Ofbeldismaðurinn Ólafur Klemensson lætur aftur til skarar skríða - nú með enn meiri hættu

Að halda að maður komist upp með það að aka á manneskju af því að þér líka ekki pólitískar skoðanir hennar í vitna viðurvist er ekki líklegt til þess að teljast nálgast andlegt heilbrigði. Maðurinn er augljóslega skaphundur og mun á endanum valda einhverjum verulegum skaða verði ekki eitthvað aðhafst.

Er réttlætanlegt að maðurinn gegni trúnaðarstörfum fyrir almenning? Á hann ekki betur heima í dyravörslu hjá Geira nektarkóngi eða í einhverju viðlíka?

Burt með manninn af okkar launaskrá og það strax.

Ég hvet manneskjuna sem að Ólafur reyndi að aka yfir til þess að kæra hann umsvifalaust. Það skortir ekki vitni í málinu. Maðurinn þarf að leita sér einhverrar hjálpar.

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is Ólafur segir mótmælenda hafa skemmt bifreið sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, sá það hér einhversstaðar að hann er búin að leggja fram kæru, sem er hið besta mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ólafur er greinilega skaphundur mikill. Hann er greinlilega fólki hættulegur. Menn sem eru hættulegir öðrum og sjálfum sér ber að taka úr umferð.

Jóhann Kristjánsson, 9.2.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Lúkas, Lúkas, Lúkas ( Lúkasar málið margfræga).

er dómsóll götunar mættur til að taka menn af lífi án dóms og laga? 

er ekki betra að bíða eftir að dómi og myndum úr eftirlits myndavélum? 

Fannar frá Rifi, 9.2.2009 kl. 18:09

4 Smámynd: Ómar Ingi

Það er nú bannað skemma bifreiðar síðast ég vissi , nú ef hann hefur keyrt á manneskjuna þá hlýtur að sjá á bílnum en í fréttum segir að Óli ofbeldi ætli að kæra en ekki pottamaðurinn ?

Ómar Ingi, 9.2.2009 kl. 19:26

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fannar, hér er enginn tekinn af lífi. Hér er þvert á móti verið að hvetja til þess að fólk leiti réttar síns með þar til gerðum leiðum, með ákæru.

Það er hins vegar eðlilegt að Ólafur fái ekki hlutlausa athygli bloggheima og mótmælenda eftir ofbeldisframkomu hans og hegðun í miðbæ borgarinnar á Gamlársdag.

Baldvin Jónsson, 9.2.2009 kl. 19:26

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

að hann hafi varið sig í kringum múg sem var að beita egg vopnum, brendi og skemti eignir og kastaði grjóti í lögregluna. ef hann hefði ekki verið með bindið þá hefði hann smell passað í hópinn. 

það sem þú ert að gera er að taka mannorð manna af lífi án dóms og laga. þú ert í þessu bloggi alveg eins og liðið sem fór hamförum í Lúkasarmálinu. 

hann er saklaus uns sekt hans hefur verið sönnuð. eða er kominn öfug sönnunarbirði? að hann sé saklaus uns hann geti sannað sakleysi sitt? 

Fannar frá Rifi, 9.2.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband