Ef stýrivextir verða ekki lækkaður er helsta markmið samstarfsins augljóslega almennt gjaldþrot íslenskra fyrirtækja

"Ekkert liggur fyrir um hvenær hægt verði að lækka stýrivexti."

Er ég orðinn galinn eða erum við raunverulega algerlega undir stjórn AGS?  Þetta er ekki spurning um hvenær "er hægt" að lækka stýrivexti.

Það einfaldlega verður að gera strax.  Án atvinnulífs erum við augljóslega endanlega búin að vera.


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Nú er ekki stefnan hjá þessu batterí ásamt ESB að þröngva okkur inní ESB svo þeir hafi völdin endanlega yfir okkur.

Bestu kveðjur

Marteinn Unnar Heiðarsson, 26.2.2009 kl. 19:46

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Baldvin öll völd sem varða peningastefnu og efnahag eru nú hjá ASG. Ríkisstjórni getur ekki lækkað stýrivexti nema með þeirra samþykki. Markmið ASG er að draga allan mátt úr atvinnulífinu hér. Þegar þeir eru búnir að ná því markmiði samþykkja þeir lækkun stýrivaxta. Það er vera að berja þessa þjóð til hlýðni og enginn segir neitt!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 20:06

3 Smámynd: Jónas Jónasson

Þar sem búið er að skipta yfir í kommonista á Íslandi þá hefur ASG enga löngun til að vera þáttakandi í slíku rugli og hummar bara fram að kosningum.

Steingrími J hefur náttúrulega þótt þetta alveg frábær fundur þar sem hann hefur væntanlega náð að gjammma og frussa yfir allann hópinn allskonar dásemdum um sjálfan sig og líklega reynt að sannfæra sérstaklega sjálfann sig um sína vitsmunalegu yfirburði og hans einstöku getu til þess að vera "yfirmaður" yfir helst öllum heiminum. 

Jónas Jónasson, 26.2.2009 kl. 20:42

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég trúi því nú ekki að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hafi ill áform.

Sindri Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 20:48

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rökfræðilega, hæfileiki eða kunnátta sem er allmennt mjög sjaldgæf, segjum við hækkun stýrivaxta settur mörg fyrirtæki á hausinn og eykur eignahald lánadrottna almennt. 

Lánadrottnar almennt lúta Kerfi Evrópu Seðlabanka undir stjórn Seðlabanka Evrópu samkvæmt stjórnskipunarlögum Sameiningar Bandalaga Evrópu [SBE] eða Sameiningar Evrópu [SE] það er The Europian Union [EU].

Efnhagsbandalagið er eitt af þessum bandalögum sem sameinuðumst 1993. Einu ári áður en við samþykktum [1994] samningin um Evrópskt Efnahagsvæði  en hann með regluverki Sameiningarinnar er nánast það sama og hafa gengið í það sem var ESB 1966. Þetta er dæmi um hvernig hægt er að leika á sauðsvartan almúgann: skipta um nöfn á hlutunum. 

Hugsanleg réttlæting endurskipulagning [einka]fyrirtækja með hliðsjón af þvingandi eignarhaldi lánadrottna við vorum jú orðin siðspillt af öllum fjárfestingakostnaðinum: ódýra lánsfénu.

Við eigum að láta allt fara á hausinn strax og segja upp ESS og éta fiskin sjálf með við erum að byggja um hátekju markaði utan sem inna Evrópu Sameiningarinnar.

Það kostar Þor, Dug og Áræði. 

Sagnfræðilega flokkast þetta undir efnahagsþvinganir. Árið 1000 stóðu Íslendingar fyrir því að henda Rögnum [ Rök-agnir]og taka upp kristni til að að geta verið í viðskiptum við nágranna Ríkin.

Í dag á tímum netsins er hægt að fljúga, sigla út um allan heim og sá sem á eitthvað að selja og er skuldlaus og greiðslufær getur átt viðskipi við alla.  

Mér finnst það í hæst máta óeðlilegt að síðan 1994 hefur Alþingi Íslendinga verið að taka upp stjórnskipunar og samfélagsgerðar lög Heimsveldisins Evrópu Sameiningarinnar, óháð því hvort það henti litlu þjóðarsamfélagi eða ekki og þótt vilji þjóðarinnar fyrir að sameinast hafi aldrei verið til staðar. Það er einmitt vegna þessa sviksama áhuga stjórnmálamanna síðan 1994 sem hefur gert það að verkum að allt er farið til fjandans hvað hvað velferð hins almenna Íslendings.   

Þessir þingmenn vita alveg hvert þeir eru stefna með Ísland en þeir virðast ekki skilja að Ísland er ekki samkeppnisfært innan Sameiningarinnar við látekjusvæði hennar. Þessi kostnaðarsama skipulagabreyting undanfarinna ára hrein vitleysa.

Lúxemborg fékk stjórnarskrá skipaðan Fjárfestingarbanka Evrópu og fylltist um af Portúgölum nú 400.000- íbúar áður mikið fátækari á heildina litið en Íslendingar: smábændur.

Malta bláfátæk um 1960 10.000 smáfiskimenn. Fékk Lúxus spítala fyr fína fólkið í Sameiningunni: erlendum fjárfestum að þakka. Og fylltist upp að innflytjendum og er nú um 400.000 þúsund í þjónustu störfum.

Þessar pínu [gervi] þjóðir hafa saman 12 atkvæði á Evrópu þinginu. ? hver á þau í raun og veru. Malta fylgir Bretum og Lúxemborg Þjóðverjum eða Frökkum.

750 er hámark fulltrúa í framtíðinni og 96 frá einu ríki. Þess fimm hafa um 1/3 atkvæð á Evrópu þinginu.

Júlíus Björnsson, 26.2.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband