Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Hvað varð um mottó Sjálfstæðisflokksins: "Gjör rétt þol ei órétt"?

Undir "traustri efnahagsstjórn" Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár er búið að sigla þjóðarskútunni í algert þrot. Undir yfirlýsingum forystu flokksins um aukna aðstoða við útrásina sat þjóðin og vissi ekki af því að á sama tíma var verið á bakvið tjöldin að þiggja mútufé frá sömu aðilum og flokkurinn var skyndilega farinn að vinna fyrir og róa að því öllum árum að gengi þeirra erlendis yrði sem mest og best.

Vinir Sjálfstæðisflokksins arðrændu þjóðina gjörsamlega, fluttu meira og minna allt eigið fé atvinnulífsins í burtu, og það undir "traustri efnahagsstjórn" og nánu eftirliti Sjálfstæðisflokksins.

Ég er blár í gegn sjálfur, vil fá að verja þau gildi sem að ég var alinn upp við með kjafti og klóm. Gildi sem að mér var innrætt að væru gildi Sjálfstæðisflokksins og koma öll fyrir í stefnuyfirlýsingu hans. Ég er Möller. Jakob Möller ráðherra var langafi minn, Baldur Möller ráðueytisstjóri afa bróðir minn. Þeir bræðurnir voru afar nánir og var samgangur stórfjölskyldunnar mikill meðan að þeirra kynslóð stóð vaktina.

Ég ólst upp við sögusagnir af baráttu forystumanna Sjálfstæðisflokksins fyrir bættum kjörum og jöfnuði á Íslandi. Sögum af því hvernig þessir menn stóðu fyrir eitthvað raunverulegt, einhver alvöru gildi.

Því svíður mér enn verr hvernig nú er komið fyrir þessum fyrrum kraftmikla flokki. Flokkur sem reistur var utan um bætt manngildi, gott siðferði, jöfnuð og jöfn tækifæri allra er nú lítið annað en grímulaus hagsmunasamtök siðlausrar frjálshyggju.

Ég veit að það er afar erfitt að kjósa eitthvað annað en D ef þú hefur verið þar lengi. Ég veit að á sama tíma ertu væntanlega jafn sár flokknum og ég fyrir spillinguna sem þar er nú að opinberast.

Ég er þess algerlega sannfærður að upphafsmenn flokksins, stofnendur og þær kynslóðir sem byggðu flokkinn upp til margra stórkostlegra verka, eru í dag afar stolt af mér og félögum mínum í Borgarahreyfingunni sem að stígum nú fram til þess að verja gildi samfélagsins og þann lágmarks lýðræðislega rétt sem að þjóðin á í samfélaginu.

Ég er þess fullviss að langafi minn heitinn, afi minn yndislegur og hans kynslóð, stæðu með okkur í dag í baráttunni gegn misréttinu sem yfir okkur hefur gengið sem þjóð. Þessir menn lögðu ekki líf sitt í það að koma hér á lýðeldinu Íslandi einungis til þess að sjá flokkinn sinn afsala fulleldinu síðan til alþjóðlegra stofnana. Að missa bæði sjálfræðið í ríkismálum sem og fjárræðið.

Mennirnir sem stóðu á bak við hugmyndafræðina "Stétt með stétt" og "Gjör rétt þol ei órétt" væru ekki í einhverri sjúklegri meðvirkni eða foryngja hollustu í dag að verja áfram gjörendur í þessu furðu leikriti sem Sjálfstæðisflokkurinn býður nú upp á.

Verjum gildin okkar - hreinsum til og komum aftur hér á sanngjörnum leikreglum.

Borgarahreyfingin mun taka til óspilltra málanna fyrir þig!


mbl.is „Þetta var bara innrás“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Autt atkvæði ER DAUTT atkvæði!! Settu X við O - Borgarahreyfingin mun taka til óspilltra málanna

Ég var í Kringlunni í dag með framboðs brosið að tala við landann. Hitti mikið af skemmtilegu fólki og nokkuð merkilegt frá að segja að mér finnst ótrúlega mikið sameiginlegt með unga fólkinu sem ég ræddi við og elstu kynslóðinni. Þessar tvær kynslóðir virðast eiga það mikið sameiginlegt að vera reitt yfir ástandinu, unga fólkið yfir klöfunum og gamla fólkið yfir því hvernig við brenndum allt sem þau byggðu upp.

Báðar kynslóðirnar virðast mikið vera að hugsa til þess að hér verði að koma á kerfisbreytingum, gagngerum kerfisbreytingum. Að núverandi kerfi og flokkar, að minnsta kosti DBS, séu bara búnir að sanna svo skýrt að þeirra pólitík er sérhagsmuna gæsla á kostnað almennings, að þeim verði að sýna skýrt að þjóðin sætti sig ekki við þetta.

Af eldri kynslóðinni ætluðu mjög margir að kjósa okkur í stað Sjálfstæðisflokksins sem fólkið sagðist hafa kosið áratugum saman. Af ungu kynslóðinni fannst mér aðallega liggja þrír kostir í loftinu.

Að kjósa okkur, VG eða að skila auðu. Þar liggur stór vandi að mínu mati.

Að skila auðu er að TAKA EKKI þátt í lýðræðinu. Autt atkvæði ER dautt atkvæði.

Hvort sem að þú vilt það eða ekki að þá mun autt atkvæði styðja við D lista í komandi kosningum. Hluti atkvæðis þíns mun nýtast þeim í samræmi við kjörfylgi þeirra. Er það það sem þú vilt?

Hvort sem þú kýst XO eða ekki, þá verðurðu að kjósa. Taktu ábyrgð á hlutverki þínu í lýðræðinu, kjóstu!

Borgarahreyfingin - vill taka slaginn fyrir þig. Við munum taka til óspilltra málanna fáum við til þess umboð þjóðarinnar.


mbl.is Reiðubúin að leiða næstu stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var víst aðeins TJALDBORG sem stóð til að slá um heimilin - á sama tíma eyða stjórnmálaflokkarnir áætluðum kostnaði stjórnlagaþings í eigin rekstur

Mér finnst Björn Þorri Viktorsson komast afar vel að orði þegar að hann vísar til þess að það hafi í besta falli verið slegin Tjaldborg um heimilin í þessari frétt á Vísi. Það er ekki hægt að kalla eitthvað lausn sem veruleika firrt Alþingi heldur að muni aðeins verða sótt í af 100-200 fjölskyldum á Íslandi. Á sama tíma fáum við af því fréttir að 30% heimila séu komin í greiðsluerfiðleika eða stefni þangað óðfluga og séu þegar með skráðar skuldir hærri eignum.

"Skjaldborg um heimilin" er fyrir flestum sem ég tala við farið að hljóma eins og blótsyrði.

Stjórnlagaþinginu var rænt af okkur á sama tíma og Gutti forseti Alþingis slær sér á brjóst fyrir fjölda frumvarpa sem samþykkt voru á ný afstöðu þingi. Ég reyndar tek undir með honum og gleðst yfir aukningu á þingmanna frumvörpum, það er jákvætt skref frá ráðherraræðinu sem hér ríkir, en jafnframt bendi á að þau málefni sem mestu máli skipta í dag fyrir þjóðina fengu ekki afgreiðslu þessa þings.

Skjaldborgin reyndist í besta falli Tjaldborg

Persónukjörið fengum við ekki

Stjórnlagaþing fáum við ekki

Bráðaaðgerðir fyrir brennandi fjárhag heimilanna fengum við ekki, en á sama tíma var gríðarlegum fjármunum, okkar fjármunum, eytt í að "bjarga" bönkunum.

Einn fyrirslátturinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað gegn stjórnlagaþinginu er að það muni kosta peninga að halda það og hafa þeir nefnt tölur allt að 1,5 milljörðum. Miðað við fjárframlögin sem flokkarnir skammta sér núna árlega af OKKAR peningum til EIGIN reksturs, virðist þeim nú ekki mjög annt um að spara fyrir okkar hönd.

Hörður kemur líka ágætlega inn á þetta í pistli á sínu bloggi: http://hordur.eyjan.is/2009/04/niurlging-og-hroki.html

Hvað ætlar þú persónulega að gera?  Kjósa það sama yfir okkur áfram?

Borgarahreyfingin er raunverulegur og raunhæfur valkostur. Við viljum lýðræði í stað flokksræðis!

Es. Óska Gunnari Svavarssyni velfarnaðar á nýjum vettvangi.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningakompás mbl.is - Hvað ætlar þú að kjósa?

Ef þú smellir hér ferðu inn á kosningavef mbl.is og getur þar prófað kosningakompásinn þeirra: http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html

 

Niðurstöðurnar mínar voru þessar:

Flokkur Samsvörun
Borgarahreyfingin (O)89%
Samfylkingin (S)81%
Frjálslyndi flokkurinn (F)74%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)71%
Framsóknarflokkur (B)70%
Lýðræðishreyfingin (P)69%
Sjálfstæðisflokkur (D)50%

Hefði reyndar verið óheppilegt að skora ekki hæst með Borgarahreyfingunni Whistling

Samfylkingin kemur síðan að sjálfsögðu ekki til greina í mínum bókum vegna þess óheiðarleika sem hún hefur beitt þjóðina frá því að forysta hennar hafði upplýsingar um það frá 2007 um hvert raunverulega stefndi. Forysta þeirra hefur einfaldlega bara logið okkur full og er viðhengt PDF skjal hér með þessari færslu til marks um þann tvískinnung sem þar ríkti. En það er færsla sem að Björgvin G. Sigurðsson skrifaði á heimasíðuna sína seint á síðasta ári, á tíma þar sem að hann, sem viðskiptaráðherra, vissi alveg skýrt hvert raunverulegt ástand var. Endilega skoðaðu viðhengt skjal.

Merkilegast finnst mér samt að hjá mér sjálfstæðismanninum skuli D listi skora lægst. Mér finnst það einungis vera til marks um hversu langt þeir hafa færst frá stefnu sinni.

Merkilegt að þá eru Sjálfstæðisflokksmenn orðnir varðhundar ólýðræðis í stað lýðræðis. Varðhundar sérhagsmuna aðila og fjármagnseigenda í stað þess að berjast fyrir stétt með stétt. D er einfaldlega orðið algerlega útvatnað fyrirbæri sem þarf gagngera uppstokkun, eða bara einfaldlega að fá að leggja sig af.


mbl.is Segja þaggað niður í nýjum framboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Borgarahreyfingin - ein framboða - gefur það skýrt út að AGS á ekki að stýra hér ríkisfjármálunum

Þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stýrir málum til lengri tíma er alls staðar sömu sögu að segja. Gríðarlegur samdráttur í almanna kerfum, velferðarkerfi og menntakerfi í nafni sparnaðar. Samfélögin sem undir þá eru sett enda með afar litla opinbera þjónustu en engu að síður gríðarlega skuldsett. Svo skuldsett að á endanum missa þau frá sér auðlindir sínar að kröfu AGS, í hendur erlendra auðhringja.

Er það framtíðin sem þú vilt sjá hér heima?

Það einfaldlega verður að segja upp samningnum við AGS og endursemja um þá skilmála sem okkur eru settir. Samkvæmt því sem ég hef heyrt (væri þakklátur ef þú gætir sent mér tengil á þetta viðtal sem ég vísa til) var viðtal við ráðgjafa AGS í Financial Times einhvern tímann á nýliðnum vikum þar sem hann lýsti undrun sinni á því að við hefðum bara lagst flöt og samþykkt alla þeirra skilmála. Að sögn þessa rágjafa var það í fyrsta skipti sem hann mundir eftir, sem eitthvert ríki hefur samþykkt framsetta skilmála án samninga. Við sögðum bara já takk við þeim öllum algerlega laus við snefil af sjálfsvirðingu.

Finnst þér það ásættanlegt?

Flokkarnir (D og S) sem "sömdu" við AGS og flokkarnir sem nú viðhalda án athugasemda (S og V) þeim sama samningi eru augljóslega ekki að fara að breyta neinu þarna um.

Finnst þér það ásættanlegt?

Viljirðu sjá hér breytingar á hlutunum - frá sérhagsmunum til almannahags - þá þarf augljóslega að koma til eitthvað nýtt, óháð og óspillt afl til verksins.

Borgarahreyfingin er tilbúin til þess að taka til óspilltra málanna.


mbl.is Lánið væntanlegt eftir fund AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort ætlar þú að kjósa einræði og ráðherraræði eða lýðræði?

Er nú ekki nóg komið af kjaftæði? Ég er alveg gríðarlega vonsvikinn á framkomu atvinnu pólitíkusanna á Íslandi í dag. Ég er reiður Sjálfstæðisflokknum fyrir svívirðuna og grímulausa spillinguna þar sem augljóslega ráða sérhagsmunir en ekki almanna hagsmunir, bálreiður.

En ég er ekki minna undrandi á framkomu ríkisstjórnarinnar þar sem hún hreinlega lúffar fyrir þessu málþófs ofbeldi Sjálfstæðisflokksmanna. Ég er orðinn vanur því að eiga von á einhverju óhreinu í pokahorni Sjálfstæðisflokksmanna og Framsóknarmanna, en ennþá verð ég alltaf voða undrandi þegar að Samfylkingin hegðar sér á sama máta. Já ég veit, voða einfaldur gaur.

Er þetta DBS eitthvað sem þú ætlar að kjósa yfir þig? DBS VAR voða sterkt og traust, það er að segja reiðhjólið. Það var samt reyndar aldrei neitt töff, bara voða traust. En það er voða gamal dags. Nú er komið svo mikið nýtt, betur hannað, tæknilega betur virkandi og flott.

DBS er voða mikið níundi áratugurinn. Eigum við að halda okkur áfram við það?

Borgarahreyfingin MUN koma hér á breytingum. Við höfum frelsið til verkanna þar sem við höfum enga sérhagsmuni að verja, við erum einungis til fyrir almannahagsmuni.

Ætlar þú að gleyma og fyrirgefa eða viltu fá uppgjör við fortíðina?


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin enn í sókn - takk fyrir frábærar viðtökur við nýju framboði

konnunMjög ánægjulegt að sjá að vöxtur okkar heldur enn áfram og við erum nú rétt við það að ná í 5% lágmarkið á landsvísu. Náum við því er viðbúið að við fáum að minnsta kosti 3 menn inn sem væri stórsigur að mínu mati fyrir alveg nýja hreyfingu. Í bjartsýni minni er ég þó enn að láta mig dreyma um að koma inn 6 þingmönnum og geta þannig haft enn meiri áhrif.

Borgarahreyfingin vill leysa Framsókn af hólmi í hlutverki þeirra sem "oddaflokkurinn" í ríkisstjórnarsamstarfi.

Ég sat líka í kvöld, fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar, í pallborði á borgarafundi stúdenta í Háskólabíói. Þessi fundur var áhugaverður fyrir ýmislegt, en alveg sérstaklega fannst mér tvær framsögur veita mér mikinn innblástur, en það voru ræðurnar sem erindrekar námsmanna fluttu þarna, þau Heiðar Már framhaldsskóla nemi og Saga, nemi við Listaháskólann.

Þau töluðu bæði um það í sínum erindum hversu mikill kraftur býr í námsfólki og um nýsköpunarkraftinn sem þar býr og verður að styðja sérstaklega við til að leysa úr læðingi.

Mér fannst líka merkilegt að sitja þarna í kvöld og hlusta á fulltrá frá DBS flokkunum lofa stúdentum hinu og þessu þrátt fyrir algerlega botnlaust gat í fjárlögum sem þau vilja standa á. DBS flokkarnir eru allir fylgjendur þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stýri hér ríkisfjármálunum og hafa ekki sýnt þess nein merki að þeir vilji sjálfir stíga fram og taka við stjórninni aftur.

Þetta er stórhættulegt og ef ekkert verður að gert til þess að stöðva þessa þróun þá mun velferðarkerfið okkar og menntakerfið væntanlega líka, verða lagt nánast í rúst. Velferðarkerfið skorið niður í ekkert og hafin innheimta fullra skólagjalda á sama tíma og LÍN yrði væntanlega lagt niður.

Þetta er þróun sem við öll í sameiningu einfaldlega verðum að stöðva. Það er okkar ábyrgð að segja hingað og ekki lengra.

Samkvæmt því sem að mér hefur verið tjáð, gaf einhver ráðgjafi hjá AGS það út í viðtali við Financial Times í Londin, að eftir því sem hann vissi væri samnigur AGS við Ísland algerlega fyrsta skipti sem skilmálarnir sem AGS setti fyrir láninu voru bara samþykktir og ekki reynt að semja um þá. Ráðamenn okkar lögðust bara kylliflatir fyrir þeim og jánkuðu öllu sem krafist var. Svo algerlega nauðbeygðir voru þeir orðnir. Það er bara ekki ásættanlegt.

Við verðum að stíga fram og krefjast þess að Íslendingar stýri hér sjálfir ríkisfjármálunum, að við sjálf tökum til þess afstöðu hvar þarf að skera niður og hverju í kerfinu við viljum viðhalda og berjast fyrir.

AGS er ekki að fara að stýra því með hag þjóðarinnar fyrir brjósti.

Borgarahreyfingin - þjóðin sjálf á þing er að berjast fyrir þig.


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskur vísindamaður telur sannað að WTC turnarnir hafi verið sprengdir

Þetta er bráðmerkilegt viðtal hér að neðan, en það er 2 ára gamalt. Finnst þér ekki merkilegt að þetta hafi ekki komist hátt í umræðunni í heiminum?

 


Markaðurinn hafnar gríðar hárri skráningu Actavis - engir kaupendur finnast

Þetta kemur mér ekki á óvart og ég hef áður bloggað um þetta mál hérna vegna þess einmitt að mér þótti afar forvitnilegt að fylgjast með þessu ferli. Þetta afar svo gráa svæði sem að fagfjárfestar á Íslandi bjuggu til hérna, þegar að þeir fóru að skrá viðskiptavildina upp hjá fyrirtækjum í hvert sinn sem þeir voru sjálfir að kaupa og selja sér, vinum og vandamönnum, fannst mér alla tíð alveg stórfurðulegt og á mörkum þess að geta verið löglegt.

Eftir því sem mér var tjáð síðastliðið haust að þá var viðskiptavild Actavis þá þegar skráð orðið hærri en eigið fé fyrirtækisins. Hvernig getur viðskiptavild félags verið meira virði en fjármagnið sem félagið á?

Ég er afar sáttur við það að nú virðist sem alþjóðlegi markaðurinn samþykki ekki þetta afar háa skráða gengi Actavis. Það er ekki að hlakka í mér yfir óförum þeirra, alls ekki. Ég gleðst vegna þess að þetta tel ég góða staðfestingu á því að þetta sé óeðlileg skráning sem hér hefur verið stunduð og að með þessu muni þetta nú breytast.

Við erum öll að vakna, förum nú að venja okkur á að segja bara satt.

Mundu - X við O er að kjósa breytingar.  Borgarahreyfingin - Þjóðin sjálf á þing


mbl.is Sala á Actavis lögð til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ná Norðmenn yfirráðum yfir mögulegum olíulindum Íslendinga á Drekasvæðinu?

Merkilegt nokk, Norðmenn voru rétt í þessu með fullum stuðningi Sameinuðu Þjóðanna að stakka landhelgina sína um 200 sjómílur. Það jafngildir 235.000 ferkílómetrum sem þeir bættu við lögsöguna sína í einfaldri aðgerð.

En það sem stakk mig í fréttinni er þessi lína hér: "Strandríki eiga kröfu út að 350 sjómílum geti þau sannað með vísindalegum hætti að landgrunnið sé náttúruleg framlenging landsins."

drekasvaediDrekasvæðið norður af Íslandi er nefnilega ekki náttúrulegt framhald af Íslandi, það er landgrunninum okkar, heldur er það náttúruleg framlenging á Jan Mayen þar sem Norðmenn ráða jú ríkjum eins og við vitum.

Það er ekki ætlun mín að valda hérna einhverri geðshræringu en mér finnst samt áhugavert að velta því fyrir mér að eftir allar væntingarnar sem búið er að byggja upp um möguleikana þarna að þá virðist eignarréttur okkar eða nýtingarréttur á svæðinu vera undir samningi við Norðmenn kominn. Ef þeir kjósa að segja upp þeim samningi sem nú er í gildi um nýtingu svæðisins gæti komið til alþjóðlegs úrskurðar um hvar mörkin eiga að liggja. Eða eru kannski núverandi mörk þau einu sanngjörnu?

Ég hef svo sem ekki raunverulegar áhyggjur af milliríkjadeilu um málið í augnablikinu, en er þetta möguleiki miðað við þessar reglur?  Maður spyr sig.


mbl.is Noregur stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband