Það þykir fréttnæmt að 4000 manns mótmæli í London

Á Íslandi hins vegar þar sem búa ríflega 300 þúsund manns, á móti ríflega 60 milljóna manna í Bretlandi, þykir það ekkert tiltökumál og jafnvel ítrekað gert bara lítið úr því að þar mótmæli þúsund manns eða meira.

Merkilegt?


mbl.is Einn látinn í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Saari

Já það er merkilegt.

Þær tugþúsundir sem mótmæltu hér á þeim vikum og mánuðum sem það tók að koma ríkisstjórninni frá voru "ekki þjóðin" heldur "skríll" og fyrirlitning ráðamanna og þá sérstaklega sjálfstæðismanna á fólkinu var alger. Fjölmiðlarnir voru líka alveg út á túni með fréttaflutning þó úr honum hafi nú ræst í restina. Það var á brattan að sækja en aktívisminn sem hófst með Saving Iceland aðgerðunum hélt áfram og bar árangur fyrir rest. Foreldrar, afar og ömmur, börn og unglingar hafa stigið fram og hrakið frá ríkisstjórn sem gróflega misnotaði framselt vald almennings. Með samstilltu átaki munum við ná þeim árangri að það verði ekki hægt aftur og það verða lýðræðisumbætur Borgarahreyfingarinnar sem munu koma í veg fyrir það. 

Þór Saari, 1.4.2009 kl. 23:33

2 identicon

Það var skríll á meðal þeirra sem voru að mótmæla það er engin spurning!!! og þeir hefðu mátt kvarta aðeins meira yfir lögreglunni! ekki fengu þeir svona móttökur svo mikið er víst. Annað, jú ríkisstjórnin féll en hvað höfum við fengið í staðin?? Störfin fjúka, allir lifa á ríkinu og þessir þrír sem enn eru með vinnu fá að borga skatta til að halda restinni uppi á atvinnuleysisbótum. Fólk fær ekki vinnu ef þessi blessaða sorgar ríkisstjórn gerir ekkert í atvinnusköpun!

anna (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 02:11

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Anna: Var ekki "skríll" meðal lögreglumanna líka??? Fengum við mótmælendur ekki svona móttökur? Varstu einhverntíman á mótmælunum? Ef þú hefðir verið þar, hefðirðu séð barsmíðar og óhóflega notkun piparúða, svo mikið er víst! Og varðandi sitjandi ríkisstjórn: Það er hægara sagt en gert að hreinsa til eftir viðbjóðsstjórn Sjálfstæðisflokksins undanfarin 18 ár, ekki gleyma því hverjir bera höfuðábyrgð á hruninu! Hafðu það annars gott.

Björgvin Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 04:08

4 identicon

Ég er ánægður með að um þetta hafi verið skrifað í fjölmiðlum. Það hefur verið undarleg þöggun með aðgerðir utan Íslands, sem jú stigmagnast með hverjum degi. Ég býst nú samt við að þarna í London hafi verið fleiri en 4000 manns (þó maður viti það ekki svosem). Þessi mótmæli í London eru samt annars eðlis en voru hér á Íslandi í Janúar. Þarna eru 4000+ manns sem allir fara fram á algjöru byltingu og ekkert minna. Engar platlausnir, engar stjórnmálatálsýnir, heldur alheimsbyltingu. Það er 4000+ manns sem yfirvöld eru hvað hræddust við. Hér á Íslandi voru það mögulega milli 100 - 200. Það er ekki að ástæðulausu sem þeir setja 5000 lögreglumenn til að mæta þessum hópi og beita kilfum ýtrkað.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 07:38

5 identicon

Eitthvað hefur fjöldanum verið ruglað á skerinu (Íslandi, það voru yfir 30.000 manns í mótmælunum í gær. Ég sá þess tölu (4000) í Íslenskum fjölmiðli einhverssaðar en Guardian hér úti sagði yfir 30 þús.

Svo er einna mest sýnt af átökun fárra manna - legg til að þið leitið uppi myndasíðurnar á guardian, BBC og Sky.  Þetta er gríðarlegur fjöldi í mótmælunum og verður svo áfram enda er kreppan að skella á hérna af fullum krafti.

Tómas (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 07:55

6 identicon

Hér er fréttin og linkurinn.

"estimated at 35,000 by police,"

http://www.guardian.co.uk/world/2009/mar/28/g20-protest-police-rainbow-alliance

Einhverntíman var rætt um hækkun í hafi en hér er lækkun í hafi hjá MBL.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/04/01/fundad_i_skugga_motmaela/ 

Tómas (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 08:25

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já víst er það einkennilegt. En þannig hefur það verið lengi að rödd þjóðarinnar hefur aldrei verið metin mikils. Lítið hefur alltaf verið gert úr því þegar fólk mótmælir. Ekki frekar en rödd hrópandans í eyðimörkinni forðum daga, þá hefur íslenskum stjórnvöldum í sl. 20 árin verið frámunað að skilja að það er einmitt fyrir fólkið sem þau eru að starfa.  Sjálfgóðir stjórnmálamenn hafa oftar en ekki litið svo á málið að eftir að hafa otað sínum tota, kemur flokkshollustan og SÍÐAN þjóðarheill.  Þannig hefur þetta verið. Nú er von, nú er vor og allt þetta í íslenskum stjórnmálum.

Baldur Gautur Baldursson, 2.4.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband