Ný fæðing eða endurnýting flokksgæðinga?

Það er sagt að skorturinn sé móðir hagfræðinnar. Að allar ákvarðanir byggi á skorti og vali á milli mismunandi kostnaðar. Það er nú ljóst að kostnaðurinn er orðinn stórkostlegur. Allt raus um að ekki megi breyta vegna mögulegs frekari skaða hljómar eins og óráðsía valdasjúkra lítilmenna sem eru hræddir við að missa völdin.

Nú stöndum við frammi fyrir slíku vali, og það dramatískara en flestir núlifandi íslendingar hafa nokkurn tíma þurft að horfa fram á áður á lífsleiðinni.

Valið fyrir mér er einfalt. Ég vil fá að kjósa um NÝJA ráðamenn með NÝJAR hugmyndir til lausna á þessu NÝJA aðkallandi vandamáli.Ég vil EKKI ríkisstjórn byggða á GÖMLUM hugmyndum og GÖMLU stjórnendunum sem smíðuðu þetta GAMLA kerfi. Ég vil EKKI banka byggða á GÖMLU stjórnendum þeirra og GÖMLU hugmyndafræðinni um að skuldir séu undirstaða eignauppbygginga banka.Ég vil eitthvað NÝTT og ferskt.

Ég hljóma eins og frekur krakki, en er ekki eðlilegt að mér sé farið að ofbjóða?

Kröfulistinn minn hljómar í hnotskurn eitthvað á þessa leið:
1. Kosningar til alþingis eigi síðar en í vor 2009.
2. Framboð sem hefur það að meginmarkmiði að gjörbreyta framboðsmálum í núverandi flokkadrátta-mynd
3. Framboð sem að bendir á trúverðugar lausnir byggðar á öðru en "góðri trú".
4. Að núverandi forystumenn skammist sín og axli ábyrgð í auðmýkt
5. Að allt kapp verði lagt á að ná saman um nýjan gjaldmiðil fyrir þjóðina hið snarasta.

Og hvað svo?

Ég vil starfa að því að eftirfarandi mál fái hljómgrunn á alþingi:

            ...enduruppstokkun embættismanna kerfisins á Íslandi
            ...skýr mörk á milli Framkvæmdavalds og Löggjafavalds
            ...ráða sérfræðinga til þess að stýra peningamálastefnu þjóðarinnar og ráðuneytum
            ...að ráðherrar veljist úr hópi fólks sem hefur sérhæft sig í málaflokknum
            ...setja af stað verkefni um stórnýtingu orku til grænna verksmiðju-gróðurhúsa

Vilt þú vera samferða?


mbl.is Allra augu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Góðar hugmyndir.  Ég er samferða!

Sveinn Ingi Lýðsson, 17.11.2008 kl. 14:06

2 identicon

Flott. Ég er með.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

... og finna vinnusamt hugsjónafólk sem er ekki síljúgandi með skýr markmið, fókusinn og ekki síst toppstykkið í lagi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.11.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Óskar

Með þér alla leið. Góðar hugmyndir þó svo að ég sjái ekki vott af skömm hjá neinum af þeim sem ættu að bera ábyrgð

Óskar, 18.11.2008 kl. 12:19

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Góðar hugmyndir.  Ég er samferða.

Ég myndi jafnframt vilja setja þær skorður varðandi framboð í næstu kosningum, að enginn þeirra sem átt hafa sæti á þingi síðustu 8 ár megi bjóða sig fram í þeim.  Ég vil hreinsa alveg til.

Annars hef ég komið með nokkrar tillögur í færslum mínum.  Hér eru tvö dæmi:

Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum

Innlegg í naflaskoðun og endurreisn

Marinó G. Njálsson, 18.11.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Helga Dóra

Balla á þing, Balla á þing, Balla á þing.... Ég er með.....

Gallinn er bara sá að þjóðin virðist alltaf kjósa sömu jálkana til að stjórna....

Gallinn er líka sá að mér hefur fundist sama hver stjórnar, hvort sem það er borg eða land þá er þetta alltaf sama valdasjúka pakkið á ferð þótt að flokkarnir heiti ekki það sama og hagur fólksins sem kaus, (eða ekki, eins og í borginni) situr á hakanum.

Mér líst best á óháða aðila... En skils að það sé ekki hægt.... Þá er næsti kostur að það sé fólkið sem á að stjórna þessu batterýi sé með menntun eða reynslu aðra en dýralækningar og grunnskólakennararéttindi.... Án óvirðingar við þessi störf, þá er sennilega ekki kúrs í þessum fögum sem heitir "Hvernig á að stjórna landinu vel 103" 

Eða ég veit allavegana ekki betur..... Allavegana að menntunin eða reynslan sé í samræmi við starfið sem ráðið er í.

Eins og ég hef oft talað um, fáum fólk með reynslu af geðbatterýinu til að segja hvað má betur fara þar, einstæðu mæðurnar geta lagt í púkkið um það hvernig hægt er að draga saman seglin en lifa samt ágætu lífi með allt sem við þurfum, ekki allt sem við viljum. o.s.fr......

Lesiði Animal Farm...... Það endar alltaf þannig... Öllu fögru lofað en endar á valdasýki og eiginhagsmunapúkinn ræður ríkjum og fólkið í landinu hættir að sjá muninn á fólkinu sem lofaði öllu fögru og svínunum sem stjórnuðu áður....

Helga Dóra, 18.11.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

1. Kosningar til alþingis eigi síðar en í vor 2009.

Lýtur ekki allt úr fyrir það? Ég meina er í raun ekki meirihluti Alþingis sem er fylgjandi kosningum? Samfó+VG allavega. spurning hvort aðrir vilji fara í slaginn.

2. Framboð sem hefur það að meginmarkmiði að gjörbreyta framboðsmálum í núverandi flokkadrátta-mynd

Afnám laga um 300.000 hámarksstyrkja og ríkisstyrkja handa núverandi flokkur er forsenda breytinga.

3. Framboð sem að bendir á trúverðugar lausnir byggðar á öðru en "góðri trú".

Verðum að hafa sýn á því hvert vegurinn sem við fetum okkur nú eftir endar.

4. Að núverandi forystumenn skammist sín og axli ábyrgð í auðmýkt

mjög ósennilegt að þér verði að þessari ósk þinni.

5. Að allt kapp verði lagt á að ná saman um nýjan gjaldmiðil fyrir þjóðina hið snarasta.

Það er ekki hægt. Með mikilli og vel undirbúni vinnu væri það hægt en þarf margt að koma til. 

Fyrst þarf að  setja alvöru rannsóknarnefnd á fót hvort það sé gerlegt og hvort það sé fýsilegt. Styrkja þyrfti gengi krónunar á meðan og vinna að öllum árum að veðja ekki á nýja mynt sem kannski kemur ekki og láta þá sem við höfum drapast niður með tilheyrandi kostnaði fyrir alla. Ég myndi áætla að skipta um gjaldmiðil tæki að lágmarki 3 til 5 ár. Það er að segja ef við ætlum að gera þetta af einhverri alvöru.

            ...enduruppstokkun embættismanna kerfisins á Íslandi

Klárlega. En þeir eru allir verndaðir með lögum og þú mannst það hversu mikið mál var að leggja niður þjóðhagsstofnun. Opinberirstarfsmenn bera ekki ábyrgð           

             ...skýr mörk á milli Framkvæmdavalds og Löggjafavalds

Þetta hefur verið vilji SUS í nokkur ár án nokkurs hljómgrunns neinstaðar í Samfélaginu. bara svo ég taki dæmi.
...ráða sérfræðinga til þess að stýra peningamálastefnu þjóðarinnar og ráðuneytum
Bendi á fyrsta svarið við þessum liðum.

...að ráðherrar veljist úr hópi fólks sem hefur sérhæft sig í málaflokknum

Þá þarf að koma til aðskilnaður Framkvæmdarvalds og Löggjafarvaldsins.

...setja af stað verkefni um stórnýtingu orku til grænna verksmiðju-gróðurhúsa
Þetta þyrfti að skýra betur. mínar hugmyndir að uppbyggingur er að finna hérna. 

Fannar frá Rifi, 18.11.2008 kl. 13:26

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

http://vald.org/greinar/081117.html

Lausnin þarna er að setja á fót nýjan gjaldmiðil sem er byggður á gullfóti. 

Fannar frá Rifi, 18.11.2008 kl. 14:11

9 Smámynd: Snorri Sturluson

Baddi, þetta er bara mjög fín byrjun á nýrri stjórnarskrá.

Ég myndi bæta tvennu við:

1. Færa kvótann aftur til þjóðarinnar og út í byggðarlögin, ég tel það vera, rót að mörgum vandamálum á Íslandi í dag að kvótinn var færður á hendur fárra og að lokum fluttist "suður". Ef það væri næg atvinna af fiskveiðum á landsbyggðinni væru kröur um stóriðju í landsfjórðungunum ekki svona háværar, jafnvel engar.

2. Mér líst vel á að nota íslenska orku á jákvæðan hátt eins og þú leggur til, ég myndi þó setja áhersluna fyrst á að nýta íslenska orku til að keyra íslenska bílaflotann, og jafnvel skipaflotann þegar fram í sækir. Leggja raunverulega áherslu á að finna útúr því hvernig er hægt að nýta rafmagn til að keyra bíla. Við getum orðið í fararbroddi í heiminum hvað þetta varðar. Hugsaðu þér ef Ísland væri þekkt sem landið þar sem ekkert bensín er notað frekar en landið þar sem álið er brætt? Er það ekki doldið flottara? Bensín er auðvitað einn af stærstu liðunum sem við eyðum gjaldeyri okkar í og myndi hjálpa þjóðarbúskapnum óendanlega mikið að losna við þau útgjöld.

Annars segi ég bara Badda á þing. Það þarf fólk í stjórn sem vill þjóna þjóðinni. Það er ekki mikið um slíkt fólk á þingi í dag, a.m.k. ekki í ríkisstjórn.

Snorri Sturluson, 18.11.2008 kl. 14:17

10 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ég get skrifað undir þetta allt og meira til.  Nýtt framboð þarf að myndast sem fyrst þar sem það tekur tíma að stilla strengi og ef kosið verður í vor er tíminn orðinn naumur.  Svo þarf að passa uppá að týpur eins og Jón Magnússon og Kristinn Gunnnarsson´og Ólafur F. Magnússon hertaki ekki svoleiðis framboð sér til framdráttar...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 18.11.2008 kl. 14:23

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

"1. Færa kvótann aftur til þjóðarinnar og út í byggðarlögin, ég tel það vera, rót að mörgum vandamálum á Íslandi í dag að kvótinn var færður á hendur fárra og að lokum fluttist "suður". Ef það væri næg atvinna af fiskveiðum á landsbyggðinni væru kröur um stóriðju í landsfjórðungunum ekki svona háværar, jafnvel engar."

Er ekki hægt nema með eignarnámi og eða kaupa allan kvótann. 

Þetta er takmörkuð auðlind. Ef einhver selur þá selur hann einhverjum öðrum kvótann. kvótinn er áfram veiddur ekki satt? ofan á þetta bætist að Íslendingar hafa ekki viljað vinna í fiski í áratugi. hefuru farið inn í fiskvinnslu nýlega? fyrir ári síðan var meir að segja erfitt að manna skipin og ekki hafa sjómannslaun verið af verri toganum. 

spáðu í því hvernig dreyfingin er. Stæðstu hafnirnar eru Vestmanneyjar, Akureyri, Grindavík og Snæfellsbær. Allt úti á landi. Reykjavík er stærst en þar hefur markvist verið unnið af hálfu borgaryfirvalda að hrekja útgerðir frá höfuðborginni. 

helsti akkelishæll vinnslu á landsbyggðinni, þá tek ég dæmi um Vestfirði, eru vegalengdirnar sem þarf að flytja full unninn fisk. frá vestfjörðum, til reykjavíkur og þaðan sendur út. 

svona til að koma með eitt. togaravæðing síðustu aldar drap þá bæji sem fengu þá. enginn gat kept við togara um mannskap. 

get tekið dæmi úr minni heimabyggð. Rif (Rif og Hellissandur) var og hefur alltaf haft mjög mikið af tiltölulega litlum útgerðum. mikið af 200 til 300 tonna bátum. Ólafsvík hafði nokkra báta og síðan 1 stóran togara. Ef eitt fyrirtæki á Rifi lagðist af, þá hafði það það nokkur áhrif en ekki mikil á allt byggðar lagið.  Þegar togarinn var seldur úr Ólafsvík þá var það áfall. 

en hversvegna gerðist þetta? jú stjórnvöld fóru að skipta sér af rekstri og hjálpuðu hinum og þessum við að kaupa sér togara. stjórnvöld fóru að hafa puttana í rekstri á sjávarútvegsfyrirtækjum. 

Fannar frá Rifi, 18.11.2008 kl. 14:34

12 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Flott grein og það sem meira er það er vit í henni.
Það þarf að taka alsherjarhreingerningu á embættismannakerfinu frá A - Ö.
Það þarf að losna við pólitískt ráðna misvitra og mishæfa embættismenn svo sem ÆI best að nefna engin nöfn.
Helst af öllu vildi ég sjá að í framtíðinni yrði hér ópólitísk ríkisstjórn, en það er óskhyggja.
Kannski það eina sem ég vildi sjá til vðbótar þarna er þjóðstjórn myndaða af núverandi flokkum á Alþingi fram að kosningum í vor.

Freyr Hólm Ketilsson, 18.11.2008 kl. 14:37

13 Smámynd: Árni þór

já það verður að stokka allt upp

Árni þór, 18.11.2008 kl. 15:32

14 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll félagi

Þessar hugmyndir eiga sé mikinn hljómgrunn núna. Til að mynda hafa verið settar fram svipaðar tillögur á ótmælafundunum á Austurvelli undanfarna laugardaga.

 Ég held að nú þurfi að vinna að því að forma þessar hugmyndir á formlegan hátt og slípa til. Ég er sjálfur með ákveðnar hugmyndir um hvernig kosningakerfið gæti verið lagfært mikið og hratt til að tryggja lýðræðislegri stjórn og kosningar. Ég læt þig vita þegar ég byrti þær á blog síðunni minni þetta gengur bara svolítið hægt akkúrat núna því ég er í prófum :) 

Sævar Finnbogason, 18.11.2008 kl. 16:44

15 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þessar tillögur taka líka til starfsemi stjórnmálaflokka, bókhalds þeirra og stuðningi ríkissins við þá.

Sævar Finnbogason, 18.11.2008 kl. 16:50

16 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góðar hugmyndir - annars er ég búinn að skrifa helling af skammargreinum um stjórnvöld þar sem menn hafa lengi verið með mikið niðurumsig.Stór hópur fólks hefur sett mikið útá ástandið í landinu lengi en engin viðbrögð. Við öll og íbúarnir í þessu landir erum svo dofin og dauð að við látum allt yfir okkur ganga. Heilu Kárahnúkavirkjanirnar uppá hundruð milljarða sem gáfu okkur ekkert í aðra hönd hafa verið byggðar án þess að mótmæli séu nema rétt sem skemmtiatriði. 

þrátt fyrir þau veiku mótmæli sem hafa verið, aðallega í allskonar blaðagreinum hélt heimskan og vitleysan áfram sem endaði í bankahruninu núna og þjóðargjaldþroti.

EN NEI - HVAÐ??? EINHVER MÓTMÆLI??????? JÚ, AÐEINS. En fyrst núna þegar allt er komið í kalda kol. Fram að því vildum við láta hinum og þessum það eftir að stjórna okkur og landinu okkar. Sjáið bara úrvalið af fólki í stjórnmálaflokkunum. Það er nánast enginn til að taka við ef núverandi stjórn fer frá - enginn svona í augsýn.

Ég tek undir allt sem þú ert að stinga uppá en reynslan sýnir að það þarf miklu meira til þannig að allt stjórnkerfið laxeri fullkomlega og að heilbrigt fólk komist að til að stjórna landinu. Það er nefnilega þannig að þó algerlega og fullkomlega bilað fólk komist að stjórnarborðinu þá er engin leið að koma því út aftur. 

Það eru svo margar veilur og skemmdir í regluverkinu og stjórnkerfinu hjá okkur þar sem regluverkið er byggt upp af algerum skorti á  siðferði og þekkingu á hvernig eigi að reka lýðræðislegt stjórnkerfi. Það er enginn öryggisventill á kerfinu ef einhver algerlega geðbilaður kemst að og stjórnar. Hann getur setið eins lengi og hann vil, nánast eins og Hitler og látið allt þjóðfélagið falla saman í allsherjar gjaldþroti eins og núna.  Þetta var að vísu ekki alfarið verk stjórnkerfisins en það var kerfið sem átti að líta eftir þessum glæpamönnum.

En - áfram með smjörið og ég sting uppá að í vonandi nýju og betra stjórnkerfi verði öryggisventill sem fólkið getur kippt í og hreinsað út úr ráðuneytunum ef stjórnmálamennirnir eru eitthvað að dingla sér og reynast spilltir, ruglaðir eða  geðveikir.

Sigurður Sigurðsson, 18.11.2008 kl. 18:18

17 Smámynd: Linda

ég er þér bara alveg sammála.  Ég keyrði Austur fyrir fjall í liðinni viku og sá virkjunina sem þar er og svo umhverfið sem er allt í kring, og ég sá fyrir mér stærðar Gróðurhús, þar sem við ræktuðum allt milli himins og jarðar, frá korni, grænmeti ávöxtum og ég veit ekki hvað og hvað, því þó umhverfið sé vissulega fallegt þá er það nú ekki svo rosalega flott að mínu mati að það megi ekki fara undir græna framleiðslu fyrir landið, hugsaðu þér, hvað við gætum flutt út nánast allt árið í kring.

Nú svo er það annað, taka kvótann til baka og síðast en ekki síst að vinna allan fisk hér heima.  Kannski er ég að sjá þetta fyrir mér með rósrauðum gleraugum, en möguleikarnir eru endalausir.

kv.

Linda. 

Linda, 18.11.2008 kl. 22:31

18 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

Flott, ég er með

Kokkurinn Ógurlegi, 19.11.2008 kl. 01:03

19 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Veistu ...

Ég er ekki endilega viss um að við myndum fá góða eða betri ríkisstjórn ef við myndum ganga til kosninga nú.

Það á ansi mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en við fáum markvissar kosningar.

Málefnin eiga ekki bara að ganga út á það að fella ríkisstjórnina.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.11.2008 kl. 22:51

20 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er sammála þér þar Gísli. Kosningar ættu ekki að fara fram "fyrr en" í vor.

Málefnin geta ekki gengið einvörðungu út á það að fella stjórnina. Enginn sérstakur hagur í því að fella stjórnina ef ekki á að koma eitthvað betra í staðinn.

Ég hef einmitt fært rök fyrir því nokkrum sinnum hérna á blogginu að það þurfi að koma til breytingar á stjórnarskrá m.a. til þess að hagurinn af breytingum verði langvarandi. Eitt aðalmálið þar væri aðskilnaður löggjafavalds og framkvæmdavalds, og svo lög um hámarksstíma sem að fólk getur setið í ráðherrastólum. Það og líka það að setja inn fagfólk í stjórn ráðuneytanna í stað pólitískra gæðina myndi gjörbreyta kerfinu okkar um aldir og ævi.

Baldvin Jónsson, 19.11.2008 kl. 23:06

21 identicon

Ég sé ekki betur en það færi betur á því að stjórnarandstöðuþingmenn sem ekki fyllktu sér bak við þessa stefnu sem á undan er gengin mundu setja saman þjóðstjórn og ransóknaraðila og fagfólk. Sem ynni saman að lausn. Fram að kosningum.

Það finnst mér eins lýðræðislegt og mögulegt er við þessar aðstæður..Og markmiðið er ekki að bregða fæti fyrir ríkisstjórnina eða fella hana. Það er enginn vondur við ríkisstjórnina.

Það er bara verið að gera það sem er rétt og augljóst.

Það eru margir sem horfa skakkt á þetta vegna þess að við erum mörg í shokki ennþá.

En það er stjórnin sem tók ranga stefnu.Og nú reynir hún að réttlæta þá stefnu.

Þetta gengur ekki lengur...það er bara ótti og vantraust á lýðræðislegri framgöngu.

Og að fella stjórnina eins og talað var um er í raun það eina rétta.

Vilhjalmur Arnason (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 03:01

22 identicon

Það er ekkert að því að þessi stjórn fari strax frá.

Það finnst mér í raun það eðlilegasta mál.

Það virðist vera algengur rökstuðningur að það sé ekkert sem komi í staðinn.

Það er lýðræði hér ennþá þó að lítið virðist vera eftir af því.Eða kannski aldrey þróast í rétta átt.

Þegar stefna stjórnar og ákvarðannir eða aðgerðarleysi hefur boðið afhroð er ekkert nema sjúkleiki sem heldur þessari stjórn við völd.

Sá sjúkleiki er í formi ótta. Ótta við að sleppa. Ótta við að viðurkenna mistök.Ótta við að skoða samhengið við stefnuna og afleiðingarnar.

Ég veit ekki hvernig fólk hugsar þetta en minnn rökstuðningur er þessi.

Við fórum í kosningar...allir kusu..eftir sínum flokki...það var mörkuð stefna..ríkisstjórnar.Hún beið afhroð..og hafði hrikalegar afleiðingar.

Þeir kjörnu fulltrúar sem þing sitja og eru ekki í stjórn og eru ekki ábyrgir á þessari stefnu. Þeir Mynda stjórn með þeim sem eru tilbúnir að móta nýja stefnu..er þetta flókið..?

Nei þetta er ekki flókið ...það má hver sem er reyna að gera þetta flókið.

Með því að hugsa um valdatap síns flokks eða fyrri hugmyndum.

Það er hroki sem heldur okkur föstum og óhæfum til að meðtaka þær breitingar sem eru óumflýjanlegar.

Ég hef aldrey kosið Vinstri græna held ég nema mögulega einu sinni.

Þeir eru ekki með þessa stefnu sem beið afhroð.

Hversu slæmur kostur sem fólki finnst hann þá er hann samt sá flokkur sem á að vá völd á þingi núna.

Þar til kosningar verða ef ekki myndast sátt og starfhæf ríkisstjórn.

Ef ekkier hægt að mynda stjórn þá verðum við að fara strax í kosningar.

Vilhjalmur Arnason (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband