Málþófi óstjórntæks þingsflokks Sjálfstæðismanna lokið í bili - verst að frumvarpið taki líklega ekki á hálaunastefnu Seðlabankans

Fyrirsögnin reyndar heldur gildishlaðin eins og svo algengt hefur veirð að undanförnu hér á mbl.is, ég var nánast að vona þegar ég sá hana að málið væri í höfn. En svo er nú ekki. Málið komst þó áfram úr nefnd og er líklegra nú en áður til þess að fá afgreiðslu Alþingis.

Persónulega myndi ég gleðjast mikið ef frumvarpið tæki á launastefnu S.Í. þó ég hafi nú litla trú á því. Þegar að á sínum tíma var sett á stofn til dæmis nefnd sem hét eitthvað í áttina að "Fjárhagsstöðugleika nefnd" að þá voru laun sérfræðingana sem þangað voru ráðnir svo há að hækka þurfti laun allra seðlabankastjóranna þriggja til þess að þeir væru enn hæst launuðu starfsmenn bankans.

Þessi hálauna hugsunarháttur er vonandi eitthvað sem stendur höllum fæti og hverfur hægt og rólega af sjónarsviðinu með nýjum gildum. Gildum Nýja Íslands.


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband