Þetta "hljómar" eins og aðgerð byggð á samvisku

Hljómar segi ég vegna þess að eftir því sem mér hefur skilist (þekki þó ekki þessi tvö tilfelli) hefur mikið af fólki sem ekki var sagt upp, sagt upp af sjálfsdáðum í bönkunum einfaldlega vegna þess hversu ill þeim var farið að líða í starfi.

Það getur ekki verið góð tilfinning að þurfa að sitja allan daginn fyrir framan fólk sem að "maður" persónulega ráðlagði kannski örfáum vikum áður að færa peningana sína í "þennan frábæra áhættulausa sjóð" og neyðast nú til þess að útskýra fyrir þeim að allt sé farið, en það sé að sjálfsögðu "öðrum" um að kenna.

Fær mig þá að sjálfsögðu til þess að velta enn einu sinni fyrir mér hvernig samviska ráðamanna leyfir þeim að hegða sér svoleiðis stöðugt og að virðist án samvisku vegna þess.

Gætir þú sitið áfram við stjórn í ástandi sem þessu?


mbl.is Óskuðu þess að hætta hjá bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér. Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér líka. Einnig hef ég velt því fyrir mér hvort þessir 30 manns eða svo sem komu okkur í þetta ástand; sofi á nóttunni. Ætli þeir hafi það ekki bara náðugt?

Bellatrix (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 12:15

2 identicon

ohh ætli málið sé nú ekki frekar að þeim hefur verið gert að segja af sér eða vera sagt upp ella! Þetta eru mennirnir sem gengdu þessum störfum fyrir hrun bankans og það hlýtur hver maður að sjá að það er ekki hægt að láta sömu menn stjórna í upprisunni. Ég hugsa að það hafi frekar verið að hygla þeim með því að gefa þeim kost á að segja sjálfir upp en ekki reka þá eins og restina af fólkinu.

Nina (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband