Skildi F listi óháðra ætla í samstarf með minnihlutanum?

Finnst það ekkert endilega líklegt eins og er, en finnst það augljós kostur í refskákinni fyrir Ólaf F.  Ef Sjallarnir hóta honum með Óskari getur hann hótað nýjum meirihluta líka. Hverjum finnst raunverulega spennandi að mögulega einhversskonar hótana pólitík stjórni borginni okkar?

Er þessi farsi samt ekki að verða bara ágætur?  Réttið upp hendi sem að finnst við borgarbúar eiga skilið að fá bara nýjar kosningar.

Mikið er mig farið að langa til að búa við stjórnun sem gengur út á málefni borgarinnar en ekki völd og sérstök sæti kjörinna fulltrúa hennar.  Ef þið kæru borgarfulltrúar hafið um það eitt að hugsa, endilega segið okkur hinum þá bara frá því í framboðinu, við getum þá a.m.k. tekið til þess afstöðu á réttum forsendum hvort að við viljum ykkur í þau sæti eður ei.


mbl.is Óvissa um meirihlutann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Farsi dauðans , sama hvað verður.

Ómar Ingi, 14.8.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mikið afskaplega varstu snöggur núna Ómar, liggurðu bara á refresh takkanum??

Baldvin Jónsson, 14.8.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eina sem gæti bjargað málum er að Ólafur F hætti og varamaður hans taki við til kjörtímabilsloka og Tjarnarkvartetinn taki við á ný. Það ætti að vera krafa Reykvíkinga því allir sjá að borgarfulltrúar Sjalla eru ekki samstarfshæfir

Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég verð að taka undir með þér Jón Ingi með það að það væri góður kostur í stöðunni , en ég sé það ekki gerast nema að Ónefndur F. viðurkenni fyrir sjálfum sér aftur og okkur hinum að hann sé bara ekki alveg búinn að jafna sig og fari aftur í veikindaleyfi.

Baldvin Jónsson, 14.8.2008 kl. 13:19

5 identicon

Ha veikindaleyfi...Sjálfstæðiflokkur allur sem einn þarf að fara í veikindaleyfi...já og við líka.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband