Rasisminn blómstrar hjá bloggurum undir fyrirsögnum mbl.is

Þessi fyrirsögn sem mbl.is er að hafa nánast orðrétt eftir Aftenposten í Noregi er svo gildishlaðin að það er ömurlegt. Hvað er að því að vera Pólverji? Hvað er að því að vera atvinnulaus Íslendingur í atvinnuleit? Af hverju er það eins og að vera Pólverji og ef svo er, er það slæmt?

Mér finnst þetta undarlegur fréttaflutningur. Annaðhvort er blaðamaðurinn eða konan algerlega gagnrýnilaus eða jafnmikil/l rasisti og skrifari Aftenposten.

Hugsar þú svona líka?


mbl.is Íslendingar „nýju Pólverjarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fordómar eða rasismi.. spurning hvort er eða hvorugt ! 

Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Ómar Ingi

Íslendingur = Rasisti ?

Ómar Ingi, 9.2.2009 kl. 18:47

3 Smámynd: TARA

Sammála þér Baldvin....þetta er furðulega til orða tekið og maður spyr sig hver meiningin sé ?

TARA, 9.2.2009 kl. 19:05

4 identicon

Fyrirsögnin er vissulega gildishlaðin eins og þú bendir á en það er líka staðreynd að pólverjar hafa margir hverjir verið duglegir að dreifa sér um Evrópu og komið sér fyrir sem ódýrt vinnuafl í þeim löndum þar sem hagvaxtar gætir. Nú eru það íslendingar sem taka  við af þeim, líkt og færeyjingar gerðu þegar hagkerfið þeirra féll saman. Þetta er þannig séð rétt athugnasemd..

Dáldið eins og ef dagblað hefði birt fyrirsögnina "Kvenmaðurinn "nýji" karlmaðurinn" þegar atvinnumarkaðurinn geropnaðist fyrir konum í kjölfar seinni heimstyrjaldar.

Annars mun manni seint hætta að blöskra yfir fyrirsögnum dagblaðanna. Þær eru til þess gerðar af guði/fjölmiðlum að fanga athyglina. 

Húni Hilmarsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 19:39

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég hélt þegar ég sá þig fyrst Baddi minn að þú værir pólverji...

Nei ég er ekki að fara í framboð.

En ég hef samt alltaf gaman af því að hella smá púðri í hann Ástþór vin minn.

Jónas Jónasson, 9.2.2009 kl. 21:16

6 identicon

Stavanger Aftenbladet tók viðtalið ekki Aftenposten er ekki sama fyrirsögn á upprunalegu greininni og þeirri í Aftenposten.

Bill. mrk: Søker trailerlykken i Rogaland - Stavanger Aftenbladet (Eina viðtalið sem tekið var)

Hitt er bara copy/paste + meira til,  De nye polakkene - Aftenposten

Guðbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband