Er nýja Kauþing búið að eyða peningunum okkar frá SPRON? Hvers vegna gat Kaupþing "hið nýja" tekið yfir SPRON reikninga án nokkurs eigins fjár?

Þetta eru undarlegir tímar sem við lifum á, svo mikið er víst.

Hið voða nýja Kaupþing fær í skjóli ríkisins að taka yfir alla reikninga viðskiptavina SPRON, mína reikninga þar á meðal, án þess að virðist að hafa til þess nokkuð svigrúm eða fjármagn. Já og reyndar líka án þess að nokkurn tímann hafi verið varpað fram spurningunni um hvers vegna bankaleyndin á ekki líka við viðskiptavini SPRON.

Nú segja "þeir" að ekki sé hægt að leyfa MP að kaupa SPRON vegna þess að þá myndu svo margir viðskiptavinir gamla SPRON vilja flykkjast frá nýja Kaupþing yfir til nýja SPRON.

Það er vissulega rétt í mínu tilfelli, ég hef nákvæmlega engan áhuga á viðskiptum við Kaupþing, sérstaklega ekki meðan að vanhæfur Finnur stýrir þar málum.

Spurningin hins vegar er, í hvað er Kaupþing búið að ráðstafa fénu okkar í millitíðinni? Hvers vegna er ekki jafn einfalt að flytja reikningana okkar yfir til nýja SPRON án þess að það leggi Kaupþing á hliðina? Eru þetta ekki ennþá bara tölur í tölvu?


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þeir séu ekki búnir að gera neytt við þám enda fengu þeir ekki peningana með reikningunum, heldur átti að selja eignir SPRON upp í innistæðurnar.

Sigurbjörg Hauksdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þá spyr ég aftur í einfeldni minni, duga þessar 800 milljónir sem MP greiðir ekki fyrir innistæðunum? Bankinn hlýtur nú að vera við þessa sölu einhvers meira virði en aðeins því sem nemur innistæðum þar.

Baldvin Jónsson, 6.4.2009 kl. 13:23

3 identicon

það er nokkuð augljóst að 800 milljónir frá skákmeistaranum, duga ekki fyrir 83 milljarða innistæðum.

karlsg (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:43

4 identicon

Ég held nefnilega að mikið sé til í þessu sem Karl bendir á, að þessi upphæð 800 milljónir (mjög lág upphæð) dugi ekki og þó maður óski Margeir & MP fjárfestingabanka alls hins besta, þá tel ég að stjórnvöld hafi enn og aftur samið af sér og komið sér þannig í slæma stöðu!  Það slæma stöðu að Fjármálaeftirlit segir: "þessi steypa gengur bara ekki upp...."  Maður finnur til með viðskiptavinum Spron, fyrrum starfsfólki sem sá fram á áframhaldandi vinnu, og maður spyr sig hvers konar "fábjána samfélagi" við búum eiginlega í????

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:07

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er rétt hjá Sigurbjörgu - Nýja Kaupþing fékk enga peninga frá SPRON, en var hins vegar ætlað að leggja til af eigin fjármunum með innstæðunum til MP.

Kolbrún Hilmars, 6.4.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Árni Þór Steinarsson

Þeta er hið undarlegasta mál allt saman hinsvegar spyr ég var viðskiptavinahópur SPRON svona mikið öðruvísi en annrra banka fóru ekki skuldir yfir með þessum innistæðum. Þannig að ef þú ert með lán hjá banka ertu þá ekki skuldbundinn til að vera með launareikning hjá viðkomandi banka líka svo þegar fólk fer aftur yfir til MP fara þá ekki skuldir með líka. Ég vil fá fréttaskýringu á því sem er í gangi hérna. Annars held ég mig við eftirfarandi Það er bara ekki penignur í kerfinu. Bankarnir eru alveg jafn illa settir ef ekki verr en almenningur í landinu.

http://hallfredur.blog.is/blog/hallfredur/

Árni Þór Steinarsson, 6.4.2009 kl. 14:52

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

SPRON átti væntanlega minni eignir en skudlir annars hefði ekki þurft að gera sparisjóðinn upp.  Því hefur Kaupþing væntanlega ekki fengið neina peninga með yfirtökunni á SPRON. Kaupþing fékk bæði eignir og skuldir SPRON. Eignirnar voru fyrst og fremst í formi útlána en skuldirnar í formi innlána. Síðan hefur væntanlega átt að setja sölu á húseignum og tækjum SPRON inn á móti mismuninum á eignum og skuldum SPRON.

Eignirnar í formi útlána koma inn þegar lántakar greiða af sínum skuldum. Ef hins vegar innistæðurnar eru teknar út hraðar en lántakar greiða af sínum útlánum þá lendir Kaupþing í vandræðum með lausafé til að greiða þessar úttektir. Allir bankar lenda í slíku ef innistæðueigendur fara skyndilega að taka út fé í stórum stíl.

Í þessu tilfelli er því ekki um það að ræða að neitt fé hafi horfið því Kaupþing fékk aldrei inneignir í SPRON í formi peninga heldur í formi skuldabréfa, sem lántakar SPRON höfðu gefið út. Kaupþing á því óhægt um vik með að greiða innistæðurnar hraðar út heldur en nemur innborgunum frá lántökum.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2009 kl. 14:57

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við fáum bara yfirborðskenndar fréttir - ekki orð um hvað verður um lánapakka SPRON. Það gæti jafnvel verið að skilanefnd SPRON fái hann til meðhöndlunar fyrir uppgjör "dánarbúsins"...

Kolbrún Hilmars, 6.4.2009 kl. 15:02

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ef satt reynist sem Karlsg segir hér að ofan að þá eru þessar 800 milljónir ekki einu sinni næg trygging fyrir bindisskyldunni. Þetta er hið undarlegasta mál.

Gjörningurinn er sem sagt sá, þið fyrirgefið mér hvað þetta virðist mér allt of óskiljanlegt enda er það það á köflum, að til þess að tryggja innistæður okkar að þá flytur ríkið reikningana okkar til Kaupþings og bætir okkur þar við sem kvöð á þeirra innistæðutryggingar. MP er því sem sagt aðeins að kaupa nafnið og tækin að virðist en tekur ekki við skuldbindingum innistæðu tryggingarinnar. Miðað við þessar forsendur er þá ekki réttast að fyrrum viðskiptavinir SPRON þurfi að velja hvort að þeir haldi sig hjá Kaupþingi eða tapi að öðrum kosti stórum hluta inneigna sinna?

Geri mér nú líka grein fyrir því hversu vanhugsuð athugasemdin mín var hér að ofan #2. Virði banka hefur að sjálfsögðu aðeins lítið með innistæður í honum að gera. Til koma fjöldi annarra þátta við verðmat.

Baldvin Jónsson, 6.4.2009 kl. 15:02

10 identicon

Það má ekki gleymast í umræðunni að við Íslendingar erum gjaldþrota það er stærsta vandamálið í núninu sama hverjum það er um að kenna.

Allt tal að það sé íslensku krónunni um að kenna er mikil heimska því það er ekki henni um að kenna hvernig fór heldur stjónmálamönnunum sem hafa farið hér með völd allt lýðveldistímabilið. Til gamans þá var danska krónan um 2000 íslenskar krónur á núvirði miðað við hana með þeim núllum sem voru þá fyrir aftan hana 1944.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:15

11 identicon

Ég verð að leiðrétta mig aðeins þetta átti að vera um 20.000 þúsund krónur. pr. dönsk króna frá 1944 en það var 2000 krónur ca.frá 1981 þegar myntbreytingin var síðast.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:24

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með öðrum orðum, verið að reyna að fresta því eins og hægt er að þeir sem áttu innstæður leysi þær út. Því eins og áður sagði þá eru bankarnir í raun og veru tómir, og vesalings starfsfólkið hefur ekkert að sýsla nema með mínustölur í reikningsbókum.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband