Stærsta bankarán Íslandssögunnar? Mögulega þótt mun víðar væri leitað.

Ég er enn á því að Davíð og Geir hafi gert gríðarleg taktísk mistök þegar þeir ákváðu að taka yfir Glitni. Jón Ásgeir kallaði það stærsta bankarán sögunnar. Það virðast hins vegar hafa verið mikil rangmæli.

Miðað við allar fréttir síðan voru það einmitt Jón Ásgeir og hans félagar, þessi "30" manna hópur sem fólk vísar til í dag (veit reyndar ekki hvaðan sú tala kemur upphaflega), sem hefur algjörlega arðrænt þjóðina af tekjum sínum næstu áratugina.

Það er stærsta bankarán - já og hreinlega bara rán - Íslandssögunnar.

Ég er almennt á því að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð en hér eru bara þvílíkir hagsmunir í húfi. Hagsmunir heillar þjóðar. Það bara verður að frysta eigur þessa fólks og rannsaka mál þeirra í kjölinn áður en frekari aðgerðir verða ákveðnar.

En hverjir eiga hér mesta sök? Og á að ganga að þeim öllum fjárhagslega líka? Það er spurning, spurning hvort að sé hægt að ákæra ráðamenn fyrir landráð í starfi?

Ráðamenn þjóðarinnar vissu nefnilega, frá að minnsta kosti, október 2007 hvert stefndi og gerðu EKKERT!


mbl.is Times: „Óvinsælasti maður Íslands?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Baldvin stórt er spurt og hér færðu svar við sumu: http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/500 

Arinbjörn Kúld, 28.1.2009 kl. 01:53

2 Smámynd: Ómar Ingi

Cola klíkan

Ómar Ingi, 28.1.2009 kl. 08:23

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Er bara engan veginn sammála þér með yfirtökuna á Glitni, en að öllu leyti sammála með glæpahyskið sem rænt hefur íslenzka þjóð.

Hvert beinast mótmælin núna, að Bónus, Hagkaup, Samskipum ???

Sigurður Sigurðsson, 28.1.2009 kl. 09:49

4 identicon

Burtséð frá þætti Davíðs, sé ég ekki hvernig yfirtaka gjaldþrota banka var bankarán??.  Er ekki búið að vera að yfirtaka banka hægri vinstri út um allan heim undanfarna mánuði.  Ekki hafa menn verið að gera það að gamni sínu.

Mótmælin virðast búinn??? eða er það?

itg (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

SIS og itg, mótmælin taka a.m.k. verulegum breytingum héðan af. Daglegu aðgerðirnar framan við Alþingishúsið beindust að fyrrverandi ríkisstjórn og nú hefur hún farið frá.

En sitja eftir kröfur mótmælenda um að hreinsa til í Seðlabankanum og að að komið verði á Neyðarstjórn. Fyrra atriðið er líklegt til að nást í gegn fljótlega, ég hef hins vegar litla trú á því að vinstri stjórnin sem nú tekur við hafi í sér auðmýkt til þess að skipa sérfræðinga í stjórn fjármála og rannsóknir, en það ætti að vera megin verkefni neyðarstjórnar.

Við vorum með dýralækni við stjórn fjármála landsins og nú tekur þar við jarðfræðingur. Ég veit ekki með hæfi til reksturs, en hann getur kannski greint fyrir okkur hvar fjármagnið er grafið??

Baldvin Jónsson, 28.1.2009 kl. 13:08

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ómar hefur rétt fyrir sér. Það var "Cola-klíkan" sem færði síðustu ár rumlega 5000 milljarða út úr íslenska kerfinu.

Það þýðir ekkert að fara til Luxemborgar, London eða USA lengur að leita að þessum peningum. Þeir eru allir utan lögsögu Íslands.

Þessi seinagangur er með ráðum gerður, enda "rannsókninn" mjög undarleg, og er enn.

Óskar Arnórsson, 28.1.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband