Björn Þorri Viktorsson að standa sig alveg gríðarlega vel!!!

Ég er svo ofsalega ánægður með þennan kjark og dugnað hjá Birni Þorra og skjólstæðingum hans. Vinnist þetta mál er það stærsta skref í átt að því að skapa hér sátt aftur í samfélaginu, sem unnist hefur frá því áratugum fyrir hrunið fræga.

Frábært framtak!!!


mbl.is Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Algjörlega sammála Baldvin og hann er málefnalegur og ber þetta skýrt fram.

Dapurlega við þetta er að það þurfi virkilega að standa í því dag og nótt að berjast fyrir lágmarks mannréttindum fyrir hinn almenna borgara í nútíma þjóðfélagi á meðan það er róið að því öllum árum að bjarga skinni elítunar og fjármagns eigenda.

Þetta minnir meira á villimannasamfélag heldur en samfélag siðaðra manna.

Þorvaldur Geirsson, 11.9.2009 kl. 00:00

2 identicon

Ég mótmæli, að þurfa að borga skuldir  Bjarna Ármannssonar og hans líka, sem hafa vaðið hér yfir allt á drullugum skónum, ruplað og rænt mann og annan. Ég mótmæli, þeirri lögafarsamkundu, sem hér hefur þrifist og ekki hefur haft vit eða vilja til að setja lög, sem verja landsmenn fyrir ófyrirleitnum þjófum með bindi. Ég mótmæli,  framtaksleysi og meðvirkni þeirra íslensku embættismanna, sem ekki hafa haft drengskap og dug til að hjálpa þeim, sem  órétti eru beittir. þ.e.a.s. ÍSLENSKA ÞJÓÐ:

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Björn Þorri hefur verið ötull að telja kjark í fólk gagnvart fjarmálakerfinu og benda á veilur í því kerfi. Tíminn einn leiðir það í ljós hvort og hvernig þessi mál vinnast.

Tek undir með þér Þorvaldur Geir um mannréttindabaráttu samtímans

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.9.2009 kl. 01:15

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það er ekki nóg að blogga um svona mál og það stoðar lítið að mótmæla hér.

Skráið ykkur í Hagsmunasamtök heimilanna og takið þátt í aðgerðum.

Hafið samband við Björn Þorra ef þið eruð með svona lán. Bendið öðrum á að gera slíkt hið sama.

Bendið fólki sem á fé inni í bönkum þjófapakksins að opna reikninga í Sparisjóði strandamanna eða suður húnvetninga og flytja peningana þangað. Það eru öruggustu bankarnir á Íslandi. Sagt er að hinir rambi á barmi gjaldþrots aftur.

Baldvin Björgvinsson, 11.9.2009 kl. 03:42

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Björn Þorri er að gera góða hluti en fólk verður líka að sýna í verki þann stuðning sem svona málarekstur þarf

Jón Snæbjörnsson, 11.9.2009 kl. 10:12

6 identicon

Sammála stendur sig vel,

enn hvað er þetta ? hef alveg bara misst af þessu:

http://www.dv.is/frettir/2009/7/17/byr-tapar-svikamyllu-i-lettlandi/

Getur einhver sagt mér eitthvað nánar ?

HG (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:48

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er frábært framtak og ég vona að þetta mál vinnist. Þá verða margir einstaklingar betur settir á eftir. Finnst þetta eigi að taka til bæði húsnæðislána og bílalána.

Það væri gaman að sjá hvað bankarnir hafi í raun tekið há lán í þessum erlendu myntum og hvort það sé á einhvern hátt tengt við lántökur einstaklinga hér. Eða hvort einfaldlega hafið verið gerðir lánasamningar sem hljóða á erlenda mynt en bankinn síðan veitt lánið í íslenskri og engin erlend mynt þar á bakvið. Auðfenginn gengishagnaður fyrir bankann þar.

En það er erfitt að sanna, það er nú málið.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.9.2009 kl. 13:02

8 identicon

Sammála.

Sorglegt samt og sýnir ástandið á infrastrúktúrnum okkar, að þetta þurfi að koma frá einka aðilum.   Hvar er alt eftirlit? Eru þeir enn uppteknir við að eltast við þá fáu blaðamenn sem  hafa þorað að upplýsa fólk?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:13

9 identicon

Mæli einnig með að texti Kolbrúnar hér ofan, verði borðalagður á Alþingishúsið.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:25

10 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Frábært að Björn Þorri skuli standa í þessu og það mættu fleiri lögmenn snúa við blaðinu og fara að vinna fyrir lántakendur og láta af innheimtuaðgerðum fyrir lánveitendur.....

Síðan má kannski spyrja sig að því hvort það var ekki fleira en myntkörfulánin sem var ólöglegt.... Var ekki hagstjórnin, verðtryggingin og vaxtaokrið bara ekki ólöglegt líka. Það væri kannski rétt að láta reyna á það.

Það getur varla verið eðlilegt að bankastarfsmenn í bönkum sem nýlega höfðu verið settir á markað vaði í milljörðum og sleppi við skuldir sem eru brot af þeir verðmætum sem þeir hljóta að hafa komist yfir á ólöglega eða alla vega á siðlausan hátt. Gátu bankamennirnir ákveðið svona sjálftöku sjálfir án þess að við því liggi viðurlög, því ábyrgð þeirra var engin.

Ég var fyrir margt löngu bankagjaldkeri í útibúi uppi á Hlemmi og stundum fór maður í aðalbankann með fulla skjalatösku af peningum í strætó. Þessu fylgdi heilmikil ábyrgð.....svo kannski á maður þarna heimtingu á hlutdeild í þeim ofurlaunum sem síðar urðu...?

Ómar Bjarki Smárason, 11.9.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband