Ég ítreka - megin vandinn VAR og er lítið sem ekkert EFTIRLIT!!!

Bankar, eins og ég hef komið inn á áður, eru einfaldlega fyrirtæki með það að markmiði að græða sem mesta peninga. Þeir höfðu væntanlega á launaskrá hundruði manna sem höfðu engan annan starfa en að finna nýjar leiðir til þess að þéna peninga. Og þeir fundu margar góðar leiðir blessaðir, en að virðist afar margar mjög vafasamar líka.

En hvernig verður sannað að þetta sé ólöglegt? Jafnvel þótt að fyrir lægi vissa um að þarna voru þeir bara að smyrja peningum á reikningana sína í peningaparadísum einhversstaðar (sem sagt STELA peningum) að þá virðist manni nánast ómögulegt að sanna eitthvað.

Nú er því bara eftir að höfða til sómatilfinningar starfsmannanna sem tóku þátt í gjörðunum. Ég bið ykkur einlæglega, stígið fram - upplýsið um verknaðinn - hagur og framtíð þjóðarinnar næstu 20 árin er undir!!!


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því var lofað að hverjum steini yrði velt til þess að komast að hinu sanna og allt allt yrði uppá borðinu.
Nú er búið að velta steinum í 3 mánuði (vonandi) og þá spyr ég HVAR ER BORÐIÐ?

pbh (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Haukur Baukur

Ég er með hugmynd fyrir alla þá sem sitja með magann í hnút og samviskubit vegna vitneskju sem hrundið gæti spillingarkerfinu, en þorir ekki að tjá sig af ótta við spillingarkerfið.

Höfum Lekadaga.  Til dæmis á hverjum föstudegi.  Og þá leka margir, margir upplýsingum út um allt.  Hægt er að skilja upplýsingar eftir á glámbekk, senda í almennum pósti, senda fjölmiðlum nanflausan póst eða tölvupóst, skilja eftir í kirkjum og fleira. Bara senda, senda, senda.

Leiðirnar eru margar og geta verið með nafni og án.

Uppruni upplýsinganna er ekki mikilvægur, heldur að upplýsingarnar dugi til þess að opna fyrir og fletta ofan af spillingu.  Spillingu sem er að kosta venjulegt fólk atvinnu, húsnæði, framfærslu.  Aðstæður sem draga venjulegt fólk í skugga kvíða og ótta.  Aðstæður þar sem venjulegt fólk fær ósanngjarna meðhöndlun.  Aðstæður sem munu draga fólk til dauða.

Grípum til aðgerða.  Allt upp á borðið eins fljótt og hægt er.  Ég óska eftir góðhjörtuðu fólki innan spillingarkerfisins til þess að leka upplýsingum út um allt. 

Þeir sem leka og koma öllu spillingarkerfinu til að hrynja fá uppreisn æru hjá mér.

Koma svo!! Það sem Lekur nógu mikið, SEKKUR!!!

Haukur Baukur, 19.1.2009 kl. 13:57

3 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Baldvin. Umræðan um bankahrunið hefur verið nokkuð einsleit. Það er alveg rétt að eftirlitskerfið var hriplekt. En hvers vegna var það svo?

 Sú hugsun hefur sótt fast á mig, að lög og reglur varðandi fjármálaeftirlit hafi verið algerlega ófullnægjandi. Þær hafi verið mikið til sniðnar að þörfum markaðarins þegar bankarnir voru í ríkiseign og þjónuðu eingöngu innanlandsmarkaði. Vissulega gerðust hlutirnir hratt í fjármálageiranum og erfitt fyrir stjórnvöld að fylgja því eftir. Stundum hef ég það á tilfinningunni að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvernig verkaskipting milli þeirra ætti að vera. Lögin voru ekki nógu skýr.

Annað sem menn mega hugsa um er það fjármagn sem Fjármálaeftirlitið hafði úr að spila. Það kom fram í viðtali við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að hann hefði óskað eftir auknu fjármagni en ekki fengið. Stjórnendur og eigendur bankana höfðu úr nógu að spila. Þeir stóðu aldrei einir að sínum gjörðum. Vitanlega hafa þeir haft vel menntað starfsfólk með þekkingu og reynslu til að framkvæma það sem þeir gerðu. Þekking er góð en hana er líka hægt að misnota.

Ég hef stundum sagt að sá sem græðir eina krónu í dag vill græða tvær á morgun. Hann spyr aldrei hvort hann geti margfaldað gróðann, heldur hvernig fer ég að því? Þá er ekki spurt um siðferðið. Menn fara eins langt og þeir geta.

Það skipti engu hverjir eignuðust bankana, þeir hefðu allir farið þessa leið. Aðstæður buðu upp á það.

Ég vona að sú rannsókn sem fara á fram á bankahruninu verði ýtarleg og unnin af vandvirkni. Ríkið má ekki svelta þá sem að henni standa fjárhagslega, og ég vil sjá að vandað verði til verka. Tíminn sem í þessa rannsókn fer er ekki aðalatriðið, heldur það sem kemur út úr henni. Siðferðið verður seint dregið fyrir dóm.

Benedikt Bjarnason, 19.1.2009 kl. 14:19

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Við erum sammála hérna Benedikt, ég hef einmitt skrifað um það hérna nokkrum sinnum hvernig t.d. laun starfsmanna FME vs. laun hákarlanna í bankanum skektu strax afar mikið jafnvægið á sameiginlegum fundum þeirra á milli.

Lög um starfsemi FME og um eftirlit og reglur fyrir bankana eru að megninu til skilst mér frá því að við tókum upp EES samninginn. Ég þekki það ekki 100% en hefur verið sagt að þar inni hafi verið mikið af reglugerðum um starfsemi fjármálastofnana sem að voru tekin upp hér á sama tíma.

En eftir stendur, og þú ert greinilega sammála mér með það, að eftirlitið brást sama á hvaða reglugerð er horft.

Baldvin Jónsson, 19.1.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband