Kosningakompás mbl.is - Hvað ætlar þú að kjósa?

Ef þú smellir hér ferðu inn á kosningavef mbl.is og getur þar prófað kosningakompásinn þeirra: http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html

 

Niðurstöðurnar mínar voru þessar:

Flokkur Samsvörun
Borgarahreyfingin (O)89%
Samfylkingin (S)81%
Frjálslyndi flokkurinn (F)74%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)71%
Framsóknarflokkur (B)70%
Lýðræðishreyfingin (P)69%
Sjálfstæðisflokkur (D)50%

Hefði reyndar verið óheppilegt að skora ekki hæst með Borgarahreyfingunni Whistling

Samfylkingin kemur síðan að sjálfsögðu ekki til greina í mínum bókum vegna þess óheiðarleika sem hún hefur beitt þjóðina frá því að forysta hennar hafði upplýsingar um það frá 2007 um hvert raunverulega stefndi. Forysta þeirra hefur einfaldlega bara logið okkur full og er viðhengt PDF skjal hér með þessari færslu til marks um þann tvískinnung sem þar ríkti. En það er færsla sem að Björgvin G. Sigurðsson skrifaði á heimasíðuna sína seint á síðasta ári, á tíma þar sem að hann, sem viðskiptaráðherra, vissi alveg skýrt hvert raunverulegt ástand var. Endilega skoðaðu viðhengt skjal.

Merkilegast finnst mér samt að hjá mér sjálfstæðismanninum skuli D listi skora lægst. Mér finnst það einungis vera til marks um hversu langt þeir hafa færst frá stefnu sinni.

Merkilegt að þá eru Sjálfstæðisflokksmenn orðnir varðhundar ólýðræðis í stað lýðræðis. Varðhundar sérhagsmuna aðila og fjármagnseigenda í stað þess að berjast fyrir stétt með stétt. D er einfaldlega orðið algerlega útvatnað fyrirbæri sem þarf gagngera uppstokkun, eða bara einfaldlega að fá að leggja sig af.


mbl.is Segja þaggað niður í nýjum framboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband