Súrealískur dagur í lífi félaga í Borgarahreyfingunni - óbyggðirnar kalla

Já, þetta er búinn að vera nokkuð undarlegur dagur sem og undanfarnir dagar.

Mikið er búið að ganga á í samskiptum innan Borgarahreyfingarinnar eins og þjóðin hefur fengið að fylgjast með í fjölmiðlum. Ásakanir ganga manna á milli í þinghópi hreyfingarinnar og stjórnin hefur verið að fá skilaboð frá báðum endum um hvað hún eigi að gera til að bregðast við.

Ég er einn þeirra stjórnarmanna sem hefur verið ósammála því að stjórnin ætti nokkuð að aðhafast í málinu. Sú afstaða mín byggist ekki á persónulegum skoðunum mínum á samskiptunum, heldur því að stjórn hreyfingarinnar hefur ekkert umboð eða verkfæri til þess að bregðast við í málum sem þessum. Þingmenn eru löglega kjörnir af þjóðinni og sitja á þingi í hennar umboði. Stjórnin, hvort sem hún vildi hafa áhrif þar á eður ei, hefur ekkert vald til þess. Skipulagsmál hreyfingarinnar verða augljóslega stór hluti af störfum komandi landsfundar.

Nú í kvöld hefur síðan verið opinberað persónulegt bréf sem einn þingmaðurinn okkar ætlaði að senda á varaþingmann í hreyfingunni og varðar Þráinn Bertelsson samþingmann þeirra. Gerð var krafa til stjórnarinnar um að hún tæki afstöðu vegna þessa bréfs og ég var því ósammála. Bæði vegna þess að ég tel óeðlilegt að stjórn hreyfingar sé að vasast í persónulegum málum einstaklinga innan hennar, jafnvel þó að henni berist óvart afrit af tölvupóstsamskiptum, sem og vegna þess sem ég nefni hér að ofan, stjórnin hefði ekki haft neitt umboð eða vald til slíkra afskipta.

Þetta er allt saman afar leiðinlegt - hið versta mál bara og þegar berast skilaboð frá félögum, að minnsta kosti hér á blogginu, um afsögn þeirra úr hreyfingunni. Heiða, kæra hreinskilna vinkona mín, reið þar á vaðið og sagði sig alfarið úr hreyfingunni. Sigurður Hrellir hafði þar áður sagt sig formlega úr stjórn hreyfingarinnar.

Ég vil líka taka fram að ég tel að niðurstaða stjórnar um þetta mál, sem var að vísa því til sáttanefndar hreyfingarinnar, hafi verið sú eina færa. Sáttanefndin var þegar tekin til starfa og er að vinna gott starf sem skilar vonandi árangri núna á allra næstu dögum.

Dagurinn minn var síðan ekki minna súrealískur fannst mér, þar sem ég stóð á Austurvelli í dag og mótmælti því að Icesave samningurinn yrði samþykktur af Alþingi í núverandi mynd. Mér leið satt best að segja hálf óþægilega, var með netta klígju tilfinningu, þar sem ég stóð innan um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að mestu að virtist. Jú, það er rétt að þetta mál varðar þjóðina alla og verður að draga upp úr flokkslínu umræðunni, en ætti þetta fólk ekki samt bara að skammast sín?

Er á leiðinni núna í fyrramálið í þriggja daga ferð um fjallabökin og Suðurlandið með ferðamenn þar sem ég kemst ansi lítið í tölvusamband á meðan. Kannski eins gott bara.

Mér veitir ekkert af tíma núna til umhugsunar.


mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Gott hjá þér, ég veit ekki hvað maður gerir sjálfur og hef því miður ekki séns á að stökkva í burtu til að hugsa þetta nema það eitt að ég er orðlaus.

AK-72, 14.8.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Og helvítis fokking fokk - nú er formaður stjórnar að kveðja líka: http://herbert.blog.is/blog/herbert/entry/915012/

Já, mér veitir sko algjörlega ekki af tíma frá tölvunni. Það er ljóst.

En Aggi, ég ætla samt að berjast áfram. Ég þarf að hugsa málið, en er ekki á leiðinni að gefast upp. Ég vil gera sem ég get til að berjast fyrir því að hugsjónirnar sem að komu okkur öllum af stað, fái að komast á koppinn.

Til þess að svo verði, verðum við öll til dæmis að taka þátt í landsfundinum og koma þar á því skipulagi sem hreyfingunni er nauðsynlegt til þess að koma stefnunni í framkvæmd.

Baldvin Jónsson, 14.8.2009 kl. 01:38

3 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

"One of the penalties for refusing to participate in politics is that you end up being governed by your inferior."

Plato

Guðmundur Andri Skúlason, 14.8.2009 kl. 01:46

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Gandri, en það var einmitt m.a. fyrir þessi frægu ummæli Plato sem að við fundum okkur knúin til að gera eitthvað í málinu, var það ekki?

Plato kallinn er eflaust að bylta sér eitthvað þessa stundina.

Baldvin Jónsson, 14.8.2009 kl. 01:55

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að taka mína ákvörðun eftir landsfundinn í september.  Mér finnst ótímabært að vera með læti núna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.8.2009 kl. 02:00

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk fyrir hlý orð Baldvin... ekki veitir mér af :) Held að morgundagurinn verði frekar "töff"...vægast sagt :)

 Sorglegt hvernig farið hefur verið með hreyfinguna okkar Ég vona að þú og fleiri góðir kraftakallar nái að reisa hana við.. en það lítur ekki vel út.

Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 02:00

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Heiðublogg 23:56. Afsögn formanns stjórnar 01:17.

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.8.2009 kl. 02:14

8 identicon

Verð að viðurkenna að sem leikmaður skil ekki upp né niður í hvað að gerast.  Nema að túlka þetta sem að allt logi í innbyrðis átökum innan Borgarahreyfingarinnar, HEILUM 3 mánuðum eftir að hún komst á þing.  Sem þýðir að dæmið búið, sorry.  Þið getið hangið á þingi næstu 4 árin, flestir þingmennirnir munu samt sennilega "fíla" sig nógu vel eftir allt saman til að leita í aðra flokka þegar líður á kjörtímabilið - so predictable!

Það breytir samt engu, þessi tölvupóstur Margrétar er fyrir neðan allar hellur, ekki þingmanni á Alþingi Íslendinga bjóðandi, né almennilegri manneskju.  Ég KREFST þess að Margrét segi af sér!

ASE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 02:16

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Friðrik; Herbert var búinn að semja þetta afsagnarbréf áður en ég birti bloggið... eða svo sagði hann mér á facebook rétt áður en hann birti það.

Ekki að það skipti neinu sérstöku máli..... nema kannski að mér sýnist þú vera að gera mig ábyrga fyrir afsögn Herberts.

Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 02:21

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Xó dó fyrir mér þegar þremenningarnir fóru í pólitískan hráskinnaleik...

Óskar Þorkelsson, 14.8.2009 kl. 02:36

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ætluðum við ekki að standa saman að nýju og betra íslandi?

Ég spyr sem fávís landsbyggðardurgur: Hvað er í gangi?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.8.2009 kl. 11:11

12 Smámynd: Kári Sölmundarson

I told you so !!!!

Kári Sölmundarson, 14.8.2009 kl. 13:15

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þetta ekki bara svolítið ýkt atburðarás. Samfélag okkar er allt í máttvana upplausn og enginn virðist vita sitt rjúkandi ráð lengur. Ég sé nú ekki betur en að flestir- ef ekki allir stjórnmálaflokkar standi frammi fyirir svipuðum vandamálum. Þessi hreyfing kynnti sig aldrei sem stjórnmálaflokk í hefðbundnum skiningi, hafi ég skilið ykkur rétt. Ég gekk aldrei inn í þessi samtök þó ég treysti þeim fyrir atkvæði mínu að lokum. Það gerði ég eftir mikil innri átök því ég var- og hef alltaf verið andvígur umsókn um ESB aðild. Mér þótti þess vegna vænt um að 3/4 fulltrúanna greiddu atkvæði eins og þau gerðu. En nú finnst mér mestu máli skipta að allir reyni að halda ró sinni og komast í jafnvægi. Sterkum skoðunum fylgir oft nokkur tilfinningahiti og þá reynir á þá sem vilja leiða fólk til sátta.

Þegar fólk með ólíkan bakgrunn ákveður að taka höndum saman um brennandi málefni á skömmum tíma þá er fátt líklegra en svona uppákomur.

Borgarahreyfingin er tilraun í þá átt að innleiða siðvæðingu í íslensk stjórnmál. Sú barátta má ekki koðna niður vegna slysalegra óhappa.

Árni Gunnarsson, 14.8.2009 kl. 14:45

14 identicon

Fjórflokkurinn er sniðugur nú fær Borgarahreyfingin að njóta sig í fjölmiðlunum. Allir vinna á eitt að tryggja að lýðræðið eigi ekki möguleika hér á landi um langa framtíð þvílíkur félagsþroski. Er eitthvað skrítið að allt sé eins og það er hér á landi þ.a.s leiðindi og gjaldþrot? Eg segi nei það er ekkert skrítið að íslenska þjóðin undiir högg að sækja!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:51

15 identicon

Hvaða fífl eru að skrifa athugasemdir hérna?

Borgarahreyfingin stendur fyrir lýðræðisumbætur en þráinn þrái gerir það ekki!!

Það eru einhver öfl að reyna að eyðileggja hreyfinguna en út úr þessu öllu kemur bara stærri og sterkari hreyfing með handtökuheimildir á útrásarvitleysinga og annað landráðamannapakk.

Hreyfingin losar sig við pöddurnar sem eru búnar að vera þarna frá upphafi og hafa reynt að ráðskast með eðlilega framgöngu mála og aðlögun að hinni lágkúrulegu samkundu sem kallar sig alþingi í dag.

Hið há Alþingi þarf að hafa há vitsmunalega innstillta einstaklinga með sannleik, heiðarleika, réttlæti og sanngirni öllum til hand, að leiðarljósi.

Kristján (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:45

16 identicon

Hey, elsku Baldvin, ekki undrandi á að þú sért á þeim stað þar sem þú ert, þú ert á réttri leið og þjóðin kemur til með að þéna á því. Til hamingju.

 Heilsaðu Maríu og bestu kveðjur frá Svíþjóð.

b

Baldur Bragason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:00

17 Smámynd: Einhver Ágúst

Eigum við að klára þetta dæmi Baddi?

Einhver Ágúst, 14.8.2009 kl. 23:00

18 identicon

Kristján skrifar kl: 19:45

Það eru einhver öfl að reyna að eyðileggja hreyfinguna en út úr þessu öllu kemur bara stærri og sterkari hreyfing með handtökuheimildir á útrásarvitleysinga og annað landráðamannapakk.

Hreyfingin losar sig við pöddurnar sem eru búnar að vera þarna frá upphafi og hafa reynt að ráðskast með eðlilega framgöngu mála og aðlögun að hinni lágkúrulegu samkundu sem kallar sig alþingi í dag."

Er ekki réttara að sjá lengra en þetta? Þ.e. hvert verður framhaldið ef/þegar búið er að refsa stórglæpamönnunum í pólitíkinni og viðskiptalífinu?

Það þarf ekki að leita langt aftur í sögunni og sjá þar mýmörg dæmi um þau nýju öfl hreinsa gamla spillta liðið eingöngu til að verða enn stærra og verra skrýmsli.

Ef ég man rétt þá lofaði Borgarahreyfingin að styðja aðildarviðræður við ESB fyrir kosningar - þrír þingmenn ákváðu á síðustu stundu að greiða gegn því. Ferli og framsetning sem hreyfingin hélt fram að væri á móti. Aðeins Þráinn hélt við þá stefnu sem boðuð hafði verið.

Jafnframt:

" Borgarahreyfingin stendur fyrir lýðræðisumbætur en þráinn þrái gerir það ekki!! "

Geturðu rökstutt þetta? Bjánalegt að fullyrða svona nokkuð án rökstuðnings.

Ennfremur:

Hið há Alþingi þarf að hafa há vitsmunalega innstillta einstaklinga með sannleik, heiðarleika, réttlæti og sanngirni öllum til hand, að leiðarljósi "

Vissulega - og eflaust höfum við átt marga afburða þingmenn sem og þröngsýna heimalinga sem orðið hafa vitstola yfir eigin mikilmennskubrjálæði. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa ekki enn sýnt mér að þeir falli inn í fyrrnefnda hópinn.

Að lokum vona ég að þau sem eru að yfirgefa hreyfinguna íhugi það betur. Á þessum tímum þarf Ísland á öllu sínu heiðarlega og víðsýna fólki.

Guðgeir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 23:34

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til hamingju með formannssætið Baldvin.

Helvítis fokking fokk!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2009 kl. 23:38

20 identicon

Átti ekki að hugsa málin um helgina, en þegar formannssætið býðst þá þarf ekki að hugsa lengur. Var ekki verið að tala um að valdagræðgi væri orsök illindanna :/

olaf (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 01:53

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Vildi segja til hamingju meðformannssætið.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2009 kl. 03:52

22 Smámynd: Ómar Ingi

Mér er skemmt

Ómar Ingi, 15.8.2009 kl. 10:16

23 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæl öll og takk fyrir kveðjurnar. Er eins og ég sagði hér að ofan, á fjöllum en skaust hér á netið í þjóðgarðinum í Skaftafelli.

Bara til áréttingar fyrir þessa dómhörðu að þá varð ég formaður í gær, ekki vegna þess að ég væri að sækja eftir því, heldur vegna þess að bæði Herbert formaður og Lilja varaformaður sögðu sig úr stjórn í gær. Nýtt verkskipulag stjórnar byggir einungis á því að við færumst öll upp eftir því hvaða atkvæðafjöldi var á bakvið hvert og eitt okkar í kjöri til stjórnar.

Ekki það að þjóðin og ráðamenn þurfi ekki meira af gagnrýni, en ég er ekki viss um að dómharka án nokkurrar undirbúnings- eða rannsóknarvinnu muni aðstoða okkur neitt Olaf (aths. nr. 21). Ég sagði hér að ofan að í öllu þessu umróti þyrfti ég augljóslega að taka mér umþóttunartíma. Eftir það varð ég skyndilega formaður eins og ég útskýri hér að ofan. Þú nefnir valdagræðgi. Ég get fullvissað þig um að stjórnarsetu í Borgarahreyfingunni fylgja engin sérstök völd.

Nú verðum við sem hreyfing einfaldlega að taka okkur saman í andlitinu, slíðra sverðin og treysta sáttanefndinni fyrir því að koma fólki saman til sátta. Ég er á því að hlutverk stjórnar núna ætti fyrst og fremst að vera það að undirbúa landsfund hreyfingarinnar, sem er tímasettur eftir rétt um 4 vikur.

Landsfundurinn verður prófsteinninn á það að mínu mati hvort að þessi hreyfing ráði við að standa undir gefnum yfirlýsingum og stefnu. Þar verður að koma á þeim verkferlum og skipulagi sem hreyfingunni eru nauðsynlegir til þess að geta starfað saman sem heild.

Og já Grétar, við viljum áfram hafa rétt á eigin sannfæringu og skoðunum sem einstaklingar, en við erum engu að síður sameinuð um stefnu hreyfingarinnar og verðum að vinna að framkvæmd hennar sem heild. Þar liggur styrkurinn, ef nokkurs staðar.

En aftur, takk fyrir kveðjurnar. Verð væntanlega "utan þjónustusvæðis" fram á sunnudagskvöld.

Baldvin Jónsson, 15.8.2009 kl. 11:03

24 Smámynd: Billi bilaði

Mér lýst vel á það sem þú skrifar.

Billi bilaði, 15.8.2009 kl. 14:45

25 identicon

Þið eruð nú meiri vitleysingarnir félagi.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 20:00

26 Smámynd: Einhver Ágúst

Huggulegur ertu á þessari mynd Axel.......

Einhver Ágúst, 15.8.2009 kl. 21:16

27 identicon

Guðgeir: 14.8.2009 kl. 23:34

Af hverju þarf að stafa þetta ofan í þig?!

Það þarf að hreins skít aftur og aftur en svo er gott að hafa kerfi sem verndar Þjóðina fyrir spillingu og glæpum og býður ekki upp á að spilað sé með lífsafkomu og lífshamingju Þjóðarinnar!

Það segir sig sjálft að það þarf að taka á spillingu og glæpum!!

Það að trúa því að það komi bara annað og verra í staðinn, alveg sama hvað, eru að sjálfsögðu bara fortölur og neikvæðni sem leiðir ekki til lausna.

Ég geri mitt með því að skila auðu eða styðja Birgittu.

Í mínu daglega lífi geri ég líka mitt og meira að segja mikið af því; að afhjúpa glæpi og spillingu.

Þráinn þrái vildi ekki lýðræðislega meðferð á ESB ruglinu, með því að vísa málinu til Þjóðarinnar. Hann studdi málið án þess að Þjóðin hefði neitt um það að segja. Hann styður ekki lýðræðislegar umbætur með því!!

Þau hin segjast hafa haft almennt þá trú að ESB málið snerist um að "kanna málið", "skoða hvað væri í boði" eða "aðildarviðræður" en svo kom allt falsið í ljós hjá fjórflokkaþursinum sem er alltaf eins, því ESB ruglið snerist um alvöru umsókn með allri þeirra fyrirhöfn og kostnaði sem því fylgir og ofan á allt saman átti að troða þessu í gegnum þingið án þess að Þjóðin hefði neitt um þetta að segja!!!

Strax eftir atkvæðagreiðsluna segir jóhanna falska, óheiðarlega og samverkakona landráðamanna og föðurlandssvikara til margra ára, já síðan segir hún að Þjóðin muni hafa síðasta orðið?!?!

Þetta síðasta orð sem þjóðin á að hafa var afgreitt stuttu áður sem "ráðgefandi" Þjóðar-atkvæðagreiðsla, en ekki lýðræðisleg bindandi og afgerandi ákvörðun Þjóðarinnar!!

Þetta var ljóst áður en þráinn þrái greiddi atkvæði með ólýðræðislegri áætlun sem byggir á því að Þjóðin ráði engu!!!!!!

Þráin þrái greidd i atkvæði með þessu falska og ómerkilega fólki sem er á þessu lágkúrulega þingi

Hann og fleiri settu sig ekki í neinn baráttu-gír til að vinna gegn glæpum og spillingu heldur studdi hann við slíkt.

Aðalatriðið er að það séu nógu margir með til að málið fari í gegn, þannig að þeir sem vilja vera á móti geta verið á móti sumum breytingartillögum en sagt já við öðrum og setið hjá í hinum og virst vera með samvisku eftir allt saman.

Þegar upp var staðið út var farið þá var einmitt búið að samþykkja ólýðræðislega og svívirðulega tillögu sem er þvert á samspillinguna sem vill virkara lýðræði og VG sem er svipaðs sinnis.

Þetta er loddaraskapur og blekkingarleikur landráðafólks sem auðvelt er að sjá í gegnum ef fólk nennir því!

Þráinn þrái styður slíka svívirðu og afhjúpar sig sem óhæfan til að starfa í anda Borgarahreyfingarinnar. Þetta veit hann sjálfsagt sjálfur og hann hefur fengið tækifæri til að fara og skella áeftir sér hurðinni eins og maður sem er á leiðinni á fyllerý en vantar bara afsökun eða réttlætingu, sem er að geta kennt öðrum um.

Kannski var þetta mál sett á svið með hjálp Margrétar og þau sættast opinberlega seinna.

Kannski var verið að bíða eftir þessu af einhverju fólki í Borgarahreyfingunni til að reyna að klekkja á henni innan frá af þeim svikurum.

Mjög mikið hefur verið gert úr þessu í fjölmiðlum og þar af leiðandi af þeim sem stjórna og eiga þá.

Hver græðir á þessu þegar upp er staðið verður forvitnilegt að sjá!!

Kannski snýst þetta í höndunum á þeim sem vildu "græða" á þessu og Borgarahreyfingin styrkist við þetta og kjarninn þéttist.

Vonandi!!

Það er einmitt málið að inn í stjórnmálaflokka fara alltaf einhver spillt öfl sem hafa rotinnog óheiðarlegann ásetning. Fyrir valdasjúku fólki er það nausynlegt að vera í stríði við almenning um að hann fái ekki sitt og venjulegir "plebbar" eins og þau líta á það, eigi skilið minna en sníklarnir og svo framvegis.

Inni í stjórnmálaflokkum eru líka alltaf aðilar sem eru hégómlegir og telja sig vera merkilegt fólk og yfir flest alla hafin og séu inni í leyndarmálunum á bak við tjöldin og trúa því að það sé ekki hægt að skýra það fyrir fólkinu eða Þjóðinni. Hin flóknu mál samfélagsins eins og "heilbrigðiskerfið" og efnahagsmál eru gerð að eða líta út fyrir stjórnmálahálfvitum sem "mistýskum" fræðum sem er á fárra valdi að skilja nema þeirra sjálfra og þeirra sem eru inni í hringiðu þessara mála.

Þetta býður upp á það að það er hægt að hagræða uppgangi og falli stjórnmálamann sem eru yfirleitt eins og sölumenn blaðrandi sitt sölu og lýðsskrum alla daga. Þessu er hagrætt með fjölmiðlaumræðu, peningastreymi-stjórn og allskyns öðrum brellum sem er stjórnað alfarið utan stjórnmálanna sem yfirleitt ganga hvort eð er út frá hinum bjánalegu "fræðum" eða "sérfræðingum" alltaf hreint!!

Flest allt stjórnmálafólk er siðlaust öfgafólk sem hefur mikinn "metnað" fyrir sjálft sig og sína ímynduðu réttsýn á hver sé hin eina rétta stefna o.s.frv.

Það er til dæmis mjög mikilvægt á stjórnlagaþingi að koma upp einföldu kerfi sem gerir það kleift að Þjóðin geti sett þingið af og stöðvað mál sem eru stórhættuleg samfélaginu og efnahagi þess.

Þetta er aðeins brot af því hvernig hægt er að setja raunverulega varnagla til að vernda Þjóðina.

Kristján (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:04

28 identicon

Var að lesa færsluna hérna fyrir ofan hún var beitt en hún hefði bitið betur hefði viðkomandi komið undir fullu nafni. Það er hættulegt merki hvernig komið er fyrir lýðræðinu þegar fólk sínir það í verki að það treystir sér ekki að koma fram undir fullu nafni.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 13:43

29 identicon

Ég las hana líka og henni er líst best í tveim orðum. Tóm steypa.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 23:26

30 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvaða hópur hagnast á því að mikil umræða skapist um deilur í Borgarahreyfingunni, svo miklar að þær skyggi nærri því á alla aðra umræðu í samfélaginu svo dögum skiptir? Einmitt núna þegar mál númer tvö í aðildar umsókn að ESB stendur fyrir dyrum?

Fannar frá Rifi, 16.8.2009 kl. 23:42

31 identicon

Axel Jón Birgisson 16.8.2009 kl. 23:26?!

Hvað nákvæmlega er þessi "steypa"?

Smá vitsmuni í svarið takk!

Ert þú kannski að meina eitthvað sem er sterkt eða hart opg er óbrjótandi, eða "concrete" eða "massívur" sannleikur?

Fannar frá Rifi 16.8.2009 kl. 23:42?!

Já þú spyrð þess sama og ég er að velta fyrir mér, en það er einmitt áhugavert að sjá hver græðir á þessu þegar upp er staðið, eða snýst það kannski Borgarahreyfingunni í hag?

Það er augljóslega verið að reyna að klekkja á Borgarahreyfingunni það er augljóst sérstaklega hvað fjölmiðlalygarana og loddarana snertir. Ég vil sérstaklega benda á svínið hann egil. Það hefur verið mokað undir hann í mörg ár, enda góður í að skrumskæla sannleikann og þykjast vera hans megin!

Hann eyddi færslu minni sem var gagnrýni á hann, frekar orðljót en ég umorðaði hana en það birtist ekki aftur hjá svíninu:

http://eyjan.is/silfuregils/2009/08/14/sorgleg-borgarahreyfing

Það er barnaskapur að átta sig ekki á því að viðskipti og stjórnmál hér sem annars staðar eru rotin og ógeðsleg.

Þau hafa fengið að upplifa það Þingmenn Borgarahreyfingarinnar.

Glæpir og spilling ráða ríkjum, ég hélt að flest allir hugsandi einstaklingar væru búnir að átta sig á því.

Kristján (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 05:36

32 identicon

Kristján: Hver er að klekkja á Borgarahreyfingunni? "Þeir"? Hverjir eru þessir "fjölmiðlalygarar"? Hvað er það sem gerir Egil Helgason að svíni? Hverju hefur verið "mokað undir hann" og hvað hefur það með þennan meinta hæfileika hans til að skrumskæla sannleikann? Í hverju liggur barnaskapurinn?

Hetjan (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 09:34

33 identicon

Hetjan 17.8.2009 kl. 09:34?

Varla kallar þú sjálfan þig hetju vegna athyglisgáfu og vitsmuna!!

Það skýrir sig allt saman nokkurn veginn sjálft það sem ég hef sagt áður hér á þessum spjallþræði.

Kannski getur þú notað þína hæfileika - ef einhverjir eru - til að finna lausnir og afhjúpa glæpi og spillingu!?!

Það vita það allir sem eitthvað vita að sannleikurinn er yfirleitt ekki að koma fram í fjölmiðlum, en ef það gerist þá er það seint og illa og ónákvæmt, eða hreinlega að það skiptir ekki máli, eða villir fólki sýn!!

Auglýsingastofur eða auglýsingaskrumarar fá til dæmis greitt fyrir þjónustu sína til að villa fólki sýn eða leiða það í gildrur af "markaðsöflum". Stundum er það saklaust en stundum svívirðulegt.

Lýðskrumarar fá greitt með einum eða öðrum hætti en þeir eru oftast mjög hégómlegir og finnst gaman að hafa athygli og hafa "vald", finnast þeir hafa "áhrif" á framgang samtíma síns o.s.frv.

Já ég endurtek það einu sinni enn hvaða fólk hefur hag af því að skaða Borgarahreyfinguna?!!

Ætlar þú þér að vera vakandi og á verði hjálpa til við að vernda Borgarahreyfinguna fyrir klóakk-hausum?!

Kristján (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:23

34 identicon

Baldvin.

Ég óska þér til hamingju með formannssætið og hvet þig til þess í leiðinni að verða sáttaafl innan hreyfingarinnar og stuðla að því að stoppa þessa sundrung og leiðindi sem eiga sér stað þessa dagana.

Stuðlaðu að því að fá þremenningana í þingflokki Borgarahreyfingarinnar til að mæta á almennan félagsfund og hreinsa andrúmsloftið ef það má orða það sem svo.

Einnig finnst mér að stjórnin ætti að gera kröfu um að Þráin segi af sér þingmennsku og skili með réttu þingsætinu til Borgarahreyfingarinnar sem fékk þingsætið í umboði kjósenda sinna.

Bestu kveðjur og velfarnaðar óskir í embætti formanns.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 06:58

35 Smámynd: Steinn Hafliðason

Gaman að sjá þig aftur á blogginu Baldvin. Ég vona að þú náir að sameina Borgarahreyfinguna aftur bakvið þau góðu mál sem þið berjist fyrir. Fólkið í landi þarfnast þess.

Steinn Hafliðason, 20.8.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband