Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Við virðumst alltaf tapa á hvalveiðum - sama hvernig á það er litið

Þetta er svo merkilegt mál - umheimurinn virðist einfaldlega að mestu vera búinn að gera upp hug sinn, hann samþykkir ekki hvalveiðar.

Ég er persónulega ekki á móti hvalveiðum, ég er hins vegar á móti því að stunda eitthvað bara "af því bara" og tapa stórfé á því á sama tíma.

Það virðist vera afar lítill markaður fyrir kjötið og litlar tekjur af þessu að hafa, en á móti kemur að það tapast miklir peningar í ferðaþjónustu vegna þess fjölda sem vill ekki koma til hvalveiðiþjóðar að virðist. Núbætist síðan við gjaldeyristap upp á um milljarð á ári.

Getur ekki einhver reiknað það saman fyrir okkur hvort að við séum raunverulega að hagnast af því að stunda hvalveiðar?


mbl.is Segir fjölda starfa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum frjálst framboð til Alþingis

"Við viljum frjálst framboð til Alþingis". 
 
Grúppa á www.facebook.com
 
Stjórnun byggist alltaf á trausti ekki bindingu.
 
Alþingi á að vera málstofa margra ólíkra sjónarmiða.
 
Við viljum að á Alþingi sitji hópur einstaklinga sem vill koma að stjórnun landsins og leggja fram krafta sína og sannfæringu án flokksaga
með eigin sannfæringu að leiðarljósi. Þeir sem bjóða sig fram undir merkjum gömlu stjórnmálaflokkana eru allt of oft ekki að bjóða þinginu
krafta sína heldur starfa þeir þar sem vélbúnaður vel smurðra flokksvéla.
 
Við viljum framboð einstaklinga sem eru óháðir öðru en sannfæringu sinni.
 
Aðeins þannig má brjóta á bak aftur þá spillingu sem leitt hefur hörmungar yfir íslenskt samfélag.
mbl.is Geir gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skarð fyrir skildi - Gerrard því miður algerlega ómissandi

Þá er bara að vona að Alonso fái að stíga fram og blómstra.  Það er alveg ljóst að Gerrard er því miður nánast ómissandi fyrir liðið. Án hans munum við ekki ógna mikið United og fyrsta sætinu held ég.

En hvað er annars með Arsenal, óheppni þeirra er alveg hreint ótrúleg. Nánast heilt brjunarlið í meiðslum eða veikindum. Verður þó gaman að sjá hvernig Arshavin reiðir af hjá þeim. Þar er á ferð án vafa einn af 5 bestu leikmönnum síðustu Evrópukeppni. Virkilega fljótur og útsjónarsamur.


mbl.is Gerrard ekki með Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggðastofnun verður að styrkja - en á sama tíma vinna á spillingu og vinalánum sem þar hafa tíðkast

Hlutverk Byggðastofnunar er gríðarlega mikilvægt og getur í raun verið eitt stærsta verkfæri sem að við höfum til þess að vinna gegn stöðugri samþjöppun byggðar á Íslandi - verkfæri til þess að koma í veg fyrir að fljótlega verði hlutfall íbúa á sv-horni landsins komið yfir 90%

En á sama tíma verður að setja stofnuninni skýrari og strangari lög um lánaafgreiðslur. Lög um skýrar vel framsettar viðskiptaáætlanir umsækjanda til dæmis. Lög um að engin tengsl megi vera milli stjórnenda stofnunarinnar og lántaka.

Lög sem koma í veg fyrir áframhaldandi spillingu og einkavinavæðingu á Íslandi.


mbl.is Gripið í tómt hjá Byggðastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur spádómur frá skoskum miðli - væntanlega ekki fjölmiðli þó

Fékk þetta sent á tölvupósti í dag - læt það bara flakka hérna. Er kannski ansi langt gengið í svartsýninni en vakti mig engu að síður afar kröftuglega til umhugsunar. Erum við í alvöru til í að það verði bara enn ein Framsókn-Sjálfstæðisflokkur ríkisstjórn sem tekur við næst???

---------------------------------------------

Spádómurinn:

Subject: til umhugsunar...

Þetta er opinberun Jóhannesar Georgs, sem réttu nafni heitir Johanes George Lee og er skoskur sjáandi sem hefur séð
marga atburði fyrir, t.d. forsetakjör Obama, skógareldana í Ástralíu, og efnahagshrunið á Íslandi.

Hér á eftir er lausleg þýðing úr ensku á sýn hans á framtíð Íslands á næstu árum.

2009: Forsætisráðherra nýju ríkisstjórnarinnar, Jóhanna, er heiðarleg og dugleg, en
því miður fær ríkkistjórn hennar fáu áorkað til góðs. Orsök þess er mikil
ringulreið og óeining í þinginu og stjórnkerfinu. Fátt gengur í haginn. Það
tekst að koma Davíð úr Seðlabankanum og skipa einn Seðlabankastjóra, en það
breytir litlu um efnahagsöngþveitið. Atvinnuleysi eykst, fólk missir eignir
sínar. Þúsundir fólks flytja úr landi á þessu ári, mest til Noregs og Kanada, en
einnig til fleiri landa.

Seinast í Apríl verða kosningar til þings. Nokkur ný framboð taka þátt í kosningum, en ekkert þeirra fær mann á þing, heldur taka þau
fylgi frá Samfylkingu og Vinstri grænum. Framsóknarflokkurinn vinnur góðan kosningasigur og Sjálfstæðisflokkurinn fær frekar slaka útkomu.

Þessir flokkar fá nauman meirihluta saman, og mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, við lítinn
fögnuð þjóðarinnar. Verðbólga minnkar á fyrri hluta ársins, en stígur í yfir 30%
í árslok 2009.

2010: Skelfilegt ár. Ríkisstjórn sjálfstæðis/Framsóknar, umsnýr öllu sem fyrri ríkisstjórnin gerði. Allar stöður eru pólitíkst skipaðar

samkv. helmingaskiptareglu flokkanna. Verðbólga nær 50% Eini atvinnuvegurinn sem
blómgast sem aldrei fyrr er dópsala. Atvinnuleysi nálgast 20%. Glæpaalda gengur
yfir höfuðborgarsvæðið. 20.000 manns flytja úr landi, aðallega af
höfuðborgarsvæðinu. Samt er ástandið betra í sumum landshlutum, þar er þokkalegt
atvinnustig, og minni glæpir og eiturlyf. Dæmi um slíka staði eru:
Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Dalabyggð. Snæfellsnes, Vopnafjörður. Fólk sækir á
alla þessa staði úr eymdinni og glæpunum á Höfuðborgarsvæðinu. Hjónaskilnaðir
slá öll met.

2011: Miklar óeirðir í landinu. Byggingar og jafnvel heilu hverfin brennd í þessum
óeirðum. Lögreglan ræður ekki við neitt, þótt hún sé nú öll búin skotvopnum.
Útgöngubann í Reykjavík. Atvinnuleysi og þjóðargjaldþrot blasir við.
Ríkisstjórnin er óstarfhæf. Daglegir götubardagar á seinni hluta ársins. Fengin
óeirðalögregla búin vopnum frá Danmörku til að stilla til friðar, en það hjálpar
lítið. 20.000 manns flytja úr landi.

2012: Olíuleit norðaustan við Ísland. Miklar vonir bundnar við hana. Annars flest í
ólesti. Vopnuð átök í Reykjavík. Jarðskjálfti gengur yfir Selfoss og Hveragerði
og veldur miklum skemmdum. 25.000 flytja úr landi.

2013: Niðurstöður olíuleitar valda vonbrigðum. Ekki hagkvæmt að vinna olíu, amk. miðað við nútíma tækni.

Ísland er endanlega lýst gjaldþrota. Evran kostar 2000 krónur. 150% verðbólga. 20.000 flytja úr landi.

2014: Ísland óskar eftir aðild að Evrópusambandinu EU. En þessari umsókn er hafnað í
Brussel. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur við stjórn landsins, ríkisstjórn og
forseti eru rekin úr störfum, og þingið leyst upp. Í lok ársins, taka Bandaríki
Norður Ameríku USA. Við stjórn Íslands í umboði Alþjóðabankans. Obama forseti
USA, er á þessum tíma kominn á kjörtímabil nr. 2. Það gekk vel að komast út ur
kreppunni í USA. Staða Íslands undir stjórn USA, verður svipuð og staða Puerto
Rico. Sem sagt öll stjórn frá Whasington, en bæjar og sveitarstjórnum verður
leyft að starfa, undir ströngu eftirliti.

Á þessum tíma er íbúafjöldi Reykjavíkur um 50.000, og alls landsins um 200.000 í stað 320.000, árið 2008.

Þriðjungur þjóðarinnar er fluttur úr landi


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju norðaustur kjördæmi Tryggvi??

Ertu að bjóða fram þarna til að styggja ekki of mikið elítuna hér fyrir sunnan?

Þú býrð fyrir sunnan, vinnur fyrir sunnan, ert fyrir sunnan.  Af hverju að bjóða fram fyrir norðan?


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju hefði Gylfi svo sem átt að lofa?

Sveitarfélög í Bretlandi líkt og á Íslandi hljóta að vera lögaðilar og því ná ekki tryggingsjóðirnir yfir inneignir þeirra ef ég skil málið rétt.

Er ekki eðlileg krafa að lögaðilar grandskoði fjárfestingarkosti áður en þeir fara út í áhættufjárfestingar?

Þegar að Icesave varð til lá þegar fyrir að lánalínur Landsbankans höfðu lokast frá Evrópu.


mbl.is Gylfi lofar Bretum engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsta fréttin hér er.... Af hverju er þetta frétt???

Ég sat við imbann í kvöld og ætlaði mér að horfa á fréttir á stöð 2. Þegar að þessu sorp-tímarita-stíls máli var hins vegar stillt þar upp sem fyrstu og þar með aðal frétt kvöldsins að þá einfaldlega slökkti ég á sjónvarpinu.

Mér er algerlega fyrirmunað að skilja af hverju möguleg fíkniefna kaups Björns Jörundar fyrir ári síðan eru stórfrétt?

Vissulega leiðinlegt mál og vonandi að Björn Jörundar hafi raunverulega gert eitthvað í sínum málum, en það er afar ógeðfellt að stilla málum svona upp er það ekki?


mbl.is Björn Jörundur viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðsfélög sýna þjóðinni lítilsvirðingu - Björn Þorri Viktorsson benti á einfalda leið til frystinga eigna auðmanna

Ég ætla svo sem ekki að hafa hér mörg orð um verklýðsfélög - eða foringja þeirra réttara sagt. En í fáum orðum þá missti ég einfaldlega alfarið trú á þeim öllum saman þegar að þeir lögðu á það meiri áherslu að verja fjármagn lífeyrissjóðanna en verkalýð landsins þegar umræðan fór af stað um verðtrygginguna. Slík hegðun er oftast kölluð "fjármagnseigandi".

Var loksins að komast í það að hlusta á Silfur Egils frá síðasta sunnudegi. Þar mætti Björn Þorri Viktorsson og lagði mikið gott til umræðunnar. Ég hef ekki alltaf verið sammála Birni Þorra í gegnum tíðina, en mikið afskaplega var ég ánægður með hugmyndir hans í Silfrinu og afar skýra og skilmerkilega framsetningu þeirra.

En það sem mér fannst standa upp úr hjá Birni Þorra þarna var afskaplega einföld aðferð til frystingu á eignum mögulegra söudólga í hruninu eða grunaðra fjárglæframanna.

Það eina sem þarf er að hefja rannsókn!!

Þetta hljómar bara of einfalt til að vera satt er það ekki?  Það eina sem þarf er að hefja rannsókn. Mögulega væri hægt að frysta allar eigur grunaðra fyrir vikulokin.

Á sama tíma og allir auðmennirnir leggja nótt sem dag við að koma peningunum sínum í skjól eru þingmenn að karpa um tittlingaskít allan daginn á Alþingi.

Er ekki kominn tími á aðgerðir?


mbl.is Þingmenn sýna þjóðinni lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20,7% hafa þá væntanlega persónulega hagsmuni að verja - þannig virka hlutirnir yfirleitt

Gagnger endurskoðun kvótakerfisins er komin á dagskrá, ég tel það næsta víst. Ekki endilega afturköllun allra heimilda, en það er ljóst að einhver uppstokkun verður að fara fram. Í kerfi þar sem að leikreglurnar eru ekki skiljanlegar þarf að endurskoða hlutina.

Merkilegust finnst mér hugmyndin um að eigandi kvóta þurfi ekki að veiða hann heldur megi framleigja til þriðja aðila. Mér finndist mun eðlilegra að treysti menn sér ekki til þess að veiða úthlutuðum kvóta eigi þeir einfaldlega að skila honum inn þjóðinni til hagsbótar. Sé það ekki gerandi ætti þá frekar að setja það í lög að leiga á kvóta geti aldrei farið yfir 50% af verði á markaði.

Í dag er kerfið þannig að litlu aðilarnir sem ekki hafa milljarða króna "lánstraust" í bönkum og geta því ekki "keypt" kvóta þurfa til þess að geta sótt á sjó, að leigja kvóta af stærri aðilum, kvóta sem að þeir aðilar ætla sér ekki að nýta eða fá einfaldlega meira fyrir að veiða ekki sjálfir.

Litli aðilinn er í dag að borga kannski 170-185 krónur í leigu fyrir hvert kíló af þorski. Hann rær og ef vel gengur er hann að koma að landi með kannski um það bil 1000 kg. eftir róðurinn.
Hann er með kostnað bundinn í fjárfestingu í tækjum og tólum.
Hann er með kostnað í eldsneyti upp á kannski 15.000 fyrir daginn.
Hann er með kostnað í beitu og beitningu upp á kannski 45.000 fyrir daginn.

Selji hann aflann á markaði er hann að fá upp undir 210 krónur fyrir kílóið af þorski þar (sjá hér).

Dæmið lítur því þannig út fyrir einn dag ef vel gengur:
Leiguverð  177.500  (meðalverð)
Beinn kostnaður    60.000
Fastur kostnaður  10.000 (áætlað)
Tekjur  210.000

Afrakstur dagsins samtals:  45.000 fyrir líklega 2 menn í 10-12 tíma.

Og þetta væri afar góður dagur skilst mér miðað við verð á leigu og mörkuðum undanfarið og afar sjaldgæft að menn veiði hreinan bara þorsk. Yfirleitt er aflinn blandaður ódýrari afla og eftir er í þessu dæmi að gera ráð fyrir sölukostnaði á markaði.  Litli kallinn ber allan kostnað, alla áhættu af sókninni.


mbl.is 61% vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband