Afskaplega góð lesning svona á aðventunni - færir mér þjóðernisstoltið hreinlega aftur

Ég fylltist hreinlega stolti við lestur niðurlagsins sem er hér þýtt frá AA Gill:

Þeir munu spjara sig. Þetta er þjóðin, sem stofnaði fyrsta lýðræðislega þingið, Alþingi, þjóðin sem barðist við breska sjóherinn til að koma á fyrsta sjálfbæra sjávarútveginum á norðurhveli jarðar, þjóðin sem eignaðist þrjár ungfrúr heim og eitt Nóbelsskáld - og vann síðan silfur í handbolta. Menn eru metnir eftir því hvernig þeir bregðast við óheppni, ekki eftir því hvernig menn sóa heppni

Íslendingar hafa sýnt það og sannað ítrekað í gegnum aldirnar að við erum engin dusilmenni þegar kemur að því að komast af. Við sýnum það því miður ítrekað hins vegar að gagnvart valdhöfum erum við ótrúlega sinnulaus oftast, stórundarleg blanda það. Mikil hæfni til þess að lifa af en á sama tíma nánast algert sinnuleysi gagnvart valdhöfum.  Mjög undarleg blanda.

En núna er tækifærið kæru landar. Það er núna sem að við getum byggt aftur samfélagið okkar á þeim gildum sem okkur skipta mestu. Það er núna sem að við getum hreinsað út spillinguna sem fólgin er í því að stjórnsýslan með framkvæmdavaldinu er nánast algerlega búin að taka yfir hlutverk löggjafavaldsins. Spillinguna sem er fólgin í því að mikill meirihluti starfsfólks stjórnsýslunnar er þangað komið vegna tengsla við Sjálfstæðisflokkinn. Spillinguna sem er fólgin í því að einkavinavæðingin er enn að verkum á landinu okkar.

Spillingin hófst ekki meðvitað, það einfaldlega æxlast þannig þegar sami flokkur er við völd að mestu í um 70 ár. Það verður einfaldlega að skipta út af með reglulegu millibili í stjórn landsins til þess að svona þróist ekki.

Ég hef tekið um það ákvörðun að setja krafta mína í að byggja upp nýtt afl, afl sem gerði sitt besta fyrirsíðustu kosningar, en hafði hvorki nægan tíma né fjármagn til þess að koma sér nógu sterkt inn í umræðuna. Afl sem vill standa fyrir gildi sem virðast heillum horfin af Alþingi í dag.

Ég vill vera stoltur af því að vera Íslendingur og ég ætla að setja krafta mína í að berjast fyrir endurreisn þess sem í gildum okkar býr.

Ég ætla af krafti í starf fyrir Íslandshreyfinguna - komdu endilega með. Ég þarfnast þín með í liðið. Því öflugri sem okkur tekst að verða á komandi vikum þeim mun sterkari munum við verða í komandi kosningum.

Hvað segirðu? Viltu óbreytt ástand eða viltu koma og starfa þar sem að þú getur haft raunveruleg lýðræðisleg áhrif?

Komdu með, ég legg heiður minn að veði, Íslandshreyfingin verður ekki bara "enn einn" flokkurinn. Ekki meðan að ég verð þar í baráttunni.


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Mitt atkvæði færðu Balvin,  en því fylgja skylirði nokkur nr.1 er að leiða þjóðina inn og út um sannleikann.

nr.2 er heilnæmni og útskýra að það er ábyrgð kjósandans ef gerð verða misstök í rekstri þjóðarbúsins því að hann kýs og þar af leiðandi ber ábyrgð.

nr. 3 vertu einn á þingi " hitt kostar okkur óþarfa fé" og ekki ráða dýralæknir sem "viðskiptaráðherra" ekkert persónulegt við kallinn bara tilllaga þessvegna erum við með menntun í háskólum sem heita viðskiptabrautir viðskiptanám.

nr. 4 reddaðu mér date með miss world " þessi er bara svona private" for old times eða æ var það ekki eins og í denn....    well do it anyway.

nr. 5 gefðu mér eiðsvarna yfirlýsingu um að þú munir leiða almennig í öll fyrstu sætinn og munir sýna fyllstu ábyrgð og ekki gera né framkvæma ef þú ert ekki viss,  " og atkvæði mitt er þitt "

Gunnar Björn Björnsson, 14.12.2008 kl. 14:02

2 identicon

þessi listi var meira grín en ekki grín, þrátt fyrir það ertu ekki verri kostur þessa dagana en annað og ef eitthvað er betri kostur so go for it pal.

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gunni, komdu bara með ;)

Það er ekki eins og sé svo brjálað að gera í sölunni eins og er er það?  Gerum nú eitthvað annað en að tala um það - breytum einhverju

Baldvin Jónsson, 14.12.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég hef ítrekað sett fram hér á blogginu hugmyndir þær sem með mér bærast gagnvart stjórnmálum og stjórnsýslunni Gísli. Vísa í fjölmargar færslur undanfarnar 8-10 vikur í því samhengi og þá sérstaklega þessa: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/714387/

Í ályktun sem Íslandshreyfingin sendi frá sér nýlega má síðan einnig sjá mörg mín hjartans mál: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/741165/

Baldvin Jónsson, 14.12.2008 kl. 18:51

5 identicon

Þegar ég bjó í Danmörku sögðu danirnir við mig:,,Hvernig í ósköpunum getur það átt sér stað að maður frá jafn fallegu landi og Íslandi vilji búa í Danmörku?'' Ég svaraði þeim um hæl að ef Íslendingarnir hefðu jafnmikið innsæi og danir þegar kæmi að siðferði í pólitík og skildu jafnvel hver munurinn væri á að eiga og eyða, þá væri Ísland paradís á jörðu.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband