Sjálfstæðismenn stóðu sig illa í ríkisstjórn - og kunna ekki heldur að tapa

Ég tek hins vegar skýrt fram að ég er ekki að fara að lýsa yfir ánægju minni með núverandi stjórn hérna. Ég er fremur ósáttur við að það skildi bara skipt á einni valdasjúkri ríkisstjórn fyrir aðra.

Ástandið núna krefst bráðaaðgerða sérfræðinga, ekki "refsi"aðgerða Steingríms J. og félaga.

Neyðarstjórn er eina augljósa lausnin, að fá inn sérfræðinga sem eru ekki að fara að lofa okkur fölskum lausnum í tilefni af kosningabaráttu. Við þurfum núna að fá fram neyðarstjórnar hóp skipuðum fólki sem við getum treyst án vafa.

Stjórnmálamenn eru ekki það fólk.

http://lydveldisbyltingin.is - vertu með!


mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Eitthvað sem þeir kunna ? Fyrir utan að einkavæða ?

hilmar jónsson, 28.1.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 28.1.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég held að þetta sé síður en svo tap fyrir Sjálfstæðismenn að Baugsfylkingin skyldi slíta stjórninni og snúa sér til VG. Ástæðan fyrir því að VG leggur núna ofuráherslu á að það verði kosið sem allra fyrst núna, (þó þeir séu að fara í stjórn með óskaflokknum SF) er augljóslega sú að þeir vita að kjósendur munu sjá það fljótt að þessi stjórn verður enn verri en sú gamla. Þess vegna verður að kjósa sem fyrst að þeirra mati, áður en almenningur áttar sig.

Aðalsteinn Bjarnason, 28.1.2009 kl. 13:53

4 identicon

Óskaplega hefur þú lítið álit á "almenningi", Aðalsteinn. Íslendingar eru upp til hópa ærleg og vel menntuð þjóð. Þeir þurfa ekki auka mánuð til að´"átta sig" á neinu.

Baldur G. (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:22

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Baldur, megin ástæða þess að VG vilja kjósa sem fyrst er að sjálfsögðu að það er þeim í hag. Hvers vegna annars myndu þeir vilja það?

Þeir eru í dag að mælast hærra en nokkur annar flokkur (og búast varla við að það endist frekar en fyrri daginn) og með því að flýta kosningum sem mest eiga ný öfl erfiðara með að klára sína undirbúningsvinnu. Þeir vita sem er að ný öfl munu fá fylgi frá öllum flokkum, þeim sjálfum líka augljóslega.

Baldvin Jónsson, 28.1.2009 kl. 14:31

6 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég hef tröllatrú á almenningi Baldur, það er bara búinn að vera svo mikill múgæsingur í kringum þessi mótmæli að ég veit ekki alveg hvað það mun líða langur tími þangað til mótmælendur líta hver á annan og segja "hvað höfum við gert?"

Aðalsteinn Bjarnason, 28.1.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband