Traust fæst ekki með blaðri Illugi - það er áunnið og erfiðlega endurunnið

Þú ert sá maður Illugi sem ég myndi helst treysta innan Sjálfstæðisflokksins. Maður sem ert almennt rökviss og hlustar vel. Mér hefur oft þótt ánægjulegt að fylgjast með þér í samræðum og rökræðum, þar sem þú hefur það fram yfir ansi marga að raunverulega hlusta á viðmælandann og mæta honum með rökum. Margur samflokksmaðurinn þinn á ansi langt í land með þessa list. Til að mynda fylgdist ég afar grannt með Guðlaugi Þór í aðdraganda kosninganna 2007 og varð þess aldrei nokkurn tímann þar var að hann raunverulega svaraði einni einustu spurningu sem fyrir hann var lagt. Þetta þykir gjarnan einhvers konar list stjórnmálamanna, en er fyrir mér bara þvaður og óheilindi.

En já Illugi, þú hefur almennt sýnt af þér sæmandi framkomu. Það hefði þó verið afar flott hjá þér að hafa stjórnarsetu þína fyrir Glitni opinbera um lengra skeið en raunin var.

En mig langar að minna þig á hérna að traust er áunnið og afar erfiðlega endurunnið. Stór hluti þjóðarinnar hefur treyst Sjálfstæðisflokknum í blindni um langt skeið og flokkurinn á sama tíma ítrekað lofað eigið ágæti í stjórn efnahagsmála. Nú hefur það brugðist algerlega. Flokkurinn er rúinn trausti og þarf að endurvinna það ætli hann sér einhvern árangur í komandi kosningum. Núverandi sundurleitur og sjálfselskur flokkurinn mun ekki skila miklum árangri.

En hér er lítið leyndarmál sem ég get lætt að þér. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn ná árangri þarf hann einfaldlega bara að gera eftirfarandi:

1. Biðjast afsökunar
2. Lofa gagngerum lýðræðis umbótum, s.s. upptaka persónukjörs, alþýðlegt stjórnlagaþing, skýr þrískipting valdsins.
3. Að skipta út helstu forystumönnum.

Ég gæti lengi talið en held að þessi þrjú atriði ein og sér færu með ykkur ansi langt í baráttunni.

Fyrr munu ég og flestir sem ég þekki ekki treysta ykkur lengra en við getum fleygt ykkur.


mbl.is „Þessu verður að linna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er flott hugleiðing.  Mér finnst þó vanta 4. liður í því sem Illugi þarf að gera.

 -Hann þarf að segja okkur frá því hvort stefnan sem mörkuð var fyrir 18 árum þegar Sjálfstæðisflokkurinn settist í stjórn, hafi verið rétt. 

 Mér sýnist á öllu að Sjálsfstæðisflokkurinn eigi við hugmyndafræðilegan vanda. Hugmyndafræðin klikkaði.  Sjálfstæðisflokkurinn verður að finna sér nýja hugmyndafærði ellegar notast við þá sem leiddi til Davíðshrunsins.

teitur atlason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 08:55

2 identicon

hugmyndafræðin klikkaði ekki heldur að skyldi vera einkavinavætt  og ríkisábyrgð á starfsemi bankanna

bpm (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 09:34

3 identicon

Hugmyndafræðin gekk einmitt út á einkavæðingu..  Það var hinn heilagi kaleikur sem öllu átti að bjarga.

teitur atlason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:01

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Góð grein og gangi þér vel í framboði.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.2.2009 kl. 11:12

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála.

Arinbjörn Kúld, 26.2.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband