Birgir Ármannsson undrandi á "heiftinni" sem felst í nauðsynlegum hreinsunum í stjórnsýslunni

Birgir segir í viðtalinu meðal annars að: "...uppsagnir seðlabankastjórana og umræður um pólitískar hreingerningar í stjórnkerfinu hafa á sér afar ógeðfelldan blæ."

Hversu ógeðfellt er það þá Birgir að setja þjóðarbúið í heild sinni algerlega á höfuðið og biðjast ekki einu sinni fyrirgefningar á verknaðinum?

Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ríkt með litlum hléum frá upphafi fjórða áratugarins er það nú svo komið að embættismannakerfið er nánast alfarið þeirra fólk. Fólk sem margt hefur staðið sig með ágætum, en einnig margt fólk sem hefur ítrekað látið hagsmuni flokksins koma fram fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Þetta þarf nú allt að rannsaka. Það er ógeðfelldur verknaður Birgir, vissulega. En hans væri ekki þörf ef að þið hefðuð haft í ykkur þá auðmýkt að koma einfaldlega upp á yfirborðið þessum vafaatriðum sem hafa verið í umræðunni og jafnframt axlað ábyrgð á gjörðum ykkar og algeru eftirlitsleysi og vanhæfni löggjafans og framkvæmdavaldsins gagnvart útrásinni.

Nú segja allir að enginn hefði séð þetta fyrir - ekki þjóðin heldur. Það er reyndar ekki alveg rétt og ýmsir sem að hefur verið bent á að sáu þetta fyrir - þeir voru hins vegar umsvifalaust dæmdir kjánar, að Davíð Oddssyni undanskildum, sem virðist hreinlega bara hafa verið hunsaður í október 2007 þegar að hann, að eigin sögn, reyndi að vara við ástandinu.

Þjóðin hinsvegar treysti ykkur fyrir sér - við réðum ykkur til starfans vegna yfirlýsinga ykkar um eigið ágæti og þá sérstaklega þegar kæmi að traustri efnahagsstjórn. Þjóðin er ekki sérfræðingar, þjóðin er ekki með fingurna á púlsinum í rekstra fjármálastofnana.

Þið Birgir áttuð hins vegar að vera það.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og heift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hún er alltaf svolítið undarleg og reyndar vægast sagt vafasöm þessi orðræða. Birgir talar um „pólitíska heift“ og Jón um „pólitíksar keilur“. Það er hins vegar ekki spurning um að það þarf að hreinsa út úr Seðlabankanum. Hefði auðvitað átt að víkja Davíð Oddssyni frá fyrir löngu!

En ég hef auðvitað áhyggjur af kostnaðinum og hefði gjarnan viljað sjá þeim vikið frá sem ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að víkja frá með þeim rökum að þeir hefðu fyrirgert rétti sínum til biðlauna. Sama hefði ég viljað sjá hvað varðar stjórana í Fjármálaeftirlitinu og fráfarandi ráðherra.Tólf mánuðir eru a.m.k. alltof langur tími!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.2.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Eins manns heift er annars manns umburðarlyndi. Ég er alveg gáttaður á því umburðarlyndi sem búið er að sýna seðlabankastjóra, sjálfstæðisráðherrum og lykil embættismönnum. Burt með hyskið.

Birgir Ármannsson er stuttbuxnastrákur í jakkafötum, steyptur í sama mót og Guðlaugur Þór, Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Hanna Birna, Ásdís Halla og fleiri vonbiðlar valdastéttarinnar. Þessi einræktaða stjórnmálastéttartýpa, homo politicus, er ekki einskorðuð við Sjálfstæðisflokkinn, Birkir Jón, sé þig og hækka um þúsund, Jónsson er framsóknarútgáfan af sömu týpu. Þetta lið er komið á fullt í framboðsvinnu, sem ég spái að verði ljótustu framboð sem sögur fara af.

Sigurður Ingi Jónsson, 3.2.2009 kl. 20:30

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

"Hversu ógeðfellt er það þá Birgir að setja þjóðarbúið í heild sinni algerlega á höfuðið og biðjast ekki einu sinni fyrirgefningar á verknaðinum?" Hmmmmm...? Athyglisverð nálgun!

Flosi Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 20:50

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Athygliverð já, og kaldhæðnislega rétt túlkun á atburðum. Hverra annarra en ráðamanna var það að halda utan um regluverkið og vernda þjóðina? Birgir er að virðist eins og svo margir blámenn, alveg blár gagnvart eigin aðkomu að málum.

Baldvin Jónsson, 3.2.2009 kl. 20:54

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega! Þetta fólk er á háum launum frá okkur og það er beinlínis þeirra HLUTVERK að sjá slíka hluti fyrir og ekkert helv.... kjaftæði um annað. Nú koma þeir fram umvörpum sem hvítþvegnir englar hafandi ekkert gert og alsaklausir.

Arinbjörn Kúld, 3.2.2009 kl. 22:22

6 Smámynd: corvus corax

Það er ekki von að slímuga slepjan og spillingarsauðurinn Birgir Ármannsson átti sig á því að það þurfa að fara fram pólitískar hreinsanir í stjórnkerfinu og ekki síður dómskerfinu eftir margra ára gjörspilltar skipanir og ráðningar í opinberar stöður af hálfu spillingarflokksins sem kallar sig sjálfstæðisflokk. Sá armi flokkur er búinn að gjöreyðileggja allt siðferði í stöðuveitingum með því að úthluta ættingjum, vinum og flokksfélögum öllum mikilvægum embættum og stöðum á vegum ríkisins. Og ógeðfelldustu skemmdarverkin hafa þeir unnið á dómstólunum þannig að meira að segja hæstiréttur sem átti að vera hlutlaus og óvéfengjanlegur og fólk átti að bera virðingu fyrir er orðin að ógeðslegri rotþró sjálftæðisspillingarinnar sem ekki nokkur maður ber lengur virðingu fyrir og flestir fyrirlíta ...a.m.k. geri ég það. Og ekki er lögreglan í skárra ástandi eftir skemmdarverk spillingaraflanna. Eftir allt of langt stjórnartímabil þessa glæpahyskis sem skipar spillingarflokkinn sem kallar sig sjálfstæðisflokk er kerfið maðkað í gegn og pólitískar hreinsanir því algjör forsenda fyrir endurreisn trausts og virðingar fyrir stofnunum ríkisins.

corvus corax, 3.2.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband