Nú ganga í netheimum upplýsingar um mögulegar afskriftir þingmanna í gömlu bönkunum. Nú verður fyrst allt vitlaust ef rétt reynist!

Ég sá þessa upptalningu í athugasemd frá einhverri Rósu á blogginu hjá honum Arakuld.  Þetta er svakalegt ef rétt reynist. Ég tek fram að hér er ég aðeins að flytja fréttir, ég hef engar heimildir fyrir þessu sjálfur aðrar en neðangreinda athugasemd þessarar Rósu.

Ég birti hér afrit af því sem Rósa segir þar: 

Rósa - 12. desember 2008

Ég fékk eftirfarandi e-mail, finnst ég verði að senda það áfram:
——–
Landsbankamaðurinn sem var hnepptur í varðhald fyrir 100 miljóna fjárdráttinn sé farinn að mala á fullu.

Davíð Oddson hefur þessi sönnunargögn, þetta er ein af leynibombum hans en hann er með gögnin um þetta mál og

líka mál á fleiri þingmenn. Þess vegna mun hann fagna utanaðkomandi rannsókn.

Upplýsingar um braskið hans Lúðvíks sem á Fasteign ehf, Miðklett ehf og Eykt ehf - sem á nánast aðra hverja byggingu í Borgartúninu,

koma úr átt Davíðs, sem gerði slíkt hið sama við Þorgerði Katrínu á sínum tíma í tengslum við Kaupþing í nóvember sl.

Lúðvík er ekki sá eini sem fékk sk. “mútu lán” hjá L.Í, lán með helmings lægri vöxtum en gengur og gerist.

-Sif Friðleifs fékk líka 75 milljónir líka á vildarkjörum til að kaupa hlutabréf í Decode - sem er líka verið að afskrifa

- Þorgils Óttar fékk Keflavíkurflugvöll á 11 miljarða en ásett verð vallarins eru 50 miljarða á vildarkjörum frá L.Í en hann hefur aldrei þurft að borga krónu af því og það er verið að afskrifa það líka.

Ég hef fengið þessar upplýsingar staðfestar og sannaðar en málið er að um 80 - 90% þingmanna eru innblandaðir inn í viðskipti af þessu tagi á einn eða annan hátt.

Sigurjón Ólafsson er að vinna í þessum afskriftum á vegum Landsbankanum í Apóteksturninum í Austurstrætí og þá vinnu er hann að vinna augljóslega í felum með tætarana í fullum gangi.

Og svona í lokin er Björgvin G. með myntkörfulán upp á einhverja tugi milljóna, borgar á aðra miljón af því á mánuði og mér skilst að KPMG hafi verið að vinna að afskriftum fyrir hann þegar þeir voru stöðvaðir í fyrradag, eitthvað hefur þó Sigurður G. lögfræðingur Glitnis og mágur Björgvins fengið þegar afskrifað nú þegar.

Hef fengið það staðfest að uppýsingar af þessum toga hefur Davíð Oddson á nánast allan þingheim og er því sallarólegur.
þori þeir ekki að hrófla við honum og láti hann því frekar valta yfir sig á meðan þeir fá að láta tætarana ganga.

Hér í viðhengdri frétt er verið að fjalla um uppstokkun. Við höfum öll staðið á öndinni og ekki skilið aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og þingheima. Reynist þessar upplýsingar réttar, og aðeins toppurinn á ísjakanum eins og gefið er í skyn, er a.m.k. komin útskýring á því hvers vegna aðgerðir hingað til hafa ekki verið meiri en raun ber vitni.

Það virðast ansi margir ráðamenn hafa beinna hagsmuna að gæta í málinu, hagsmuna sem virðast eiga að standa framar hagsmunum þjóðarinnar sé þetta rétt.

Ég velti því líka fyrir mér, sé þetta vitað innan bankanna hvers vegna steig þá enginn fram í afskrifta málinu hjá Kaupþing og benti á að þetta næði nú víðar??

En allavega, ef þessar upplýsingar byggja á sannleika mun það vonandi verða leitt í ljós með rannsóknarnefndarstörfum. Og þó, eru þeir ekki pólitískt ráðnir og eiga jafnvel hagsmuna að gæta sjálfir? Þyrfti ekki að rannsaka rannsóknarnefndina áður en hún hefur störf?  Mér þykir ekki undarlegt að Lúðvík sé að ráðast gegn vantraustinu í samfélaginu ef að hann er raunverulega djúpt sokkinn í fenið sjálfur.

 


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að taka fram að ekki fyrir svo löngu var gerð sérstök úttekt á spillingu á Íslandi og samkvæmt henni erum við í 3.ja sæti ef ég man rétt þannig ég hlýt að skoða þessa færslu sem dylgjur í garð ráðamanna. (kaldhæðni)

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

 Kalli alltaf hress.

Við umræður um þessa úttekt var einmitt komið inn á undrun manna með af hverju spillingin hér mældist ekki. Niðurstöður þeirra vangnavelta var að "viðmiðunar möskvarnir" í úttektinni hefðu bara einfaldlega verið of stórar.  Hvað ætli það þýði?

Ætli það þýði að það sé ekki tekið tillit þá til vensla, frændsemi, einkavinavæðingar, að hafa mjög einslitt þenkjandi fólk pólitískt í stjórnsýslunni að mestu?  Hvaða þætti skyldi þessi úttekt yfir höfuð skoðað ef ekki þessa?  Er skrítið að maður undrist

Baldvin Jónsson, 13.12.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Verð nú að segja að þetta bréf er vafasamt. T.d. er Björvin varla að borga af þvi á aðra milljón. Lánið er væntanlega fryst. Og þar sem krónan hefur jú verið aðeins á uppleið.

En fínt ef einhver er farinn að segja frá. Örugglega margt rotið og margt sem reynt verður að fela.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.12.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem stendur í þessum pósti gæti í mörgu útskýr furðulegan framgang valdhafanna frá hruninu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Svona fréttir eru orðnar svo dags daglegar að fáir kippa sér upp við þær lengur - nú eru þeir sem á benda úthrópaðir sem sjálfskipaðir kyndilberar réttlætisins o.fv.frv. - Þetta er náttúrulega ekki í lagi!!!

Þór Jóhannesson, 13.12.2008 kl. 20:12

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég hef persónulega reyndar litla trú á því Gísli að öllum kurlum verði leyft að komast til grafar. Meðan að skipun rannsóknarnefndar er ekki hlutlausari en raun ber vitni eru allar líkur á því að flest það er snertir pólitíska ábyrgð og misnotkun stöðu sinnar hjá ráðamönnum þjóðarinnar, komist einmitt ekki upp á yfirborðið.

Fjölmiðlar hafa aldrei Gísli einbeitt sér aðeins að sönnuðum málum. Fjölmiðlar hafa einmitt þvert á móti oft í gegnum tíðina verið valdið sem hefur komið málunum upp á yfirborðið til umræðu. Títtnefnda fjórða valdið.

Ef aldrei væri um neitt fjallað í fjölmiðlum fyrr en sönnun lægi fyrir væri nú ansi þunnur þrettándinn í fréttaflutningi og hagsmunatengslin þá væntanlega orðin alger.

Baldvin Jónsson, 14.12.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband