Það þarf allsstaðar að spara - en er sparað á réttum stöðum í heilbrigðiskerfinu?

Þetta er afar góð grein finnst mér hjá honum Hauki Sigurðssyni sálfræðingi. Langtíma áhrifin af langvarandi kvíða og þunglyndi eru samfélaginu væntanlega mun dýrari en það að ráðast snemma á vandann og gera allt það sem hægt er til þess að koma í veg fyrir ástandið eða mýkja sem mest má áhrifin á líf fólks.

Nú spyr fólk hvaðan peningarnir eigi að koma fyrir slíkri þjónustu sem er dýr eins og sérfræði þjónusta almennt er. Svarið við því tel ég vera tvíþætt. Annars vegar verður nú mögulega einhver samdráttur á svo kölluðum efri stéttar sjúkdómum tengdum lífstíl og of mikilli langvarandi streitu, til dæmis hjartaþræðingum og blæstri úr kransæðum. Ég veit ekki hver samdrátturinn þar verður í raun, hef engar mælanlegar staðreyndir máli mínu til stuðnings en þykir það rökrétt og hef heyrt því fleygt af læknum í almennri umræðu um lífstíls tengda sjúkdóma.

Hins vegar ættu peningarnir að koma frá ókominni framtíð. Hljómar fáránlega ég veit. En það er þó sparnaður en ekki bruðl. Það er sparnaður að geta væntanlega komið í veg fyrir að stærstur hluti þess hóps, sem er og mun verða að takast á við þessa röskun á næstunni, þurfi að vera upp á geðheilbrigðis kerfið kominn um ókomna framtíð.

Við þurfum aðhald - en reynum nú að spara í samhengi við ástandið. Það eru eðlilega breyttar áherslur nú þegar þjóðin gengur í gegnum gagngerar breytingar á öllum sínum högum.


mbl.is Segir sparnaðinn dýrkeyptan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

það verður og er líklegast mest sparað á þeim sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, sjúklingum og öldruðum.

Sylvía , 13.1.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband