Enn ein góð ástæða þess að erlendra fjárfesta er þörf hér í bankakerfið

Svona náin tengsl eins og eru í samfélaginu okkar geta haft gríðarleg áhrif á svo mörgum stöðum. Þarna er bent á möguleg tengsl á milli þess að Anna Kristine var að fjalla um málefni Kumbaravogs og þess að bankastóri Landsbankans er sonur forstöðumannsins á sama tíma.

Ef hingað kæmu stórir erlendir aðilar inn í bankakerfið tel ég að væri minni hætta á að slík tengsl myndu valda viðskiptavinum skaða sem þessum. Slíkt þyrfti þó auðvitað alltaf að tryggja með stífum starfsreglum eigenda til starfsmanna bankans.

Hvað sem öllu líður er ljóst, að mikillar valddreifingar er þörf í samfélaginu.
mbl.is Anna Kristine var þjófkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, tengslin eru mjög svo augljós og vel líklegt í því ljósi að ákveðinn maður liggi undir grun ???

Stefán (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:29

2 identicon

íslendingar hafa alltaf verið íslendingum verstir...

Má ég minna ykkur á þær kröfur sem nú eru á lofti með að öll skrif séu með nafni og kennitölu.... elítan, bb, bjöggi og aðrir eru þeir sem eru að plögga þessari kröfu inn í umræðuna.

Guess why

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:16

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Stundum er nú ekki allt sem sýnsit og kannski óþarfi að draga ályktanir svona alveg strax.....nóg hafa nú bankastjórarnir f.v. á sinni samvisku og tæpast á það bætandi. Á heldur bágt með að trúa að þeir hafi verið að eltast við einstaka viðskiptavini á þennan hátt.... það er nú ansi langt seilst....er það ekki...?

Ómar Bjarki Smárason, 11.9.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband