Borgarahreyfingin styður mjög eindregið hugmyndina um sumarskóla

Það kemur skýrt fram í stefnu Borgarahreyfingarinnar að úrræði fyrir bæði atvinnulausa sem og aðra verði að auka og að styðja beri fólk til þess að stunda nám.

Sumarskólar og aukning við námslán eru að sjálfsögðu afar góð leið til þess.

Nú eru einfaldlega tímar þar sem við verðum að fara að segja bara satt. Það er ekki verið að fara að skapa hér nein 20.000 störf með stóriðju eins og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar nú að lofa. Það er það eina heiðarlega núna að horfast í augu við þann félagslega vanda sem atvinnuleysi skapar og ráðast í að skapa þar úrlausnir.

Að hvetja fólk til náms og áframhaldandi náms er virkilega góð lausn og skapar mikil verðmæti til lengri tíma.


mbl.is Ódýrara að veita námslán áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er þetta ekki bara að taka formlega ákvörðun um að færa fé milli kerfa. Mér finnst frekar líklegt að þetta verði samþykkt

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.4.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband