Auðlindirnar verður að stjórnarskrárbinda - verður að liggja klárt fyrir áður en aðildarviðræður eru skoðaðar

Samkvæmt mínum heimildum var það Samfylkingin sem lagðist gegn því við vinnslu frumvarpsins að auðlindir þjóðarinnar yrðu bundnar sem þjóðareign í stjórnarskrá. Þetta gerði Samfylkingin án vafa vegna þess að þau grunar að aðilda að ESB muni standa eða falla með þessu ákvæði.

Samfylkingin er þar með að segja okkur að þau vilji ganga í Evrópusambandið á hvaða verði sem er. Jafnvel þó að það kosti landann þær auðlindir sem nú eftir standa. Skammist ykkar. Án auðlindanna er Ísland ekkert annað en kaldur klettur í ballarhafi og ekkert hingað að sækja. Á hverju á þjóðin þá að draga fram lífið?

Borgarahreyfingin tekur alveg skýrt á þessu máli í stefnu sinni. En þar segir í 2. kafla í lið 10:

Allar náttúruauðlindir verði í þjóðareigu og óheimilt að framselja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt

Við viljum fá að skoða kosti og galla samninga við ESB með aðildarviðræðum, en það er alveg skýrt að fyrst verður að tryggja eignarrétt þjóðarinnar og bann við framsali þeirra réttinda yfir auðlindum landsmanna. Annað er algert glapræði.


mbl.is Nálgast Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Baldvin !

Aðildarviðræður; um aðgang og undirlægjuskap, við gömlu nýlenduveldin, suður í Evrópu, KOMA EINFALDLEGA EKKI TIL GREINA !

Punktur !

Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að það var Jóhanna sem leggur þetta fram fyrir hönd ríkisstjórnar eftir að málið var samþykkt í báðum flokkum þannig að ég held að þú hafir Samfylkinguna fyrir rangri sök. Ég hef heyrt að Sjálfstæðismenn vilji ekki þessa breytingu því það gæti haft áhrif á kvóta og veðsetningu hans. en fyrst greinin er svona og þú sér að sjálfstæðismenn eru ekki þarna á blaði.

"136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 648 — 385. mál.



Frumvarp til stjórnarskipunarlaga



um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum.

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon,
Birkir J. Jónsson, Guðjón A. Kristjánsson.



1. gr.


    Við lögin bætist ný grein, 79. gr., svohljóðandi:
    Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.
    Allar náttúruauðlindir ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir. Náttúruauðlindir í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi.
     Allir eiga rétt til umhverfis sem stuðlar að heilbrigði og þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Réttur almennings til upplýsinga um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það, svo og kostur á þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið, skal tryggður með lögum. "

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.4.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef við förum inn í ESB þá verður allt það sem fer gegn lögum og reglum esb að víkja eða er ómarktækt þar sem lög ESB eru æðri en lög aðildarríkjanna. þegar lissabon sáttmálinn hefur verið neyddur upp á ESB löndin þá verða stjórnarskrár aðildarríkjanna annarsflokks lagaskjöl sem víkja þegar lissabon sáttmálin er annarsvegar.

engu nýju ríki er hleypt inn fyrr en lissabon sáttmálin hefur verið samþykktur. allt tal um annað er veruleikafyrring eða óskhyggja. 

Fannar frá Rifi, 1.4.2009 kl. 19:19

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað er það Íhaldið sem leggst gegn því að binda þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jóhanna Sigurðardóttir lagaði sérstaka á herslu á nauðsyn þess að gera þessa breytingu á stjórnarskránni. Þetta  kom fram í fjölmiðlum svo það sé á hreinu. Hvað það hefur upp á sig að bera ósannindi upp á Samfylkinguna veit ég ekki, en það er að minnsta kosti engum til framdráttar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.4.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ætlan mín hér var alls ekki að bera ósannindi upp á hvorki kóng né prest, en heimildir mínar innan úr Alþingi báru mér þessa söguna. Þ.e. að það væri Samfylkingin sem væri að reyna að ná þessu út úr frumvarpinu vegna þess þröskulds sem það væri okkur í samskiptum við ESB. Ef það er rangt þá er það bara hið besta mál, Samfylkingin er þá mögulega að reyna að brúa bil beggja.

Fannar, það gæti einmitt verið það sem stöðvar okkur í að fara þar inn. Ef þeir samþykkja ekki það sem við þá þegar höfum stjórnarskrárbundið að þá er málið einfaldlega fallið um sjálft sig.

Baldvin Jónsson, 1.4.2009 kl. 23:00

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Magnús, ég sé ekki að þarna sé þess krafist að auðlindirnar og eign yfir þeim sé bundin í stjórnarskrá. Það er algerlega bráðnauðsynlegt að svo sé. Það er undirstaðan að kröfunum okkar.

Baldvin Jónsson, 1.4.2009 kl. 23:02

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er frumvarp sem gegnur út á að breyta stjórnarskrá sbr fyrirsögn:

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga

um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum

Og svo kemur í frumvarpinu breyting á 79 gr stjórnarskráinnar

"Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. "

Svo bendi ég að fréttir í dag og umræður á alþingi þar sem ljóst er að Sjálfstæðismenn eru að koma í veg fyrir þetta

 

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband