Í Sniglunum gekk ég undir nafninu Tálbeitan

Til hamingju með daginn kæru Sniglar og bestu þakkir fyrir baráttu ykkar fyrir bættu umferðaröryggi og auknum skilningi almennings gagnvart akstri bifhjóla í umferðinni.

Ég gekk í Sniglana 1993 og fékk þá viðurnefnið "Tálbeitan". Þetta æxlaðist þannig að ég var tekinn fyrir of hraðan akstur (já, átti það því miður til á yngri árum) á bifhjóli og var beðinn um að koma niður á stöð í skýrslutöku og vegna þess að þarna missti ég prófið í fyrsta og eina skiptið. Var tekinn á 112 km. hraða í Ártúnsbrekkunni, var þá líklega enn 60 km. hámarkshraði þar á klukkustund.

Nema hvað að meðan að ég var að gefa skýrsluna hringdi einhver aðili frá Sniglunum í því skyni að leyta eftir samstarfi við Lögregluna og fá fyrir því samþykki að bifhjólafólk fengi að leggja inni á Ingólfstorginu. Lögregluvarðstjórinn tók vel í það og lagði svo á. Í beinu framhaldi fékk ég um það fyrirlestur hvers lags ágætisfólk þessir Sniglar væru nú og hvers lags aumingjar og glæpalýður við bifhjólamenn værum sem værum ekki í þeim samtökum.

Ég fór beinustu leið og gekk í Sniglana eftir þetta samtal, að sjálfsögðu í þeirri von að ég fengi þá frekar frið í umferðinni af laganna vörðum. Gekk sem sagt í Sniglana fyrir tilstuðlan Lögreglunnar að heita má og þaðan kom því viðurnefnið.

Er þakklátur fyrir það í dag að hafa þroskast í umferðinni með aldrinum, þessi ár, sérstaklega hjá strákum, frá 17-25 ára eru einfaldlega mjög mjög lífshættuleg.

Til hamingju með daginn Sniglar!


mbl.is Sniglarnir 25 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þið Siv Friðleifsdóttir eigið þá ekki alveg ólíka fortíð Ég sótti sjálf um æfingaleyfi á bifhjól einhvern tímann í árdaga en fékk synjun á þeim forsendum að ég væri of létt til að ráða við stærri bifhjól. Hvernig fékk þá Jói rækja próf Ef þú þekkir hann veistu hvað ég á við.

Seinna komst ég auðvitað að því að þessi synjun væri byggð á rakalausu kjaftæði. En ég var víst fyrsta stelpan hér á Akureyri sem sótti um svona æfingaleyfi. Lögregluni hér hefur ekkert litist á að fá stelpur á bifhjól og gripið í einhver svona bullrök til að koma í veg fyrir að ég færi að brjóta upp einhverjar hefðir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Rækjan er kannski ekki hávaxinn, en hann var nú alveg sæmilega hraustur til vinnu held ég. Sá hann reyndar aldrei öðruvísi en í glasi þannig að ég get ekki vottað það sjálfur

Baldvin Jónsson, 1.4.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég meina að hann er ekki mikið stærri eða þyngri en ég þó eflaust sé hann sterkari.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband