STÖÐVUM AÐFÖR AÐ HEIMILUM LANDSINS STRAX!!!

Það er alger lágmarkskrafa að aðfararbeiðnir og framhalds innheimtuaðgerðir verði settar á ís í gærnum hvelli. Þangað til að núverandi ríkisstjórn (eða vonandi sú næsta bara) kemur fram með heildstæðar tillögur að lausn vandans verður að eyða þeirri óvissu sem að heimilin í landinu búa við í dag.

Það er þvílíkur fjöldi fólks í kringum mig á brúninni í dag, og sér fólk enga von framundan. Það liggur ljóst fyrir að samfélagið hefur ekki efni á því að hirða eignirnar ofan af öllum þessum aragrúa fjölskyldna sem ráða ekki við núverandi ástand. Það er því samfélagsleg ábyrgð okkar að finna sameiginlega lausn byggða á meðalhófi og samhyggð.

Stöndum vörð um heimili landsmanna - það er ljóst að annars missum við stóran hluta fjölskyldna úr landi og það gerir erfitt ástand einfaldlega algerlega óviðráðanlegt.


mbl.is Heimili að verða gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég sammála þér og mig langar að benda þér á að nú er búið að stofna félag sem kallar sig Samtök heimilanna og búið er að opna heimasíðu www.heimilin.is . Þar er hægt að skrá sig inn og komast í smaband við þá sem eru í forsvari. Það er MJÖG nauðsynlegt að fólk taki höndum saman þegar svona stór mál hrúgast upp eins og hjá okkar þjóð nuna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hólmfríður, hann Baldvin var þar og tók þátt í umræðunum.

Við ætlum í baráttu fyrir heimilin í landinu og nú þarf að fylkja liði.

Marinó G. Njálsson, 19.1.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

                                   Ei er gott í hörðum heim

                                  tökum saman höndum ,

                                  bætum bara reim með reim

                                  byggjum hús á söndum .  

Hörður B Hjartarson, 19.1.2009 kl. 02:01

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það hefur engin vitræn aðgerðaráætlun komið fram frá stjórnvöldum um það hvernig á að bjarga heimilunum í landinu eða hvað á að gera við þá sem ráða ekki við afborganirnar af húsnæðislánunum sínum. Maður spyr sig líka hver á að eignast húsnæðið sem fólk ræður ekki að borga af. Eiga bankarnir að eignast það? og hvað svo? Ekki er líklegt að þeir geti selt það. Ætla þeir þá að leigja fyrrum eigendum húsnæðið sem það gat ekki borgað af?

Ætla bankarnir kannski að selja þeim sem settu okkur á hausinn húseignirnar þannig að meiri hluti þjóðarinnar verður háð þessum einstaklingum um húsnæði? Geri mér fulla grein fyrir að spurningin er svolítið geggjuð en sýnist ekkert óeðlilegt að henni sé varpað fram miðað við núverandi aðstæður. 

Það eru reyndar miklu fleiri spurningar sem snerta þetta efni sem brjótast um í kollinum á mér. Ég vona svo sannarlega að Hagsmunasamtök heimilana beri gæfu til að verja rétt þeirra sem eru að eignast húsnæði og geri ungu fólki, sem er ekki enn búið að eignast húsnæði, það mögulegt líka. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2009 kl. 02:48

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það hefur ekkert komið frá ríki sem á að bjarga heimilunum, örvæntingin er að taka völdin hjá fólki, næstu mánaðarmót verða hræðileg fyrir marga, þeim sem var sagt upp núna í bankahruninu, eru búnir með uppsagnarfrestinn núna um mánaðarmótin, þá tekur ekkert við nema atvinnuleysi, eða að fara úr landi fyrir þá sem geta það, ég hef marg oft sagt það á blogginu mínu að það verði að koma þessu liði frá, handtaka þessa spillingarbankamenn,gera eignir þeirra upptækar, koma seðlabankastjórn og fjármálaeftirliti frá, handstýra vexti niður, og frysta verðtryggingu í 2-3%,  setja á þjóðstjórn sem væru aðeins vel menntaðir einstaklingar og fólk með mikla reynslu sem hefur ekki verið í pólitík, senda þingið heim, hafa þá þar í eitt ár, fara þá í kosningar, stofna nýtt lýðveldi með nýjum reglum og lögum, taka strax upp norsku krónuna, þetta er eina leiðin út úr þessu, og ekki fara í ESB við græðum ekkert á því, Írar eru að hóta að fara úr ESB og henda evrunni, ef þeir koma ekki til hjálpar, þar er núna allt að fara til fjandans. Svo við sjáum að ESB bjargar engu, enda þarf að gera þessa breytingar núna, ekki eftir 2. ár.

Sigurveig Eysteins, 21.1.2009 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband