Þetta er ekki spurning um hvort að Davíð hætti - aðeins spurning um hversu dýrt það verði

Í fréttinni, sem er gott að hafa í huga að er skrifuð af málgagninu mbl.is, er látið í veðri vaka að Davíð ráði einhverju um það hvort að hann hætti. Það held ég að sé mikill misskilningur, Davíð mun hins vegar ráða því hversu dýrt það verður þjóðinni og það sama á við um Ingimund og Eirík.

Þessu á samt ekki að stilla upp þannig að það sé grimmúðlegt af þessum mönnum að vilja verja rétt sinn. Þeir eru ráðnir á ákveðnum forsendum og það á að vera sjálfsagt að við stöndum við gerða samninga. Það eina sem varpar kannski skugga á samning Davíðs Oddsonar er að sá samningur er byggður á lögum sem að Davíð sjálfur átti stóran þátt í að semja á meðan hann gegndi starfi forsætisræaðherra.

Persónulega fannst mér það orka afar tvímælis þá og ekki síður í dag, að ráða menn til starfa til lágmark 7 ára í senn. Það þykir mér byggja á ótrúlegri trú á ráðnum starfskrafti, hver sem hann er, að ráða hann á óuppsegjanlegum ráðningarsamningi til 7 ára.

Enginn veit hvað komið getur upp á í slíku samstarfi - það getur hvað sem er komið upp á og þá vill maður ekki vera bundinn með starfsmann til einhverra ára. 12 mánaða uppsagnarfrestur á að vera eðlilegur hámarks uppsagnarfrestur.


mbl.is Jóhanna og Davíð ræddu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú tjáð mér af hverju þeir eiga að hætta? Hvert var brot þeirra í starfi? Davíð varaði ríkisstjórnina ítrekað við hættumerki hjá bönkunum en var hunsað. Hálf ríkisstjórnin er farin frá vegna þess. Ég hef spourt þá sem vilja Davíð í burtu hvað hann hafi brotið af sér í starfi seðlabankastjóra en ekki vengið svör. Kannski þú getur bætt úr því?

Palli (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón Daníelsson hagfræðingur segir að það sé hverrar krónu virði fyrir þjóðina að losna við núverandi Seðlabankastjóra. Sammála honum.

Finnur Bárðarson, 3.2.2009 kl. 16:54

3 identicon

Palli !

Ég skal svara þér um tvær ástæður þess að Davíð Oddsson er vanhæfur sem bankastjóri Seðlabankans.

Og hefði átt að vera búið að reka hann fyrir lifandis löngu.

1. hann lækkaði stórlega bindiskyldu bankanna. Sem leiddi að sjálfsögðu til þess að umræddar stofnanir gátu lánað sig úr brókinni.

2. hann sá til þess að laun sín, og hinna vanhæfu með-bankastjóra, voru hækkuð uppúr öllu normi. Var sú launahækkun studd með þeim rökum að það þyrfti hæfa menn í stöðu bankastjóra Seðlabankans. 

... þetta er vægast sagt ömurlegar staðreyndir.

kv, GHs

GHs (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 17:03

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Palli, þetta er ekki bara spurning um afglöp í starfi en vilirðu dæmi um þau að þá telja afar sterkt mistökin við að taka yfir Glitni annars vegar og hins vegar yfirlýsingar í fjölmiðlum og á fundi S.A. sem að höfðu í öllum tilfellum afar gengisfallandi áhrif á álit umheimsins á okkur og sköpuðu gríðarlegt vantraust. Þetta eru hins vegar mál sem að skipta minna máli í dag.

Það sem mesti máli skiptir er að við verðum að sýna umheiminum að við séum að taka til á öllum vígstöðvum. Í fyrsta lagi eiga að sjálfsögðu þeir sem voru yfir fjármálakerfinu við hrun að stíga frá, eins og hefur gerst afar víða annarsstaðar í heiminum þar sem að hrunið var hlutfallslega mun mun minna en hér heima og í öðru lagi þurfum við að sýna vilja okkar í verki og ráða í slík störf einstaklinga sem sannanlega hafa menntun og reynslu til þess að valda því starfi.

Þetta er mínar helstu ástæður. Ástæður fólks eru misjafnar og líklega eiga þeir erfiðast með að færa rök fyrir máli sínu sem er bara einfaldlega illa við Davíð Oddsson. Það eru hins vegar ekki mínar ástæður.

Baldvin Jónsson, 3.2.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband