Stóra alkunna leyndarmálið

Nú er stóra málið allsstaðar spurningin um hvað gerist ef fólk og fyrirtæki hætta bara einfaldlega að borga.  Hvað gerist þá?

Bankarnir berjast við að finna leiðir til að halda fólki frá uppgjöf því þeir fá jú meira frá okkur ef að við alla vega höldum áfram að borga eitthvað mánaðarlega frekar heldur en að skila bara lyklunum að 120-200% veðsettu húsunum okkar og bílunum.

Í raun er svo sama upp á teningnum með fyrirtækin. Eins og komið hefur fram eru allt að 80% þeirra tæknilega gjaldþrota. Það er í raun gjaldþrota en verður líklega ekki gengið að þeim vegna þeirra katastrófíu sem að það myndi skapa í samfélaginu.  Ruðningsáhrifin í atvinnuleysi og verðbólgu yrðu gríðarleg.

Nú sem sagt berjast yfirvöld og stofnanir við að reyna að láta okkur líða betur með þetta. Líða betur með að þurfa að borga úr blóðugu veskinu næstu áratugina.

Eru framkomnar "lausnir" einhverjum að skapi??


mbl.is Aðgerðir kynntar eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm.. nei ! 

Óskar Þorkelsson, 29.11.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband