðar??

En allavega, ef þessar upplýsingar byggja á sannleika mun það vonandi verða leitt í ljós með rannsóknarnefndarstörfum. Og þó, eru þeir ekki pólitískt ráðnir og eiga jafnvel hagsmuna að gæta sjálfir? Þyrfti ekki að rannsaka rannsóknarnefndina áður en hún hefur störf?  Mér þykir ekki undarlegt að Lúðvík sé að ráðast gegn vantraustinu í samfélaginu ef að hann er raunverulega djúpt sokkinn í fenið sjálfur.

 


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögulega komin hér skýringin á ítrekuðum mistökum Forsætisráðherra?

Það er ljóst að hagfræðin hefur annað hvort breyst gríðarlega síðan að Geir var við nám, hann hafi bara alla ekki verið að fygljast nógu vel með eða að tungumála örðugleikar (sbr. samskipti við breta) séu víðtækt vandamál meðal ráðherra og Geir hafi því hreinlega bara ekki skilið þennan hluta í hagfræðinni þarna í Bandaríkjunum.

Var hann samt ekki örugglega að grínast? Hvernig getur hagfræðimenntaður maður mögulega haldið því fram að hækkun á svona stórum neysluþáttum (já og hvaða neyslu sem er) hækki ekki verðbólgu? Hvort sem það er í verðbólgu eða verðhjöðnun að þá eykur alltaf á verðbólgu við hækkun á aðföngum heimilanna. Hvernig getur Geir haldið öðru fram?

Jú, hann er augljóslega bara svona að grínast, heldurðu það ekki?


mbl.is Forsætisráðherra fer ekki með rétt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar vafasamur fjármálamaður - akkúrat það sem þjóðin þarfnast núna

En ég skil vel að manninum líði vel hér á klakanum. Ekki bara er fólkið yndislegt og fyrirgefandi heldur eru hér heldur nánast engin lög um starfsemi fjármálafyrirtækja eða innherjaviðskipti.

Allar hugmyndir um að Ísland yrði alþjóðleg fjármálamiðstöð hafa væntanlega byggt á þessu lagaleysi, alþjóðleg fjármálamiðstöð fyrir glæpamenn samanber til dæmis Cayman eyjar.


mbl.is Sakaður um lögbrot og auglýsir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Activistar aktífir á Grikklandi

Þetta eru vondar fréttir. Ég vil alls ekki mæla þessari framgöngu á Grikklandi sérstaklega bót, en skil þó vel að fólk sé búið að fá nóg. Ég á mun erfiðara með að skilja hvers vegna við hérna norður á hjara veraldar erum enn bara pollróleg yfir þessu öllu saman?? Er það kælingin??

Hvað um það, verð að minna hérna aftur á ræðu Davíðs á borgarafundi 17. nóvember í Iðnó. Ein albesta framsaga sem ég hef heyrt í þessum málum öllum.

 


mbl.is Götubardagar boðaðir í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil þörf á skýrri lagasetningu - hvers vegna er ekki tekið á því?

Eins og marg oft hefur komið fram, meðal annars í viðtali við Jón Steinsson hagfræðing nú nýverið, að þá væri fyrir löngu síðan búið að fangelsa alla þessa menn sem á Íslandi báru heiðursnöfn fyrir dugnað og dirfsku. Í hinum siðmenntaða heimi heitir þetta hins vegar innherjasvik. Já ekki innherjadugnaður heldur INNHERJASVIK. Það þykir mjög alvarlegt mál í t.d. bæði Bandaríkjunum og Bretlandi.

Af hverju er ekki verið að vinna lög um þetta hér heima? Af hverju getum við sett allsherjar-alræðis-neyðarlög á einni nóttu, af hverju getum við sett gjaldeyrislög á bara örfáum tímum, en ekki tekið á opinberri glæpsamlegri hegðun í samfélaginu ÁRUM SAMAN??

Já, mér er eðlilega spurn.


mbl.is Sami maður beggja vegna borðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband