Fréttir af ótímabærum dauðdaga Borgarahreyfingarinnar eru stórlega ýktar

Setti þetta inn sem athugasemd hjá Heiðu vinkonu minni hér eftir athugasemd einhvers Gríms þar, og finnst þetta eiga að koma fram hér líka eftir umræðuna undanfarna daga. Tel reyndar líklegt að Grímur þessi sé með undirritun að vísa í grímurnar sem svartstakkarnir báru í janúar mótmælunum.

Sæl öll og Heiða :)

Ég ætla svo sem ekki að leggja mikið inn í þessa umræðu en fróuðu egóinu mínu fannst ekki hægt að sitja hjá athugasemdinni hans Gríms án þess að leggja orð í belg.

Það er rétt hjá Grím að ég hef fullan áhuga á því að taka sæti sem þingmaður. Eins og Heiða bendir á að þá lýsti það sér best í því að ég bauð mig fram í 2. sæti í Reykjavík suður.

Tilgangurinn með því að taka þátt í stofnun Borgarahreyfingarinnar, eftir að hafa verið þar á undan að "fróa egóinu" mínu (svo ég vitni í orð Gríms) bálreiður á Austurvelli í einhverjar vikur, var viljinn til að koma að því að koma á breytingum. Sá vilji minn hefur ekkert breyst, jafnvel ekki þrátt fyrir þá samskiptaörðugleika sem að hreyfingin hefur staðið í undnafarið.

Hvers lags bjáni væri það sem byði sig fram til Alþingis en hefði ekki áhuga á því að sitja á þingi?

Fróuðu egóinu mínu sýnist einfalt að Grímur sé bara enn eitt "fólkið" sem vill stýra því hvernig allir eigi að vera. Eins og Heiða bendir á (takk Heiða :), hef ég frá fyrsta fundi hreyfingarinnar einfaldlega fylgt minni sannfæringu í öllum málum, án þess að vera nokkurn tímann hluti af einum eða neinum hópi innan hreyfingarinnar. Ekki vegna þess að mér líki ekki við þá hópa, heldur vegna þess að fyrir mér er Borgarahreyfingin einn stór hópur sem þarf að læra að hrista sig saman, stíga fram og láta til sín taka.

Þetta sumarþing er búið að vera undarlegur tími. Við setningu haustþingsins vona ég svo sannarlega að við í hreyfingunni, getum farið að einbeita okkur að því sem eru okkar helstu áherslu mál, það er lýðræðisumbætur og uppstokkun flokks- og þingræðis. Við viljum draga úr valdi embættismannakerfisins. Við viljum lýðræði - ekki kjaftæði eins og einhver komst svo vel að orði.

Ég neita því líka alfarið að stjórn hreyfingarinnar (sem ég á sæti í) hafi á nokkurn hátt reynt að stjórna því hvernig þingmennirnir okkar kjósa um einstök mál. Stjórnin hefur fyrst og fremst verið að biðla til þingmannanna um að fá að vera betur inni í málum og ég hef fulla trú á því að þau samskipti séu nú að slípast vel til.

Allar yfirlýsingar um ótímabæran dauða hreyfingarinnar eru stórlega ýktar.

Að lokum minni ég alla á samtöðufundinn á Austurvelli á eftir. Við verðum að vera sýnileg til þess að ráðamenn taki okkur alvarleg. Þeir liggja ekki allir á blogginu þú skilur.
Sjá nánar hér: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/13/samstodufundur_vegna_icesave/


mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

oki Baddi en hvað með Þráinn ?

Afhverju hafið þið leift honum að stórskaða orðspor og trúverðuleika hreyfingarinnar hjá almeningi og jafnvel litið ut fyrir með yfirlysingum stjórnar að taka afstöðu með honum ?

Ég held að það sé timi kominn til að vekja þennann mann upp á þinginu sem engin sér að sé að gera neitt og skifta honum út i snarhastri.

Eins og þu sagðir sjálfur snýst þetta allt um samvinnu og samstöðu og stjórnin verður að styðja sína þingmenn sem vinna saman, halda uppi andliti heryfingarinnar og eru sýnileigir að gera ethvað og skilja eftir sig.

Það eru þreminingarnir sem eru borgarahreyfingin fyrir flestum.

fyrir utan það að mál þráins i kosningunum urðu til þess að fæla margan frá að kjósa hreyfinguna og margir sem gerðu það samt sem áður gerðu það með óbragð i munni.

Þú sætir líklega á þingi sjálfur í dag hefði það verið farið á annann veg.

Ég hreinlega skil ekki hvað þessi stjórn er buin að vera að huxa.

Fullur stuðningur minn er til þreminingana, þaug hafa staðið sig frábærlega.

Þráinn er Dáinn.

Johann Trast Palmason, 13.8.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jói, þau hafa öll fjögur fullan stuðning minn sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar. Hvert og eitt þeirra hefur fylgt eigin sannfæringu í störfum sínum hingað til.

Mér gramdist hvernig þrjú þeirra kusu um ESB aðildarviðræður. Ekki vegna þess að ég hefði viljað stjórna því hvernig þau kusu, heldur vegna þess að mér fannst það of stórt mál til þess að taka ákvörðun um það án víðtæks samráðs við hreyfinguna. Mér hefur líka fundist afar óþægilegt að Þráinn skuli vera svo þver sem hann er á stundum, en sjaldan veldur einn þá er tveir deila. Munum það.

Borgarahreyfingin þarf að verða stærri en þetta og við erum að læra það á fullri ferð þessa dagana. Það er þó rétt að taka það fram að hluti máls er að við viljum hafa hlutina uppi á borðinu, það þýðir þá að sjálfsögðu að ólíkt öðrum stjórnmálahreyfingum, verða samskiptaörðugleikar okkar augljóslega þá opinberir líka. Nú eru allar fundargerðir stjórnarfunda held ég komnar á heimasíðu hreyfingarinnar, mér finnst það mjög flott og sýna að við ætlum að láta gjörðir mæta orðum.

Baldvin Jónsson, 13.8.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: Johann Trast Palmason

Ekki get ég skilið þá gremju þína eða félaga þinna eftir góðar útskýringar þreminingana nema þá helst að þaug stóðu ekki 4 saman. Og snerti sú atburðarrás sem þá fór á stað stórlega á réttlætiskend minni og varð ég gáttaður á framkomu og áhvörðunum hreyfingarinnar ásamt því sem sagt var við fjölmiðla í þessari massa hysteriu eins og ég vil kalla það og vil ég meina að brugðist hafi verið þvert á það sem hefði átt að vera

þegar þið hefðuð átt að standa sem þéttast saman og styðja við bakið á ykkar fólki fulls trausts horfandi á heildarmyndina og þaug verk sem lágu eftir þaug en i stað þess var einblínt í bokstafstrú með rörsýn á litið brot myndarinnar og minnti það óþægilega á flokkastjórnun gömlu flokkana svo manni rann kallt vatn milli skins og hörunds.

Á verkunum skalltu þekkja þá hafa margir haft eftir fornum meistara, og ígrundar það minn fulla stuðning og hreinlega samúð með þremenningunum og allgert óumburðarlyndi gagnvart honum sem einn þrjóskast og situr og sefur værum þirnirósarsvefni.

Ég hef sagt það áður á opinberum vettfangi og get alveg endurtekið það hér í kommenta kerfi þínu að ég vildi gjarnan sjá þig með þessum hópi því ég tel mikið gagn geta orðið af þér og góð verklandsmönnum í þágu þar semég þekki siðferði þitt og réttlætiskend ásamt dómgreind og hæfileka að vinna með fólki.

Þó myndi ég ekki vilja að það gerðist á hlut nokkurs þremeningana.

Johann Trast Palmason, 13.8.2009 kl. 17:04

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eins og ég segi, gremjan mín snérist ekki um að vera algerlega ósammála snúningnum þeirra heldur eins og ég segi, snérist málið um það að mér fannst að þau hefðu átt að kynna málið fyrir hreyfingunni.

Ég er þó ekki að bera þá gremju í dag.

Allt tal um að stjórnin vilji stýra þinghópnum er síðan tóm tjara og úr tómu lofti gripið. Stjórnin var aðeins að biðla til þeirra um aukin samskipti og það er verið að brúa það bil í dag tel ég.

Baldvin Jónsson, 13.8.2009 kl. 18:37

5 Smámynd: Ómar Ingi

Dauðateygjunum ?

Ómar Ingi, 13.8.2009 kl. 23:15

6 identicon

Sem félaga í BH finnst mér málið leitt en trúi því ekki að það sé óleysanlegt. BH á framtíð fyrir sér og er eina aflið sem hugsanlega getur náð árangri í baráttunni gegn spillingu og fyrir lýðræðisumbótum.

En ég held að lausnin felist í því að þremenningarnir viðurkenni mistök sín í ESB atkvæðagreiðsunni. Þessi mistök eru vel fyrirgefanleg í ólgusjó sumarþingsins. Geri þeir það, verður Þráin að mæta til viðræðna og samstarfs. Geri hann það ekki, er hann ekki þinghæfur, það verður að gera þá lágmarkskröfu til þingmannanna að þeir taki fullan þátt í störfum þingsins og séu virkir í starfi hreyfingarinnar. Það þarf líka að gera þá kröfu að þeir virði hvern annan í störfum sínum.

sigurvin (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband